Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 32
MINNING Guðmundur Halldórsson frá Reyni í Innra-Akraneshreppi Á nýársdag andaðist í sjúkra- húsi Vestmannaeyja, Guðmundur Halldúrsson frá Reyni í Innra- Akraneshreppi, 78 ára að aldri. Hafði hann verið við Iélega heilsu síðustu árin. Guðmundur Halldórsson fædd- ist 3. mai, 1892 að Reyni, sonur Halldórs Ólafssonar bónda þar og síðari konu hans Þórlaugar Sig- urðardóttur. Á Reyni ólst Guð- mundur upp f stórum systkina hópi þar til um fermingu að fað ir hans lézt. Fór hann þá að Eyri í Svínadal til hjónanna Ólafs Ólafs- sonar og Þuríðar Gísladóttur en Þuríður var systir Þrúðar konu Halldórs, bróður Guðmundar. Á Eyri var hann til tvítugsaldurs og tók mi'kla tryggð við þann stað og það góða fólk og hélzt sú vinátta alla tíð. Um tvítugt flutti hann með móður sinni til Reykjavíkur. Bjuggu þau fyrst að Bergstaða- stræti 24 þar til Guðm-undur festi kaup á litlu húsi að Urðarstig 6b, þar sem þau bjuggu um langt ára bil. Guðmundu-r vann alla tíð með- an hann var í Reykjavik hjá Eim skipafélagi íslands. Þórlaug móðir Guðmundar var heilsulítil kona og þar kom að Sigrún hálfsystir Guð- mundar kom frá Akranesi til að annast um stjúpu sína og bróður. Var oft ful'lsetið i litla húsinu, þeg- ar skyldulið og vinir komu til Reykjavíkur, en þó 3 húsplássið væri lítið, var þar nóg hjartarúm. Man óg vel þegar óg kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn með örnmu, hvað okkur var vel fagnað af Iitlu konunni með silfurhvíta hárið og systkinunum Guðmundi og Sigrúnu. Þekkti ég þau þó vel, því Þórlaug var heima hjá mömmu og pabba fyrst eftir að afi dó, en þá var hún veik. Var hún þá flutt á kviktrjám, sem svo voru kölluð, frá Reyni inn að Kjalardal þar sem foreldrar mínir bjuggu þá. Heyrði ég oft um þetta talað. Árið 1938 kvæntist Guðmundur Lilju Guðmundsdóttur frændikonu sinni úr Vestmannaeyjum og gekk þá í söfnuð Aðventista. Þau fluttu til Vestmannaeyja upp úr 1940. Síðar skildu leiðir þeirra, en Guð- mundur ílentist í Vestmannaeyj- um og stundaði skósmíði. Kom hann jafnan í suimarleyfum sínum og heimsótti systkini sín, frænd fólk og vini. Fór hann þá alla jafna upp að Eyri, þvi þar var hon um allt svo kært, bæði fólk og umhverfi. Þegar ég lít yfir líf Guðmundar frænda mins, nú þegar hann er allur, verður mér fyrst fyrir að minnast hver völundur hann var í höndunum. Engrar menntunar naut hann á því sviði. Hattn smíð aði af mikilli snilld úr kopar og eir og öðrum málmum ýmsa hluti. Gaf hann þá jafnan vinum sínum, en þessir hlutir eru hin mestu völundarsmíð. Var þetta tómstundavinna hans. Annað það sem einkenndi hann, var hvað hann var barngóður. Hann eignað- ist ekki böm sjálfur, en hann hændi til sín öll börn. Er mér minnisstætt myndasafn, sem hann var jafnan með og var að láta fram kalla hér á ferðum sínum. Voru það myndir af vinum hans, börn- unum 1 Vestmannaeyjum. Voru það böm vina hans, en hann átti því láni að fagna að kynnast þar góðu fól'fci, bæði þar sem hann vann og bjó og hjá söfnuðinum, en hann var einlægur trúmaður og setti Alt sitt traust á himna- föðurinn og fól honum umsjá sína, en hirti lítt um að safna veraldar- auði. Er obkur frændfólki hans ljúft og skylt að þakka söfnuði Aðvent- isfta í Vestmannaeyjum fyrir alílt, sem hann hefur gert fyrir hinn látna, sem bjó svo langt frá sínu fóM, enda systkini hans öll dáin, nema hálfsystir hans Kristín 100 áira, sem dvelst á Elliheimilinu á Alkranesi, en með þeim systkinum voru jafnan miklir kærleikar og uimhyggja. Einnig er Bogi albróðir hans á lífi á áttræðisaldri. Hann er ekkjumaöur og dvelst norður í landi hjá fósturdóttur sinni. Fyrir allmörgum árum fékfc Guðmundur sál. aðkenningu af slagi og náði sér ekki eftir það. Var hann til skiptis á sjúkrahús- inu og Elliheimilinu í Vestmanna- eyjum og naut þar hinnar beztu aðhlynningar. Við viljum þakka ölliu starfsliði þessara stofnaua fyr ir alla veitta umönnun á hinum látna, þar sem fjariægðin gerði okfcur ókleift að fylgjast með líð- an hans sem skyldi. Einnig viljum við þakka öilu því góða fólki, sem hann kvnntist í Vestmannaeyjum, sem reyndist honum sannir vinir til síðustu stundar. Biðjum við al- góðan guð að blessa ykkur öll og leiða ykkur og ykkar byggðalag til farsældar um alla framtíð. Svo að síðuistu vil ég kveðja þig kæri frændi með þessurn línum. Ég vil þakka þér fyirir alar góð- ar stundir, sem ég átti á heimiU þínu og Sigrúnar systur þinnar og alla þína tryggð við okbuir öll fyrr og síðar. Bið ég aigóðan guð að leiða þig á sínum vegum um alla eilífð. Vertu í faðmi frelsarans, falinn allar stundir. Vængjaskjóli væru hanis vaktu og isofðu undir. Blessuð sé minning þín. Fanney Gunnarsdóttir. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.