Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Side 19

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Side 19
Af fyrra hjónafoandi SigurSar: Ragna húsfrú á Egilsstö'ðum i Elóa, gift Breini Sigtryggssyni, bónda þar, frá Hallbj arnarstöðum. Freydís húsfrú í Áiftagerði í Mý- vatnssveit, gift Geir KriStjánssyni bónda þar. Heiður húsfrú á Húsavík, gift Sigtryggi Jónassyni, vélgæziu- manni við Frystihús K. Þ. Arnljótur bóndi á Arnarvatni, kvæntur Vilborgu Friðjónsdóttur frá Bjarnarstöðum. Huld húsfrú á Húsavík, ekkja Páls Kristjánssonar bókhaldara hjá Húsavíkurbæ. Sverrir húsasmiður á Akureyri, kvæntur Ingu Björnsdóttur lækni þair. Af hjónabandi Sigurðar og Hólm fríðar: Þóra húsfrú á Arnarvatni, gift Jóni Kristjánssyni bónda þar. Arnheiður magister í ísl. fræð- um, búsett í Reykjavík. Jón vegaverkstjóri á Húsavik, kvæntur Gerði Kristjánsdóttur frá Svartárkoti. Málfríður húsfrú Jaðri, Reykja- dal, gift Haraldi Jónassyni bónda þar. Eysteinn bóndi Arnarvatni, kvæntur Halldóru Jónsdóttur frá Grýtu í Eyjafirði. Ettir lát manns síns brá Hólm- fríður fljótlega búi, og hefur síð- an dvalizt hjá börnunum til skipt- is, ekki til að sitja auðum höndum heldur sívinnandi og uppörvandi. Hólmfríður Pétursdóttir hefur alltaf fylgzt ágætlega með því, sem gerzt hefur í íslenzku þjóðlifi og látið sig varða helztu stefnumál og atburði umheimsins. Hún er lýð- ræðissinni. Öfgamenn í íslenzkum stjórnmálum hafa stundum viijað telja hana til sinna herbúða. Það hafa þeir gert af óskhyggju. Hún er kona frjálslynd í skoðunum, en hins vegar gerhugul og raunsæ, þegar til úrslita kemur og mats á því, sem gera skal í hverju máli. Listunnandi er hún mikill og list Viirk. Hólmfríður hefur mikið starfað &ð félagsmálum. Félagsmál eru henni hugðarefni. Mest hefur hún fSLENDINGAÞÆTTIR unnið að féiagsmálum i samtökum kvenna, — ekki elngöngu heima i sveit sínni heldur fyrst og fremst á breiðara sviði. Hún var forvígis kona lengi í Sambandi þingeyskra kvenna. Átti sæti á þingum Samb. norðlenzkra kvenna og einnig á þingum Kvenfél. sambands ís- lands. Hvar sem hún hefur mætt í þessum samtökum hefur hún lát- ið til sín taka, því áhuginn á umbót- um lýðs og lands hefur verið glað- vakandi alla tíð. Hún er vel máli farin og á auðvelt með að fá áheyrn. Ritfær er hún einnig með ágætum. Þegar húsmæðraskólinn á La.ig- um í Þingeyjarsýslu var stofnað- ur, áttu kvenfélögin í sýslunni mikinn hlut að því. Var Hólmfrið- ur þar í fararbroddi. Hefur hún átt sæti í stjórn skólans frá upp- hafi, — kosin og síendurkosin af Sam-b. Þingeyskra kvenna. Hefur hún alla tíð borið velferð skól- ans fyrir heitu brjósti. Ég hef átt sæti með henni í skólastjórninni í þriðjung aldar. Finnst mér aðdá- anlegt, hve þessi háaldraða kona er enn þrekmikil að bjartsýni og þó um leið íhugul og öfgalaus í skoðunum sínum á málefnum skól- ans og í tillögum sínum um þau. Ég nota þetta tækifæri til þess að votta henni virðingu mína og þakk læti fyrir samstarfið í stjórninni. Hólmfríður er skemmtileg við- ræðu, og mjög glögg á rétta merk- inga orða. Hefur gaman af að brjóta torskilin efni til mergjar. Léttur tónn og hæverskur lætur henni vel. Ekki er hún opinská á sína eig- in innri reynslu, en mun þó vera allnæm á það, sem talið er tilheyra dulheimum. Hólmfríður segir 1 eftirtektar- verðri grein, sem hún ritaði í kvennablaðið „Húsfreyjuna11 (1. tbl. 1962) um Steinunni H. Bjarna- son: „Flestum eldri konum fer svo, að þær kjósa að hafa allt í föst- um skorðum í híbýlum sínum. Umgjörð lífsins er orðin föst og einskorðuð. En Steinunni var ekki svo farið. Fram á síðustu ár átti hún til að gera smábreytingar á híbýlum sínum, færa til stól, myndir eða skrautmuni, setja nýj- an dúk á borð eða annað því líkt. Þetta var andsvar frá sál hennar, sem aldrei lét fjötmst af böndum vanaais". Það, sem Hólmfríður segir hér um vin'konu sína, á líka mjög vel við um hana sjálfa. Andsvarið frá tápmikilli og auðugri sál Hólm- fríðar er svo sterkt, að áleitin bönd vanans frá áttatíu ára ævi fjötra hana ekki. Þetta andsvar ljómar henni líka á brá og yngir svip hennar. IV. „Fjalladrottning, móðir mín“ Þegar mývetnskra manna er minnzt, er varla hægt að gera það, án þess að renna huga til byggðar- innar, sem þeir eru kenndir við, svo mikillar náttúru er hún. Talið er að hvorki í dagdraumum né skýrri vöku íbúanna láti hún þá ósnortna. Sigurður á Arnarvatni ávarpaði sveitina í hinum fleyga byggðar- söng með orðunum: „Fjalladrottn- ing, móðir mín“. En þessi hálendisbyggð býr ekki einungis yfir tignarlegri fjallafeg- urð í umhverfi sínu, heldur einn- ig unaðslegum nálægðartöfrum, eins og skáldið líka getur í ljóði sínu. Þar eru sum gæði torsótt og krefjast táps og fjörs. Búsæld er þar þó margvísleg, þegar eftir er leitað. Og „óðul andans“ hafa ver- ið þar vel setin. Þar hafa verið þjóðkunnir bú- fræðimenn, íþróttaafreksmenn, fé- lagsmálafrömuðir, stjórnmálagarp ar, söngmenningarmenn, rithöf- undar og skáld. Ekki verður annað með sanni sagt, en að mannlíf sveitarinnar hafi verið hinni drottningarlegu ásýnd hennar samboðið. Vitanlega hefur menningin ekki komið af sjálfri sér, þó að aðstaða hafi lyft undir. Tvíburasystkinin, Jón Gauti á Gautlöndum og HóLmfríður á Arn- arvatni hafa átt ríkan þátt í þessu mannlífi á sinni tíð. Þau verða áreiðanlega á spjöldum sögunnar talin í hópi mætustu og mikilhæf- ustu þegna „fjalladrottningarinn- ar“. Ég leyfi mér að votta þeim báð- um virðingu og þakkir, — og árna þeim heilla. Ósk-a þeim góðr- ar heilsu og — ef hún gefst — margra æviára til viðbótar hinum áittatíu. Karl Kristjánsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.