Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 29
J>ví a<5 ihann yar oft fylgdarma'ður föður síns í emtoættisferðum hans. Við þessi auknu kynni bættist og það, að fjölfarið var á vetrum, er sleðaferðir til Biönduóss voru tíð- ar, vegna vöruflutninga, þótti gott að koma við í Steinnesi og hvíla hesta sína, brynna þeim og fóðra og þiggja veitingar húsráðenda. Var ekki til sparað er Ólafur bar hey fyrir hesta okkar. Séra Bjarni var gáfumaður og viðræðugóður svo af bar. í hverri ferð, sem kom- ið var að Steinnesi, fórum við það- an glaðir og ánægðir og betur und ir það búnir að þola þótt kalt væri í veðri og frosthart. Heima í Steinnesi er dásamlega failegt útsýni og vítt til veggja til útsýnis, Vatnsdalsá hlunnindagóð rennur meðfram túninu með hæg um straumi, oft eins og silfurband um grænt landið, norður í Húna- vatn. Em aústan árinnar eru hinar víðáttumiklu áveituengjar, sem kallaist „Eylendi" og skiptist til margra jarða. Þar tilheyra Stein nesi 70 hektarar af véltæku áveitu engi. Mér þykir eigi ólíklegt að 0M- ur hafi orðið nokkuð mótaður af þeirri fegurð, er umhverfið bauð. og það hafi einnig aukið honum kapp í hug, að sjá þa framtíðar- möguleika til búskapar, er hann sá í nágrenni við sig. Má vera að sá draumur nafi komið fram, er hann hugsaöi hátt og keypti höf- uðbólið Brautarholt. Haustið 1910 fór Ólafur til náms að Hólum í Hjaltadal, og lauk námi þar vorið 1912. Ég fór þang- að ári síðar og kynntist því Ó’afi náið. Má fullyrða, að hann var þar sem konungur yfir okkur, þó ó- krýndur væri. Var bæði hið Wýja viðmót og virðuleg framkoma, sem skapaði honum vinsældir og traust. Hann varð sökum þess að bæta því á sig að vera fram- kvæmdastjóri matarfélags skóla- pilta, sem var mikið aukastarf og vandasamt því að skólapiltar voru þann vetuf mær 50. Þurfti tals- vert lag og gætni líka í því að vera í húsbóndasæti í matsal og skapa þá kurteisi, er þarf að rækja þar .Þetta aiít leysti Óiafur vel af hendi, og fór frá Hólum heim í Steinnes með vaxandi virð- ingu og manndómi. Fjórum árum síðar fór Ólafur til búfræðináms i Danmörku í 1 ár, og kom heim í Steinnes að því loknu., Þó eigi sé það stórvægilegt í lifssögunmi, þá vil ég enn sýna fleiri myndir úr heimahögum Ól- afs. Sveitirnar Þing- og Vatnsdal- ur er eitt upprekstrarfélag_ fyrir fénað á Grímstunguheiði. Átti því Steinnesbúið að senda fjallleitar- menn þangað að tiltölu við bú- stærð. Fóru þeir Steinnesbræður oftast þessar ferðir, en þó Ólafur oftast. Mér finnst ennþá skemmti- legt að minnast þessara ferða með Ólafi, glöðum félaga og duglegum í erfiðleikum ef svo bar undir — það á sína sögu. Við fórum nokkrar ferðir saman í 6 daga göngur suður yfir Stórasand á- samt öðrum leitarferðum. Á þessum árum er Ólafur í Steinmesi farinn að taka drjúgan þátt í félagsmálum 1 sveit sinni og héraði, og sýnir þá að hamn mun vel til höfðingja fallinn og forystu, enda þá valinn til ýmissa starfa í félagsmálum. Vorið 1918 hóf hann búskap á Akri í Torfulækjarhreppi, þessari sömu jörð er föðurafi hans, Páll Ólafsson hreppstjóri, sat lengi. Ak- ur er góð og falleg jörð með mikl- um veíðihlunnindum og ágætu ræktunarlandi — en þá vantaði hinar stórtæku vélar, sem nú und- irbúa ræktunina. Allt fór þá á hægagangi hjá okkur Húnvetning- um, með ræktun og umbætur sem víðast annars staðar. Þá var um svipað leyti að hefjast stórbylting vélvinnslu í jarðrækt í mágrenni Reykjavíkur og fyrirsjáanlega betri sölumöguleikar búsafurða þar á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel vafalítið að þessar óliku aðstæður hafi nokkuð ráðið því að hinn ungi og dugmikli bóndi á Akri vildi búa sér framtíð við þessax aðstæó- ur, er bújarðir í nágremni Reykja- víkur höfðu þá. Því brá hann á það ráð árið 1923 að kaupa höf- uðbólið Brautarholt á Kjalarnesi og flutti þangað sama ár. Þetta var svo stórt átak fjárhagslega miðað við þá tírna, að bæði þurfti kjark til þess og trú á framtíð lamdbún- aðar á íslandi. Þetta hafði Ólafur bóndi hvoru tveggja í eigin brjósti. Mér þykir nú á þessum tímamótum, þegar ævistarfinu er lokið hjá þessum góða bónda í Brautarholti, gott að minnast þess, að hann var íslenzkri gróðurmold gagnlegur í samstarfi og hafði þann metnað vegna landbúnaðar- ins að hann valdi sér stöðu fram- arlega í fylkingu bæridanna með lífsstarfi sínu og áhugu. Við Húnvetningar soknuðum Ó1 afs er hamn færði búsetu sína, því að hann var þá orðinn í fvemri bænda röð, en okkur þót.ti þó gott til þess að 'nugsa að húnvetnskur bóndi legði undir sig Brautarholt á Kjalarnesi. Vel farnaðist Ólafi < þvi, er hann seldi Jóni Pálmasyni Akur árið 1923, Það var góður kapítuli i sögu Húnvetninga. Ég held það sanni líka, hversu störf Ólafs reyndust oft vel á hans löngu hisbraut. Eg hef í þessari stuttu minning argrein sent kveðjuorð — brugðið upp nokkrum myndum frá upp- vexti og þroska Óiafs Bjarnason- ar í Húnaþingi og læt hér stað- að numið, er hamn flytzt á Xjal- arnes. Þó vil ég að nokkru minna á hversu gæfan brosti við honum, er hann kvæntist Ástu Ólufsdóctur 1 prests í Hjarðarholti. Það voru svo fallega samvalin hjón, bæði að glæsileik, virðiúegri og hlýlegri framkomu. Þeirra samstarf og heimili hefur líka borið þess góð an vott, að þau voru af góðu bergi brotin, og höfðu fengið gott upp- eldi og þroska í heimanfylgju. Ég við að síðustu segja þet.ta: Ég er þakklátur lifinu fyrir að hafa kynnzt æsknheimni Ólafs og vináttu hans og manndómi, og ennfremur því að hafa kynnzt hinu fallega heimili þeirra hjóna, börnum þeirra og árangursríku ævistarfi. Ágúst B. Jónssou. t ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.