Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 14
MINNING GUÐJÓN M. ÓLAFSSON FYRRVERANDI BÓNDI Fæddur 4. júní 1888. Dáinn 14. apríl 1970. I ÍÞað verður enginn héraðsbrest- iur né stjórnarráðstafanir þótt ald- inn bóndi hafi gengið sína hinztu göngu og hespað hurðum að baki sér. Hans ævistarf var lokið. Hjörð j sinni hafði hann sleppt í frelsi j fjallanna og gróanda vorsins. Var j þar frá öllu vel gengið, heilshugar I af trúmennsku og samvizkusemi. Ástrík eiginkona var farin. Eftir lifandi börn í traustum vináttubönd um maka og barna. Þar sem trú- mennska og kærleikur ríkir er vel fyrir öllu séð. Guðjón fæddi t að Þórustöðum í OBitru þ. 4. júni 1888. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Magnús- son bóndi og kona hans, Elísabet Einarsdóttir bónda í Snartartungu (Mn var síðari kona hans), Þórð- arsonar og k.h. Guðrúnar Bjarna- dóttur bónda á Þórustöðum. Guð- jón var næst yngstur 6 systkina Þá þótti það vel farið, er fjöl- skyldan gat sameiginlega unnið að framtíð sinni, þar til þau stofnuðu sjálf heimili. Það varð því vinnu- i vettvangur hans er hann þroskað- ist og gat lagt hönd til starfsins og fráleik til umsýslu. 'Hann mun lítt hafa notið bók- j legra kynna fram yfir það, sem j heimilið veitti og þá var krafizt, er var við neglur skorið. Hann varð, sem margir samtíð- (anmenn hans að klæðast þeim þíönga étakiki er þeim var skor- i ínn og markaði framtíð þeirra. í>áu faðirinn og móðirin veittu bornum sínum þá lífsskoðun, er Tím hafði reynzt mestur og bezt- þrkugjafi, trúna á landið, trúna "*Jálf sig og trúna á guð. Þar hc-imanmundur systkinanna fíá Þórustöðum. JEinar bróðir Guðjóns var 13 ár- um eldri. iflann fó? að búa í tví- byll við foreldra þðfirra. Vann þá Guðjón að búi foreldra sinna. 1911 hætta þau búskap og dvelja hjá sonum sínum elliárin. Þá er Guð- jón kvæntur Margréti Gísladóttur Gunnlaugssonar b. á Bakka í Geira dal. (Þeir bræður voru svilar). Sambýli þeirra er til 1929, er Ólafur Einarsson og kona hans, Friðmey, taka við búi föður hans og er því framhaldið til 1939, er þau Guðjón og Margrét bregða búi og flytja til dóttur sinnar og tengdasonar að Gautsdal í Geira- dalt Munu fá dæmi þess að jafn fjöl- menn fjölskylda hafi búið sama.n um svo langan tíma og þess geng- ur enginn dulinn, sem kynnzt hef- ur að þar er einlæg og traust vin- átta og að þar hefur ríkt gagn- kvæmur skilningur á stöðu þess í sambýlinu. Andi sá er sveif yfir fjölskyldum Þórustaðaheimilis- ins og sem verður vart við í um- mælum þess, að einum hleif og einni málnyt hafi verið skipt jafnt milli eigin barna og systkinabarn- anna. Aðaleign og atvinnuvegur Guð- jóns var sauðfjárbúskapur. Þóru- staðir eru álitin góð jörð að land- rými og landgæðum, einkum er hagsýni og dugnaður fjárgæ/iu- manna var fyrir hendi. Guðjón hafði lært þetta og fylgdi því þeirri góðu dyggð, að hafa nóg fóð ur og nota vetrarbeitina framan af vetrum. Hann átti vænt og afurða- gott fé. Er Guðjón flytur að Gauts- dal varð hans vetrarstarf fjár- mennska. Hjónaband þeirra Guðjóns og Margrétar varð langt og hamingju samt. Hún andaðist 1966. Börn þeirra voru: Jónína Ragn- heiður, gift Grími Arnórssyni bónda á Tindum. Ólafía Elísabet gift Ingólfi Helgasyni f. bónda í Gautsdal. Búsett á Akranesi. Gísli Eristján, dáinn, var kvæntur Unni Rögnvaldsdóttur, kennslukonu. Bjarni smiður, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur, búsett í Reykjavík. Jón rafvirki, kvæntur Arndísi Jón3 dóttur, búsett í Reykjavík. Heimanmundur hinnar yngri kynslóðar var sama eðlis, sem for- eldranna og hefur orðið henni giftu ríkt brautargengi. Guðjón andaðist í sjúkranúsinu á Akranesi. Guðjón var skemmtinn í viðræð um, hispurslaus, áfcveðinn í skoð- unum. Þótti kært að minnast lið- inna sagna og atburða. Hann var tillitssamur í sambýli og samstarfi. Aufúsugestur frændum og ná- grönnum. En mestur var hann fjölskyldu sinni, eiginkonu, börn- um, nánustu ættingjum og tegda börnum. Því er nú hins ástríka föður og trausta vinar minnzt með fögnuði og þakklæti.Þess skal ávallt minnzt .Kunningjar og vinir þakka góð kynni og skemmtilega samfylgd. Guðbr. Benediktss m. 14 iSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.