Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 16
Áttræð tvíburasystkin,
Jón á Gautiöndum og Hólmfríður á Arnarvatni
I. Ættarslóðir, ætterni, uppvöxtur.
í fornöld er Gautlanda i Mý-
vatnssveit ekki að miklu getið. En
árið 1818 flytzt þangað Sigurður
Jónsson Halldórssonar bónda á
Mýri í Bárðardal. Eftir það hefst
bær þessi til merkrar sögu og
faækileigrar, — verður setur bænda
höfðingja.
Það var um síðustu aldamót,
sem ég heyrði fyrst Gautianda get
ið, enda var ég um það leyti fyrst
að byrja að kynnast umheiminum
í þvílikri fjarlægð, sem þá var írá
svonefndum lágsveitum til há-
sveita í Þingeyjarsýslu. Mér þótti
nafnið Gautlönd seiðfagurt. Senni
Jegt finnst mér, að einhvern þátt
í því fegurðarmati hafi átt það
mannlíf, sem mér skildist, að þar
væri lifað og þau sveitar- og sýslu-
völd, er þar voru sögð eiga heima.
Sílesnar íslendingasögur á þeiin
árum geröu hugann auðsnortinn
af höfðingjavaldi og hvers konar
yfirburðum.
Jón sonur Sigurðar, sem áður
er getið, og síðari konu hans, Krist
jönu Aradóttur á Skútustöðum Ó1
afssonar, bjó á Gautlöndum frá
1848—1889. Hann var alþingismað
maður frá 1859 nálega samfleytt
til dauðadags (1889). Einn af stofn
endum Kaupfélags Þingeyinga og
fyrsti formaður þess. Umboðsmað-
tnr Norðursýslujarða. Talinn
skörungur að gerð.. Kona hans
var Sólveig Jónsdóttir prests í
Reykjahlíð Þorsteinssonar. „Börn
þeirra, er upp komust, voru“ —
segir í íslenzkum æviskrám:
„Sigurður verzlunarstjóri á
Vestdalseyri, Kristján hæscarétt-
ardómari, Pétur alþingismaður á
Gautlöndum, Jón í Ærlækjarseli
fonmaður Kaupfélags Norður-Þing
eyimga, Þuríður, átti Helga Stefáns
son, á Arnarvatni Helgasonar og
fóru þau til Vesturheims, Rebekka
átti séra Guðmund Guðmundsson
1 Gufudal, Steingrímur bæjar-
fógeti á Akureyiri, Þorlákur stúd-
ent, Kristjana, átti Heliga Sveins-
son útibússtjóra á fsafirði“.
Pétur bjó á Gautlöndum frá
1884—1919. Hann var þingmaður
Suður-Þingeyinga frá 1894 til
dauðadags 20. janúar 1922. For-
maður og framkvæmdastjóri Kaup
félags Þingeyinga 1889—1919. Um
boðsmaður þjóðjarða í Þingeyjar-
sýslum frá 1901. Formaður Sam
bands ísl. samvinnufélaga frá
stofnun þess 1902 til 1904 og aft-
ur frá 1911 til æviloka. Atvinnu-
málaráðherra frá 1920 til bana-
dægurs.
Pétur igegndi fjölda trúnaðair-
starfa, sem hér hafa ekki verið
talin. Hann naut mjög mikils
trausts og hylli í sveit sinni og
héraði.
Kona Péturs var Þóra Jónsdótt-
ir írá Grænavatni Jónassonar.
Þau Þóra og Pétur eignuðust,
17. des. 1889, tvíbura, Hólmfríði
og Jón Gauta, sem hér á eftir verð
ur minnzt með nokkrum orðum
vegna áttræðisafmælis þeirra 17.
des. s.l.
Önnur böm þeirra hjóna — sem
upp komust — voru þrjár dætur:
Sólveig, er var kona Péturs Jóns
sonar, bónda á Gautlöndum, Pét-
urssonar frá Reykjahlið. Hún var
elzt.
Kristjana skóilastjóri húsmæðra-
skólans á Laugum, Þorleif kona
Jóns læknis Norlands — yngst .
AHar voru þessar konur mikil-
hæfar og glæsilegar. Aðeins ein
þeirra, Þorleif, er enn á lífi. —
Þóra kona Péturs andaðist 30.
nóv. 1894 á bezta aldri. Var það
fjölskyldunni mikið áfall. Pétur
var þannig störfum hlaðinn, að
hann gat auðvitað efcki gengið
börnum sínum í móðurstað.
Yngsta dóttirin. Þorleif, ólst að
miklu leyti upp á heimili föður-
bróður síns Steingríms sýslu-
manns á Húsavík og konu hans
Guðnýjar Jónsdóttur móðursystur
sinnar.
Búskapur Péturs á Gautlöndum
var umsvifamikill og rekinn af
reglusemi og myndarskap, segja
samtímamenn og nágrannar hans.
Beimilið var fjölmennt og heimil-
islífið með miklum menning-
arbrag. Um það eru frásagnir
í ferðasögum bæði innlendra og
erlendra manna, sem þangað
lögðu leiðir sínar. Skóli var þar
haldinn á vetrum fyrir börn heim-
ilisins og unglinga og þess gætt,
að aðrir heimilismenn nytu skól-
ans eftir því, sem aðstaða var til.
Vinnukonur og vinnumenn skrif-
uðu þá stundum íslenzka stila,
tóku þátt í reikningi, dönskunámi
o. fl. Bókasafn gott var á heimil-
inu.
í Gautlönd komu margir íor-
ustumenn lands- og héraðsmála.
Aðalbókbald Kaupfélags Þing-
eyinga fór þar fram lengi og þar
kom stjórn félagsins iðulega sam-
an til funda. Skáld sveitarinnar
Þorgils Gjallandi (Jón Stefánsson)
og Jón Hinriksson vom þar tíðir
gestir, — einkum sá fyrrnefndi.
Heimilið var í lifandi snertingu við
þær hugsjónir samtíðarinnar, sem
helzt létu til sín taka.
Þarna uxu ungum sálum ört
vængir og þrá til að skyggnast
,.yfir fjöllin háu“. Ennfremur rann
þar í rnerg skyldutilfinning ga@n-
vart samfélaginu.
Veturinn 1903—1904 tóku þau
Hólmfríður og Jón Gauti þátt í f jöl
mennum unglinigaskóla, sem stofn
ISLENDINGAÞÆTTIR