Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 5
MINNIN JÓN GUNNARSSON, HOFI Mér kom fráfill Jóns Gunnars- sonar dálítið á óvart. Vissi þó, að liann hafði verið he'isutæpur síð- ustu árin. Fyrir nokkrum árum leitaði Jón sér heilsubóta til Reykjavíkur og sneri þaðan heim hressari. Glaðlegt viðmót hans gaf til kynna, að enn væri ekki allur dagur úti. Jón fæddist að Hofi í Fellahreppi, annan dag febrúar ár ið 1903. Átti aldrei annars staðar heima frá vöggu til grafar. Hann andaðist 5. nóvember s.l. og var grafinn heima að Hofi. Foreldrar Jóns voru Gunnar Jónsson, bóndi að Hofi og Stein- unn Árnadóttir kona hans frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Hefur föðurætt Jóns búið að Hofi, minnsta kosti á annað hundrað ár. Systkini Jóns voru þrjú, Guðfinna, Björn og Sigurveig. En Sigurveig andaðist á seytjánda ári. Á upp- vaxtarárum Jóns, leituðu fáir ung- lingar sér menntunar í skólum. Skólar fáir i sveitum sem vitað er. Skyldunám barna til fullnaðar- Pfófs, varð fjölda unglinga eina skólagangan. Nemendur í lífsins- skóla, urðu allir að vera, er þroski °g aldur náðist, hver eftir sínum haefileikum. Þetta var óskráð skyldunám, hvers ungs manns og konu á islandi, þá og lengur. Sam- ferðafólkið var prófdómarinn, einkunnir þó sjálfsagt misjafnar, sem oftar. Óliætt er að segja, að ^ilir sem eitthvað kynntust Jóni Hunnarssyni, gáfu honum góða einkunn, á óskrifuðu blaði daglegs hfs. Óþvingað og hressilegt við- •Pét, bar Jón ávallt með sér, sem er mjög ríkt einkenni með Ilofs- 0,kinu. Duldist þó ekki, að gegn- ,Um iétta glettni, geislaði dreng- yndi hans innra manns. Innvann °n sér trausta vináttu manna, og |ar vinur vina sinna. í æsku voru Peir bræðurnir mjög samrýndir, JJ, , a tí8, utanbæjar unnu þeir f lt l félagi. Séreign þó að öðru ytl- ogheimllin tvö eftir að Björn bróðir hans kvongaðist og stofnaði sitt eigið heimili. Enn í dag, bý_r þetta fólk allt í sömu íbúðinni. Á Ho.fi bjó hofgoðinn í heiðnum sið, hér á landi. Varla hefur tilviljun ráðið setu goðans þarna. Hof var engjajörð góð, og allmikið land til forna. Einhvern tíma á öldum, bjó einn Ásklerka landamerkjamál. á bóndann á Hofi. Að sjálfsögðu vann prestur málið af bóndanum. Lét prestur gera ný landamerki, sameinaði Áslandi góða sneið af landi Hoifs. Jón var gestrisinn, sem Hofsfólk allt. Hafði fyrirgreiðsla vegfarenda þar, verið langt til spurð. Þótti mörgum, sem leið áttu þar utn, passa að æja á Hofi. Ekki var í kot visað, óvíða var betur tekið á móti manni og hesti. Eðlileg ein- lægni fólksins dró að sér. Hver maður á heimilinu bauð til bæjar. Varð þar sjálfsagður áningarstað- ur, bæði læknisvitjunarmanna áð Brekku í Fljótsdal eftir setu hér- aðslæknis eins þar og allra þeirra er leið áttu til og frá Fljótsdal. Ósjaldan voru Hofsmenn kvaddir til læknisfylgdar, og hesta lánuðu þeir marg oft til slíkrar ferðar. Fyrir kom, þegar mikið lá við, að för læknis greiddist fljótt í erfiðri færð að vetri, og fjarlægðir mikl- ar, áður en bílar komu til. Jón var hestamaður góður og ratvís í illviðrum, því dæmdist hann oft til fylgdar fólki, bæði í björtu og svörtu. Gott var til hans að leita, hvernig sem á stóð. Sjálf- sagt að gera öllum greiða endur- gjaldslaust. Snemma varð Jón fyrirvinna heimilisins og þeir bræður báðir, voru þeir á líkum aldri. Kappsfull- ir starfsmenn og áhugasamir, er þeir þroskuðust. Gunnar faðir þeirra andaðist á góðum aldri. Voru synirnir þá unglingar um fermingu, Jón 15 ára. Fyrstu árin eftir lát Gunnars, nnin Björn bróðir Gunnars hafa veitt umsjá búskap Steinunnar og barna hennar. Snemma urðu þeir bræð- ur Jón og Björn ábyrgir í búskapn- um með móður og systrum. Gekk búskapurinn vel, eftir ástæðum. Alltaf nóg hey, og allar skepnur vel framgengnar, umgengni öll svo eftir var tekið. Jón og Guðfinna systir hans, bjuggu með móður sinni meðan henni -tntist aldur. Síðan hafa þau systkini búið saman, og hjá þeim ólst upp eldri sonur Björns bróð- ur þeirra, Ingibergur, hann hefur alla tíð verið hjá þeim, og hin síð- ari ár, stoð heimilisins. Veitir hann nú Guðfinnu aðhlynningu sem hann má, er hún tekur nú að eld- ast og heilsa þrýtur. Unga fólkið á Hofi stendur í þakkarskuld við hinn framliðna frænda sinn, sem oft var svo gott að leita til og blanda geði við. Sá sem þetta skrifar, þakkar 5 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.