Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 12
ar hófust fyrir alvöru kynni okkar, sem entust tii hins síðasta. Hann kom oft á heimili okkar, enda kona mín o'g hann bræðrahörn. Elías var mjög vel gefinn, marg fróður og minnugur. Þær voru margar sögurnar sem hann sagði okkur frá fyrri árum, og það var hrein unun að hlusta á Elías þeg ar honum tókst bezt upp. Hann var ættfróður og gat rakið ættir skyld menna sinna, og margra annarra langt aftur í tíma. Elías var góður hagyrðingur en hélt því lítið á lofti. Hann safnaði miklum þjóð- legum fróðleik, en fæst af því hef- ur birzt. Hann var starfsmaður um tíma hjá Blindrafélaginu á Grund- arstíg 11. Las hann þar fyrir blinda fólkið úr blöðum, svo og úr bók um nýjum og gömlum. Elías hafði saniband við Blindraheimilið þótt hann hætti þar störfum, og las mikið fyrir fólkið á heimilinu, og studdi starfsemi þess á ýmsan hátt. Frásagnargleði hans var mikil. Minnið óvenju traust og talaði fjöl skrúðugt mál. Þessa frásignar- gleði verður maður ekki var við hjá yngri kynslóðinni, en margir af hans kynslóð voru hreinir snill ingar í framsetningu mælts máis. Mér finnst að Elías hafi verið einn af þeim. Vinátta okkar rofnaði aldrei og eftir að við hjónin flutt- umst til Reykjavikur kom hann oft á heimili okkar, og voru okkur hjónum það miklar gleðistundir þegar Elías leit inn. Eftir að hann fór frá Siglufirði fluttist hann til Reykjavíkur og dvaldi þar til æviloka. Stundaði hann mikið blaðasölu og innheimtu störf, aðallega fyrir Þjóðviljann. Elías bjó síðustu árin að Þórsgötu 21a. Þar bjó skaftfellsk kona, Elín Magnúsdóttir. Bjó hún honum hið hlýlegasta heimili. Elías var heilsuhraustur til ævi- loka, hafði létta lund, oft með glett ingsbros á vör. Aldrei fór maður svo snemma niður í bæ að maður mætti ekki Elíasi með blaðatöskuna, og í henni hafði hann öll blöðin til sölu. Elías hafði mikla ánægju af ferðalögum. Hann mun hafa ferð azt um flest Norðurlönd. Þá fór hann til Rússlands og fefðaðist þar allmikið um. Ferðafólkinu var boð- ið á fund sem Rússnesk-íslenzka félagið hélt í Moskvu. Þar hélt Elías xæðu sem hlaut ágætar und- irtektir viðstaddra. Ég spurði Elí as hvernig honum hefði litizt á sig MINNINC INGIBJÖRG BJARNADOTTIR Hinn 6. þ.m. andaðist á Land- spítalanum Ingibjörg Bjarnadóttir, húsfreyja að Guðrúnargötu 1 í Reykjavík. Hún varð fyrir bifreið 16. jan. s.l. og var þá flutt í skyndi á Slysavarðstofuna og þaðan á Landspítalann. Þar lá hún milli í Rússlandi. Mjög vel, svaraði hann, og bætti við brosandi. „Ef ég væri yngri, vildi ég gjarna fara þangað aftur“. Elías fór til Kanada og á Heims- sýninguna 1967. í þeirri ferð heim- sótti hann Guðrúnu systur sína sem er búsett í Árborg í Manitoba. í þeirri ferð hitti hann marga Vest- uríslendinga sem komu í heim- sókn til Guðrúnar. Sömuleiðis á skemmtun sem íslendingafélagið gekkst fyrir. Vegna síns óvenju- lega góða minnis, gat hann leyst úr spurningum margra um ætt- menni þeirra heima á íslandi. Elí- as var Vestur íslendingum au- fúsugestur, og aukin kynni hans af Vestur-íslendingum urðu honum til mikillar ánægju. Elías ferðaðist mikið hér innan- lands, og hefur að hkindum komið á flestar hafnir á íslandi. Elías Guðmundsson verður mér, og þeim sem kynntust honum bezt, ógleymanlegur. Það var eitthvað við manninn sem laðaði menn að sér. Hann var trygglyndur, frænd- rækinn og öruggur vinur vina sinna, með óvanalega létta skaps muni. Ég tel mér það mikinn á- vinning að hafa kynnzt Elíasi. Mað ur hafði það á tilfinningunni að þar fór maður með hugsjónaeld í hjarta, sem bar hag smælingjans fyrir brjósti. í því var engin sýnd- armennska, heldur lífsskoðun, mynduð í harðri lífsbaráttu bónd- ans og sjómannsins. Lífsbarátta Elí asar var ekkj alltaf blómum stráð frekar en margra annarra. En hann hélt lífsgleði sinni óskertri til æviloka og sigldi knerri sínum úr höfn með bros á vör. Sáttur við lífið og tilveruna. Gunnar S. Jóhannssou. heims og helju í 21 sólarhring, en komst aldrei til meðvitundar. Ingibjörg fæddist að Túni i Hraungerðishreppi 11. febrúar ár- ið 1890. Skorti hana því aðeins 5 daga á 80 ára æviskeið, er hún lézt. Ingibjörg lifði sín bernskuár í föðurgarði í hópi 11 gervilegra systkina, er öll komust til fullorð- ineára. Mun slíkt barnalán hafa verið fremur fátítt um þæv mund- ir, þegar algengt var, að dauðinn hyggi stór skörð í barnafiöiskyld- ur af slíkri stærð. Foreldrar þessa stóra sysikina- hóps voru Bjarni bóndi í Túni, Eiríkssonar bónda þar og Guö* finna Guðmundsdóttir bónda i Hró arsholti, Tómassonar prests i Vill- ingaholti. En skyndilega syrti að í lífi þessarar stóru barnafjöí- skyldu. Á útmánuðum árið 189Í, er Ingibjörg var að byrja sitt átí- unda aldursár, drukkmaði faðir hennar í fiskiróðri frá Stokkseyri ásamt öðrum bátsfélögum sínum. Stóð nú ekkjan ein uppi með barnahópinn sinn stóra. Er almælt, að hún hafi sýnt mikinn kjai*k og hugprýði í erfiðleikum iífsbarátt- unmar, og var fjarri skapi hennar að gefast upp. Hélt hún ótrauð afram búskapnum í Túni með að- stoð hinna dugmiklu og sam- hentu ba-rna sinna, enda mun fjöl- skyldan hafa komizt vel af, að þeirrar tíðar hætti. Tveim yngstu sy-strunum, þeim Ingibjörgu og Hólm-friði, var boðið fóstur skömmu eftir lát föðurins. Þá ekkjan boðið, -en tók sárt að sjá á eftir dætrum sínum. Mun óráð legt hafa þótt, að neita svo góðu boði undir slikum kringu-mst-æð- um, ekki sízt þar sem um virt efna-' heimili var að ræða og mannkosta- fólk átti hl-ut að. Fór Hólmfríður að Læk í Ilraungerðishreppi til Sno-rra Þórarinssonar, en hann haf-ði átt Hólmfríði föðursyslur þeirra, en hún var þá látin. Ingi björg íór að Hróarsholti til Guð- mundar móðurbróður síns og Guð- rúnar Halldórsdóttur, er þá bjuggu 12 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.