Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 18
í jallskil og afréttarmál 1959—‘61“.
Hér er auðvitað mörgum smáum,
en þó tímafrekum þegnskapar-
störfum sleppt í upptalning-
unni. Hún sýnir samt mjög greini-
lega þá miklu tiltrú, sem maður-
inn hefur notið í sveit sinni og
héraði. Þar hefur þó enginn hörg-
ull verið á hæfileikamönnum til
nefndarstarfa.
Jón Gauti hefur til að bera flest
það, sem nefndarmann má prýða
Hann er ágætlega vel að sér, —
einkum í hagfræðilegum og sögu-
legum eínum. Áhugasamur og sam
vizkusamur gagnasafnari og rökvís
í hugsun. Skýrslugerðarmaður
ágætur, formslyngur á því sviði,
gengur fallega frá, — þar með tal
in rithöndin.
Hann er umbótamaður að lífs-
skoðun. Ritfær vel, eins og rit-'
gerðir hans í blöðum og tímarit-
um sýna, svo og bókin: „Saga Kaup
félags Þingeyinga,“ er hann samdi
og út kom 1942. Ræðumaður er
hann djarfur og skilmerkilegur.
Gáfur Jóns Gauta hneigjast
mjög að raunsæi og hagfræðileg
um viðfangsefnum. Sá maður
hefði áreiðanlega getað konúzt
langt í þeim fræðum, ef hann
hefði helgað sig þeim með skóla-
göngu og sérnámi.
Ég sakna þess að hann skyldi
ekki gera þetta? Og þó? É-g tek
orð mín aftur, vegna þess hve mik-
ilsverður maður hann hefur verið
á sínum stað eins og hann er.
Hins vegar á Jón það einnig til,
þegar svo ber undir og við á, að
bregða fyrir sig rómantík, og
skoða tilveruna í litbrigðum, sem
eiga lítið skylt við hina hagfræði-
legu „köldu speki“, en fara líka
nærri réttu fyrir lífið.
Mér kom þetta fyrst mjög á
óvart. En það sýnir að vegir vel
gefins manns geta legið til „ým-
issa átta.“
Hefði ekki verið þarft og
skemmtilegt, ef Jón hefði helgað
sig athugun og túlkun þessara lit-
brigða, til þess að opna augu ann-
arra fyrir þeim og fegurð þeirrg?
Jú, að vísu. En við höfum enga
ástæðu — þrátt fyrir þetta — til
annars en vera þakklátir þeim
Jóni Gauta, sem við höfum haft á
meðal okkar.
Við Jón Gauti Pétursson höfum
átt allmikið saman að sælda. Mér
hefur verið það bæði til ánægju
og þroskandi ávinnings að kynn-
ast honum oig hafa samvinnu við
hann. Oftast höfum við haft mál-
efnalega samstöðu. Ágreiningur
okkar á milli hefur aldrei staðið
iengi. Og engan mann þekki ég
Jóni fremri að breinskilni og
drengskap í deilu eða lausari við
að tala tveim tungum, —annarri
hér og hinni þar.
Jón Gauti Pétursson rak eigin
búskap á Gautlöndum í rúm 40 ár.
Seinustu árin af þessu tímabili
mun þó Böðvar sonur hans hafa
verið búfélagi hans, enda Böðvar
aðalvinnukrafturinn við búrekstur
inn lengi.
Nú býr Böðvar Jónsson á Gaut-
löndum I vænu búi. Er það Jóni,
án efa, mikið ánægjuefni, svo annt
sem honum er um bændastéttina
og ættaróðal sitt.
Jón Gauti Pétursson hafur jafn-
an verið sívinnandi maður og
kappsfullur við verk, hvort sem
voru búverk eða pennastörf og fé-
lagsmálaannir. Til þess var tekið,
hve hann gekk hart að stritverkum,
þegar hann þjáðisf af hinu háska-
lega fótameini um tugi ára.
Þótt Jón sé nú áttræður orð-
inn, hvílir hann ekki „á værðar-
dúni um daga“. Enn sinnir hann
ýmsum félagsmálastörfum. Fáir
hygg ég að leggi meiri áherzlu á
að fylgjast með því, sem er efst
á baugi í m-annfélagsmálum. Og
þó að hann sé ekki lengu-r skráð-
ur bóndi á Gautlöndum, er áhugi
hans á búskapnum þar ennþá
brennandi.
