Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 21
75 ARA Hallgrímur Jónasson, YFIRKENNARI í sviðamessu Ferðafélags ís- lands, inni í Þórsmörk, laugardag- inn 1. nóvember síðastliðinn, upp- lýstist það, að ferðagarpurinn Hall- grímur Jónasson yfirkennari, hefði átt 75 ára afmæli daginn áður en iagt var í Þórsmerkurförina, því Hallgrímur fæddist 30. október 1894 að Fremrikotum í Akra- hreppi í Skagafirði. Halgrímur tók kennarapróf árið 1920. Var í kennaraháskóla í Kaup- mannahöfn 1920—21. Ýmsar námsferðir hefur hann farið til Norðurlanda og eina til Englands, alls átta utanferðir. Við barnaskóla í Vestmannaeyj- um var Hallgrímur kennari 1921— 1931 og kennari við Kennaraskól- ann í Reykjavik frá 1931. Meðan hann var í Vestmannaeyjum var hann, jafnframt kennsluuni, i skóla ávailt hefur verið vel um gengið. Sýndi Páll að vonum niikinn áhuga á þessum byggingum. Má með- al annars geta þess, að mikil prýði er þá gengið er um ganga skólans, gott fuglasafn, er PáU gaf skólanum sem hann hafði komið. upp á sínum skólastjóraárum. En Páll hefur jafnan haft mi'kinn á- huga á náttúrufræði. Þá var Páll vakandi og áhugasamur við að búa skólann góðum kennslutækjum. Páil er í tölu þeirra er fallið hef- ur vel að umgangast börn og ungl- ínga. Þrátt fyrir áratuga kennara- og skólastjórastarf, sem oft er lýj- andi, hélt Páll ávallt glaðværð sinni og var hress í anda. Og eigi var mikið um orlof að ræða hjá honum, á sumrum tóku við búskap arannir, til stuðnings mannmörgu heimili. Því var það Páli óblandin ánægja, er hann tók sig upp sumar- ið 1958 og fór í mánaðar kynnis- ferð til Danmerkur í hópi fjölda kennara. nefind og bókasafnsnefnd. Ennfrem ur bókavörður þar 1924—1931. Leiðsögumaður hjá Ferðafélagi íslands hefur hann verið frá 1940 og í stjórn þess félags um 20 ára skeið. Þá skal þess og minnzt, að hann var meðritstjóri Nýja dag- blaðsins 1934—1935. Þá kynntist ég Hallgrími fyrst og fór ávallt vel á með okkur. Hefur vinskapur verið okkar á meðal frá þeim tíma Sem landsmönnum er kunnugt, hefur Hallgrímur flutt fjölmörg erindi í Ríkisútvarpinu, flestum áheyrenda til fróðleiks og ánægju. Hefur hann þá jafnframt látið skáld fákinn geysa. Þá liggja allmörg rit eftir Hall- grím. Má þar m.a. nefna: Árbók Ferðafélags íslands (um Skaga- fjörð) 1946. Frændlönd og heima- hagar, 1946. Ferhendur á ferða- Páil lét af skólastjórn árið 1966 eftir gott starf. Enn starfar hann með okkur við sunnudagaskóla Hólaneskirkju, sém kennari og org anisti. Hefur enginn starfað öll mín prestskaparár lengur með mér en hann. Má ég þar margs minnast frá liðnum dögum um það og gestrisni hans heimilis. Páll Jónsson hefur verið ham- ingjumaður um marga hluti. Hef- ur búið við batnandi hag og í ást- ríku hjónabandi og hefur átt börn, er vel hafa komizt til manns. Páll mátti sjá á eftir Sigríði konu sinni 1964, og það var hon- um anikill missir. En síðan hefur ynigsta dóttir hans haldið hús með honum. Býr PáH nú ásarnt Jóni syni sínum, í stóru húsi eftir kröf- um tímans. Er sem fyrr hús Páls elgi barnlaust, því sonarbörnum hans þykir gott að dvelja með afa sínum, sem ávallt hefur verið und- ur baa-ngóðui*, og notið vel ungra barna í návlst sinni. Pétur Þ. Ingjaldseon. leiðum, 1950. Á öræfum, 1961. Við fjöll og sæ, 1963, og loks Árbók Ferðafélagsins 1967: Á Sprengi sandi, sem er stórglæsileg bók, með fjölda mynda og fjölþæfíum fróðleik. Hallgrímur kvæntist 20. okt. 1921 Elísabet Valgerði Ingvarsdótt- ur, trésmiðs á Akureyri, Ingvars- sonar. Ég þakka Hallgrími góð kynni á lið'num árum og árna honum og konu hans allrar farsældar á ólif- uðum æviárum. Inni í Þórsmörk, í famnbreiðum og 13 stiga frosti, var ekki úr mörgu að velja, til aö gefa Hail- grími í afmælisgjöf. Varð þvi að láta nægja, að færa honum eftir- farandi stöku: Þú hefur gengið með firða-f jöld ferðazt um klungur og legið við tjöld. Ávallt þú þrammar með skaraðan skjöld, og skáldgjafi verið % úr öld. Jón Þórðarson. fSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.