Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 26
ingsmanna, sér eldri að árum og ríkari að reynslu og nafngreindi marga. — flann taldi þær stundir sér einna minnisstæðastar og lær- dómsríkastar frá þeim tíma ævi sinnar. Hér verður ekki getið þeirra mörgu sem í erfiðleikum leituðu hollráða hjá Eyjólfi — og nutu hjálpar hans. í minningargrein um Eyjólf, en hann lézt 26. marz 1941, lét Bogi Ólafsson, menntaskólakennari svo um mælt: „Ég mun' alltaf minnast Eyjólfs Eiríkssonar, þegar ég heyri góðs manns getið“. Eyjólfur lézt rétt fyrir ferming- ardag Oddnýjar en Margrét hafði þá lokið námi i Verzlunarskóla ís- lands. — Þung ábyrgð hvildi þá á ungum herðum þeirra systra. En fjölskyldan var vön að standa sam- an. Þær reyndust móður sinni sá stvrkur, sem hún þurfti til þess að viðhalda heímilisbrag þessa stóra heimilis, sinna gestakomu — jafn- framt þvi að vinna utan heimilis- ins að námi loknu. ' Á heimilinu voru þá þrjár eldri systur Ólínu, Kristín, Ingibjörg og Sigríður sem dvöldust allar yfir 40 ár hiá henni. — Þá var eldri bróðir Ólínu. Jón, hjá henni síðari æviárin. — Einnig fóstursonur, Gunnar Rasmusen, sem lézt 1947. Kristín, Ingibjörg og Jón dóu í hárri elli. Þær systurnar þörfnuðust stöð- ugrar umönnunar síðari árin, en Ingibjörg var lengi blind. — Ólina sýndi systrum sínum umhyggju með þeirri hjartahlýju, nærgætni og ástúð að maður hrærðist af gleði við að horfa á þá fegurð i mannlífinu. Aldrei kom til álita að þær systur færu út af heimilinu — né að þær yrðu samfélaginu hyrði. Ólína fluttist úr Hafnarstræti 16, 1965, eftir að hafa verið þar um hálfa öld, á heimili dóttur sinnar Margrétar að Háaleitisbraut 51. Með henni fluttu þangað systur hennar Kristín, sem lézt 1. októ- ber 1965, og Sigríður, sem lifir Ólínu og reyndist henni mikill styrkur síðasta árið. Sú ákvöíðun Margrétar að hafa hjá sér móður slna og tvær móð- ursystur ber ættareinkennin „kostaríka fjölskyldutryggð“, sem Pétur Ottesen taldi einkenna Mó- fellsfólkið. Þegar Ólína Jónsdóttir er kvödd verður tæplega hjá því komizt að geta um þann skerf sem hún og maður hennar Eyjólfur lögðu af mörkum til verndunar söguverð- mæta í höfuðborginni. . Hús þeirra hjóna, Hafnarstræti 16, er að stofni til frá 1792. Það hefur því lifað byltingu Jörundar og atburði síðan. Á nítjándu öldinni átti Hafnar- stræti 16 fjölþætta athafnasögu m. a. var þar Hótel Alexandra, þar hóf búskap um miðja öldina þjóð- skörungurinn Benedikt Sveinsson, faðir Einars Benediktssonar. — Á 20. öldinni voru þar fyrstu höfuð- stöðvar Eimskipafélag íslands „óskabarns þjóðarinnar“ — og lög fræðiskrifstofur fyrsta forseta lýð- veldisins. — Á fyrri hluta aldar- innar var almennur skilningur á sögulegum verðmætum í Reykja- vík takmarkaður — en á þeim tíma höfðu Ólína og Eyjólfur næma tilfinningu fyrir þeim og héldu því við húsinu, eftir föngum í því formi, sem það var þegar það kom í eigu ættarinnar í trú á að áhugi ykist fyrir söguminj- um borgarinnar. Jóladag s.l. lézt á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, Steinunn vinkona mín. Hún fæddist í Þórukoti i VTði- dal 28.4. 1889 dóttir Bene- dikts Björnssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Þegar hún var 18 ára, fékk hún mislingana og var blind í eitt ár. Svo fékk hún sjón- ina aftur, en varð aldrei jafn góð. Árið 1931 fór hún til Eysteins í Hrísum, því að þá var hann bú- inn að missa konuna sína. Tók hún þar við börnunum og annaðist bú- ið og reyndist börnunum sem bezta móðir. Það var mikið fyrir hana, því þá var hún orðin fötl- uð á hendinni eftir berkla, sem voru þá algengur sjúkdómur. Árið 1942 fluttust þau Eysteinn og Steín unn til Hvammstanga og bjuggu þar meðan heilsa entist í litlu húsi, en fóru síðan á ellideild sjúkra- Hinn vaxandi áhugi höfuðborg- arinnar á _ síðustu árum á sögu sinni var Ólínu sérstakt fagnaðaf* efni — enda er það ánægjulegt menningartákn. — Framlag þeirra hjóna Ólínu og Eyjólfs á þessu sviði verður efalaust metið enda er talið að Hafnarstræti 16 sé eitt af merkustu söguverðmætum borg- arinnar. Á kveðjustundinni er efst 1 huga góðvild, tryggð og traustleiki Ólínu Jónsdóttur, en þeir eigin- leikar hafa jafnan verið hornstein- ar bændasamfélagsins íslenzka, sehi hún á rætur að rekja til. Með hjartahlýjum og fórnfúsum verkum mótaði hún mikla mann- lífsfegurð, sem verður hennar fólki varanlega dýrmætur fjársjóð ur. Ólína er lögð til hinztu hvildar umvafin hljóðlátum þakkarbæn- um vina, ættingja og ástvina: syst- ur, dætra, barnabarna og tengda- sonar, sem biðja henni blessunar hússins, þar sem ég kynntist fyr.st Steinunni. Steinunn var mjög myndarleg og vel skynsöm kona. Hún var hrein og bein og hafði mikið skap, en var afar góð við þá, sem bágt áttu. Það sást bezt, þegar þú tókst börnin að þér. Enda sá ég það oft, þegar Sölvi Eysteinss. var að heim- sækja þig á elliheimilið. Hann kunni að meta það, hvað þú reyndist honum vel, enda varstu börnunum sem bezta móðir. Ég man eftir því, þegar ég var á sjúkrahúsinu, livað var gaman að tala við þig. Enda kom ég oft inn til þín. Þú varst svo hressileg og hrein og bein. En blómin fölna og deyja. Eins er það með okkur. Á jóladaginn gékkstu inn í jóla- gleðina í öðrum heimi. Þar bíða þín verkefni ékki síður en hér. guðs. Jóhannes G. Helgason. —migiwiairigMi Steinunn Benediktsdóttir Hvammstanga 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.