III.
Hólmfríður Pétursdóttir.
Hólmfríður þótti snemma
afbragð kvenna. Hún var gáfuð,
atorkusöm og glæsileg. Skilst mér,
að ýmsum hafi fundizt hún hafa tií
að bera valkyrjuþokka í beztu
merkingu þess orðs.
Þegar hún kom frá gagnfræða-
náminu á Akureyri, tók hún við
heimilisforstöðu hjá föður sínum
að ákveðnum tilmælum hans.
Ekki er ólíklegt að henni — á
þeim al-dri, sem hún var — hafi
fundizt með þessu verkefni vera
stýfðar flugfjaðrir sínar.
Hólmfríður kvað hafa gengið
með miklu tepruleysi og ósérhlífni
að ráðskonustörfunum á búi föður
sín-s. En jafníramt leitaði hún sér
í tómstundum með bóklestri víð-
tækrar þekkingar, ekki sízt á sviði
skáldskapar og annarra lista. Enn-
frernur lagði hún nokkra stund á
hannyrðir og þjóðlegan heimilis-
iðnað. Léku henni þau verk í hönd-
um, — var svo um ma-rga í móður-
ætf hennar.
Þegar Jón Gauti, bróðir Hólm-
fríðar kvæntist, hætti hún búsýs-1-
unni á Gautlöndum og lagði með
nærgætni innanbæjarvöldin að
fullu í hendur mágkonu sinnar,
Önnu Jakobsdóttur. í þessum svif-
um dvaldist hún að miklu leyti
tvo vetur og hluta af sumri á fsa-
firði og í Reykjavík, — og svalaði
þá I ríkum mæli listhneigð sinni,
fróðleiksþorsta og félagsmála-
áhuga. En þessir frjálsu dagar Iiðu
flugh-ratt.
í júlí 1918 giftist Hólmfríður
skáldinu Sigurði Jónssyni bónda á
Arnarvatni, sem misst hafði fyrri
konu sín-a, Málf-ríði Sigurðsjrdótttur,
árið 1916 frá 6 börnum þei-rra,
— hinu elzta 13 ára, en því yngsta
á fýrsta ári.
Hólmfríður og Sigurður gifta
sig í Reykjavík og fóru síðan með
fríðu föruneyti á -góðhestum í há-
sumardýrð norður yfir hálendið,
Sprengisandsleið, heim í Arnar-
vatn. Þótti mikil reisn yfir þeirri
brúðarför og skáldleg róma-ntík,
sem hæfði vel.
Á Arnarvatni beið Hólmfrxðar
það mikla hlutverk og vandasama
að ganga sex börnum í móðurstað.
Koma aðvífandi og taka skyndilega
í sínar hendur húsmóðurstjórn á
fjölmennu hei-mili, sem var saman-
sett af ósamstilltum kröftum
hjúa, — og margbýli. Stríða við
fremur þröngan efnahag, þar sem
gestkomu-r voru miklar, því hús-
bóndann þurftu margir að fmna
bæði úr nágrenni og fjarlægð —
og þjóðvegurinn lengst af um
hlaðið. Sjálfur var húsbóndinn önn
um kafinn, og oft að heiman vegna
fólagsmálasta-rfa. Ennfremur að
sjálfsögðu löngum hugtektnn af
viðfangsef-num skáldgáfu sinnar.
Sjálf eignaðist Hólmfríður 5
börn á tólf árum, svo þau urðu
ellefu börnin, sem þurftu á forsjá
og umhyggju hennar að halda. Það
var almannarómur, að hún gerðl
aldrel mun eigin barna og stjúp-
barna, — og þó sízt eigin börnum
ívJL
Við þessar aðstæður gekk Hólm-
fríður Pétursdóttir undir þungt
manngildispróf með þeim árangri,
sem sýnir, að hún er mikil kona,
Árið 1948 misstl Hólmfríður
mann sinn eftir hart dauðastríð.
Þá voru öll börnin uppkomin, en
þau eru:
18
fSLENDINGAÞÆTTIR