Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 14
MINNING ! Alexander Árnason i < bóndi frá Kjós í Árneshreppi Fæddur 6. ágúst 1894. Dáinn 11. febrúar 1970. í dag verður til moldar borinn einn af vinum mínum, Alexander Árnason bóndi frá Kjós (og síðar Djúpavík) Árneshreppi í Stranda- sýsliu. Hann fæddist 6. ágúst 1894 að Saurum í Laxárdal Dalasýslu, for- eldrar hans voru Björg Jónsdóttir og Árni Júlíus Alexandersson (Strandasýslu). Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sín- um til Hrútafjarðar, og dvaldist þar á ýmsum bæjum, fyrst sem barn og síð_.r sem vinnu- og kaupmaður eins og gerðist í þá daga, þar til menn hófu búskap á eigin spýtur. Árið 1919 fluttist Alexander til Reykjarfjarðar í Árneshreppi og gerðist ráðsmaður þar hjá Þórarni Söebék (eiganda jarðarinnar), ári iseinna fær hann (4 part jarðarinn ar til ábúðar fyrir sig. Þann 30. júlí 1921 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Sveinsínu Ágúst- dóttur Guðmundssonar frá Kjós í sama hreppi. Þau hjónin bjuggu svo áfram í Reykjafirði. Árið 1926 tóku þau hálfa jörðina til ábúðar og fojuggu þar til ársins 1933 eða í 13 ár, en þá flytja þau að Kjós (æskuheimili Sveinsínu) og búa jþar til ársins 1946, að þau byggja sér Íbúðarhús í Djúpavík og flytja tþangað, en halda jörðinni áfram í áfoúð og foafa búpening áfram, þar til nú fyrir síðustu jól, að þau flytja til Reykjavíkur, var þá heils- an biluð og ekkert öryggi í lækna- málum norður þar, sem og ekki íhafa verið nú um margra ára bil. | Hann lézt í Landsspítalanum 11. fefor. eftir stutta legu þar, en van- ifoeilsu síðustu ára, eins og svo [ margur má þola á hans aldri, sem tþurfti að vinna hörðurn hömdum og glíma við, án allrar tækni, ó- blíða náttúru erfiðar samgöngur og bera án bóta alls konar erfið- leika sem stöfuðu af válegum ár- ferðum ísa og vinda, svo bóndinn varð að treysta á eigin líkams- hreysti með aðstoð „þarfasta þjóns ins“ (hestsins) eftir því sem við varð komið hverju sinni. Þau hjónin eignuðust 4 mann- vænleg börn, sem öll eru á lífi og gift. Sigurbjörg húsfreyja að Krossnesi, Ágúst Jóhann iönaðar- maður í Kópavogi, Skúli fram- kvæmdastjóri á Hellissandi og Alda húsfreyja í Tanganesi í Fnjóisfcadal. Alexander átti sæti í hreppsnefnd Árnes- hrepps um áraskeið, einnig var hann gangnastjóri fyr- ir suðurhluta hreppsins í tugi ára, og gegndi ýmsum fleiri trúnaðar- störfum fyrir hrepp sinn, hann var traustur og öruggur í starfi og hvers manns hugljúfi er tl þekktu, kátur og spaugssamur í vinahópi, ©n þó maður alvörunnar þegar við átti. Eins og áður er sagt byggði hann snoturt og gott hús í Djúpa- vík og fluttist þangað 1946, en hélt þó foúskapnum áfram. Hafði hann kindur og hesta 1 Kjós, en kýrnar 1 Djúpa- vík, þar af leiðandi flutti hann hey á hestum til Djúpavík- ur. Sem dæmi um hve foarngóður Alexander var, blasti oft sú sjón við að þrátt fyrir önn dagsins var hann að reiða 2—3 börn og annað eins foeið eftir næstu ferð, enda virtur og dýrkaður af þeim að verðleikum. Ég sem þessar línur skrifa kom oft á heimili þeirra hjóna, þar sem ávait ríkti gestrisni og alúð. Alexander átti gott heim- ili, sem kona hans fojó honum. Þar fór saman dugnaður, þrifnaður og stjórnsemi og kunni hann vel að meta það. Hjónaband þeirra var gott, bæði samhent um búsýslu alla ásamt uppeldi barnanna, enda uppskeran eftir því: vel heppnuð börn og fjár hagslegt sjálfstæði. Góði vinur, ég er þess fullviss, að handan landamæranna miklu bíður þín beinn og bjartur vegur. Við hjónin og ekki hvað sízt börn okkar, þökkum þér fyrir allar sam verustundir, er við urðum aðnjóí- andi, með þér á lífsleiðinni, og rnimna okkur á að hér er fcvadd- ur drengur góður. Við færum eftirlifandi konu hans og börnum ásamt öðrum ás|- vinum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og foiðjum guð að veita þeim huggun og styrk í harmi. S.P. 14 (SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.