Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 20
70 ÁRA: PÁLL JÓNSSON, FYRRVERANDI SKÓLASTJÓRI Hitm 22. des. s.l. fyllti 70 ár, Páll Jónsson, fyrrverandi skóla- stjóri í Höfðakaupstað. Hann á langan starfsferil að baki sér, sem kennari og félagsmaður meðal Skagstrendinga. Enda má segja, að hann hafi búið á Ströndinni, lengst af ævi sinnar. Páll Jónsson fæddist 22. desem- ber 1899 á Njálsstöðum í Vind- hælahreppi. Voru foreldrar hans Jón Sigu-rðsson er lengi bjó á Balaskarði í Laxárdal, og kona hans Guðný Pálsdóttir. Jón Sigurðs- son var Þingeyingur fæddur á Undirvegg í Kelduhverfi, sonur Sigurðar Sigui'ðssonar, er síðast var húsmaður á Hrauni á Skaga, er var bróðir Vilborgar Sigurðardótt- ur, konu séra Magnúsar Jónssonar fyrst prests á Hofi og síðan á Laufási. En Guðný Pálsdóttir var húrivetnsk, dóttir Páls Jónssonar bónda á Ytra-Hóli. Þau Balaskarðshjón eignuðust 13 börn er upp komust, er~ha£a reynzt hið mesta myndarfólk. Páll Jónsson fór ungur á alþýðuskól- ann á Hvammstanga, er Ásgeir Magnússon hélt og var um skeið í miklu gengi. Var það Páli góður undirbúningur er riann fór í Kennaraskólann, en þar lauk hann prófi 1923. Varð Páll nú kennari austur í Hoitum í 4 ár, og féll þar vel starfið og fólkið. Enda hlaut hann þar kvonfangið, er hann kvænt- ist, Sigríði Guðnadóttur frá Hvammi í Holtum, er reyndist hon um hin ágætasta kona og tryggur lífsförunautur. Þótt Páll minnist jafnan dvalarinnar í Rangárþingi með ánægju, dró hugurinn hann norður til átthaganna. Árið 1920 höfðu systkini Páls, Pétur og Vilborg flutzt með for- eldrum sínum frá Balaskarði út að Hofi á Skagaströnd og hafið búskap á hinu forna prestsetri. Er Páll fluttist norður, og kvæntist Sigríði Guðnadóttur, 1927 hófu þau búskap á móti systkinum Páls á Hofi og fór svo fram til 1944, að þetta tvíbýli hélzt á Hofi. Bættu þeir bræður, Páll og Pétur, jörð- ina mjög að ræktun og húsakosti. Páll Jónsson hefur ávallt verið bú- hneigður og haft einnig nokkurn búskap eftir að hann fluttist í Höfðakaupstað. Þau Páll og Sigríður voru vel metim á Hofi, bar margt þess merki, þau voru félagslynd og gestrisin. En þjóðleiðin út Skagann liggur við túngarðinn á Hofi og var þar gjarnan ánimgarstaður Skagamanna áður en farið var á Króksbjarg. Þá er kiricjustaður á Hofi og það Hofsfóik kirkjuræk- ið. Var Páll organistiuu en Pétur bróðir hans meðhjálparinn. Voru heimili þeirra bræðra gestrisin og glaðvær, enda ólst þar upp fjöldi barna þeirra Páls Jónssomar og Sigríðar Guðnadótxur, sem eru þessi: Kristinn kennaii á Blöndu- ósi, kvæntur Guðnýju Pálsdóttur. Jón skólastjóri í liöfðakaupstað, kvæntur Björk Axelsdótcur. Guð- ný igift Hjjalta Elíassyni rafvir'kja- meistara í Kópavogi. Guðfinna, hjúkrunarkona á Blönduósi, gift Þórhalli Blöndal bifvélavirkja. Ingveldur Anna, húsmæðrakenn- ari á Egilsstöðum, gift Þráni Jóns- syni frá Gunnhildargerði. Ásdís Hafnarfirði, gift Stefáni Ásb'jarnar- syni og Edda ógift heima. Öll sín búskaparár var Páll kennari, fyrst í farkennslu í Vind- hælishreppi og síðan sem kennari og skólastjóri við fastam skóla í Höfðakaupstað frá 1939. Mátti hann því margan vetur vera burtu frá sínu heimili við kennslu en kom heim á helgum. Hvíldi því uimsjá heimilis hans á konu hans með hjálp systkina Páls. Eftir því sem skólastjórn og kenmslustarfið óx í hinum ört vaxandi nýsköpum- arbær Höfðakaupstað, varð Páli þessi búseta á Hofi óhægari, þótt hann ynni sveitalífinu. Fluttist því Páll og fjölskylda hans ásamt syst kinum hans, Pétri og Vilborgu til Höfðakaupstaðar 1944. Hióðust þá brátt á Pál ýmis fé- lagsstörf, var hann organisti Hóla- nesJkirkju og er í sóknarnend. Var hann framarlega og starfaði mikið í félagsmálum kennara í Norður- lamdskjördæmi-vestra. Fjölda ára í stjórn Kaupfélags Skagstrend inga og formaður Búnaðarfélags hreppsins um árabil, gjaidkeri hafmarnefndar og hamn var einn af stofnendum og fyrsti fonmaður liansklúbbs Höfðakaupstaðar. Koma hans, Sigríður Guðnadóttir starfaði lengi í sókmarnefmd, og var formaður kvenfélagsins Ein- iimgar. Voru þau hjón áhugasöm um félagsmál og störfuðu mikið að þeim. En aðalstarf Páls var auð- vitað skólastjónastarfið, lemgi vel var það unnið við óhægam húsa- kost, einikum eftir að fólki fjölg- aði í þonpinu. Hafði iengi venið kennt í gömlu verzlunarhiúsi kaup félagsins. En nýr ókóli var reist- ur 1058, hið prýðilegasta hús sem 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.