Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 4
MINNINC Guðlaugur M. Ólafsson, bóndi Guðnastöðum í Austur-Landeyjum Guðlaugur Magnús Ólafsson íæddist í Dalseli undir Eyjafjöll- um 18. nóv. 1893, sonur hjónanna ólafs Ólafssonar og SigrícSar Ólafs- dóttur, sem þar bjuggu þá. Hann fluttist með þeim að Eyvindarholti í sömu sveit, sex ára gamall, ólst síðan upp hjá þeim og vann þeim ó myndar- og umsvifaheimili í stór- um systkinahópi, unz hann kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Júlíu Jónasdóttur frá Hóhnahjáleigu í A.-Landeyjum, 28. júní 1926. Sama vor byrja ungu hjónin btiskap að Guðnastöðum í Austur Landeyjum, og búa þar til vors 1969, er þau láta jörð og bú í hendur Ragnari, syni sínum. Guðlaugur andaðist á sjúkrahúsi Selfoss, 15. marz síðastliðino, eftii rúmlega eins árs veikindastríð. Hann var kvaddur í Iírosskirkju 21. marz að viðstöddu fjölmenni. Þannig er lífshlaup Guðlaugs í sem fæstum orðum. Skólaganga Guðlaugs l æsku tak- markaðist að mestu af því sem menningarheimili foreidra hans veitti, svo sem algengast var á þeirri tíð. Sá skóli reyndist hon- um haldgott veganesti, traust und- irstaða, sem góð greind og lífs- reynsla byggðu svo jafnt og þétt ofan á, ævina út. Guðlaugur var fremur smár vexti, kvikur og snöggur í hreyfingum, framúr skarandi iðjusamur og þolinn til vinnu, verklaginn snyrtimaður, sem vannst ótrúlega vel, þótt hann væri efeki sérstakur burðarmaður. Eitt mesta gæfuspor Guðlaugs var tvímælalaust, er hann kvænt- ist Júifu Jónsdóttur, samhentari hjón get ég tæpast hugsað mér að til séu, gagnkvæm ást og virðing geislaði allt umhverfis þau og höfðu þau þannig mannbæt- andi áhrif á umhverfi sitt. Saga annars, úr því er saga beggja. Þau voru mjög barngóð og tóku allir þeir, er hjá þeim dvöldu, órofa tryggð við þau. Er ungu hjónin hófu búskap á Guðnastöð- um, fátæk af öllu öðru en bjart- sýni, trú og von, virtist framtíðin biasa við, en fyrr en varði dró ský fyrir sól. Fyrsta barn þeirra hjóna, efnisstúlka, dó á fyrsta ári. Þetta var þeim mikil lífsreynsla og hafði djúpstæð áhrif. Að öðru leyti má segja, að barnalán þeirra sé fágætt. Börn þeirra eru: Ragn- heiður f. 23.4. 1927, dó á fyrsta ári. Jónas f. 21.4. 1929, rafveitu- stjóri í Hafnarfirði, kvæntur Dóró- theu Stefánsdóttur. Sigríður f. 23. 1. 1931, gift Ingólfi Majassyni arki- tefet, Reykjavife. Ólafur f. 7.2. 1933 tæknifræðingur á Álafossi. Ragnar f. 5.5. 1934, bóndi á Guðnastöðum. Ingibjörg Jóna f. 27.3. 1940, gift Sturlu Einarssyni trésmíðameistara Reykjavík. Guðlaugur kynntist í æsku bæði U.M.F.dvreyfingunni og Samvinnu- hreyfingunni. Segja má, að báðar þessar stefnur hafi mótað mjög lífsskoðanir og lífsferil hans úr því. Hin mikla bjartsýni og framfarahugur U.M.F. ásamt ótakmarkaðri trú á landið, lýsir sér í öllum störfum og athöfnum Guðlaugs. Hann skeytti ekki um að hirða daglaun að kveldi, heldur að skila jörð og búi betra til framtíðarinnar, enda varð smájörðin í höndum hans að höfuðbóli. Samvinnumaður var hann ein- lægur, bæði í einkalífi og út á við. Betra dæmi um Samvinnuhug- sjón í framkvæmd en Guðnastaða- fjölskylduna, þekki ég ekki, þar lögðust allir á eitt, hver fjölskyldu meölimur sikildi ná sem mestum þroska. Það er mikið happ hverju sveitarfélagi að eiga slíka þegna innan sinna vébanda, framfarasinn aða, trausta félagsmenn, sem kunna fótum sínum forráð fjár- hagslega. Nú, þegar við vinir og sveitungar kveðjum Guðlaug með virðingu og þökk, óskum við eftir- lifandi eiginkonu hans þess, að trúarstyrkur hennar ásamt minn- ingu um góðan mann, megi létta henni sporin til framtíðarinnar. Magnús Finnbogason. t 4 ISLENDINGAÞÆTTIR í

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.