Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 30
SEXTUGUR Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi Baldvin Þ. Kristjánsson átti sex- tugsafmæli 9. apríl s.l. Heimsótti hann þá margt manna og margar kveójur bárust. Meðal þeirra var eftirfarandi afmælisgrein, sem fyrst var lesin yfir gestum, en birt lst hér samkvæmt tilmælum höf- undar. Kona Baldvins Þ. er Gróa Ás- mundsdóttir frá Akranesi. Synir þeirra eru Kristján sjúkrahúslækn ir í Stykkishólmi, kvæntur Inger Hallsdóttur — og Gunnlaugur flug vélavirki hjá Fugfélagi íslands, kvæntur Hildi Jónsdóttur. Barna- börn þeirra Baldvins og Gróu eru sjö. Baldvin Þorkell Kristjánsson fæddist 9. apríl 1910 að Stað í Að- alvík. Hann er sonur hjónanna Kristjáns Egilssonar og Halldóru Finnbjörnsdóttur. Kristján var sjó maður og verkamaður og Baldvin sonur hans hóf sjómennsku þegar í æsku. Ströndin og hafið fóstr- uðu hann fram yfir tvítugt, og ásamt með æskuheimilinu, komu honum til mikils þroska og mót- uðu skapgerð hans á varanlegan hátt. Hann naut góðrar skóla- göngu að Núpi og í Samvinnnskól- anum. Síðar stundaði hann nám í skólum samvinnumanna í Sviþjóð. En einkum hefur honum orðið notadrjúgt að nema í skóla lífsins, og þar hefur hann ekki verið hlut- laus nemandi, heldur sívinnandi og sívaxandi. Baldvin Þ. Kristjánsson hefur stundað margs konar störf og verða hér nokkur nefnd. Þegar hann hætti sjómennsku varð hann skrifstofumaður hjá Samvinnufé- Iagi ísfirðinga, aðeins 22 ára gam- all. Síðan aðalbókari og gjaldkeri Síldarútvegsnefndar á Siglufirði í allmörg ár. Þá erindreki Land- sambands ísl. útvegsmanna. Eftir það erindreki Sambands fslenzkra samvininufélaga og upp úr því framkvæmdastjóri hraðfrysti- húss SÍS á Kirkjusandi. Var hann í þjónustu Sambandsins samtals í 14 ár. Síðan 1960 hefur hann verið útbreiðslustjóri og fé- lagsmálafuHtrúi Samvinnutrygg inga. Auk þessa hefur hann gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa eink um á vegum félagsmála. Nú hin síðari ár hefur hann unnið að þýð- ingu bóka um trúarlega heimspeki og hafa þær bækur vakið mjög mikla athygii um allt land. Af hinum fjölbreyttu störfum hefur Baldvin hlotið margs konar stöðuheiti. En einkum hefur hon- um orðið fast í hendi erindreka heitið. Það nafn fer honum vel og er réttnefni. Hann hefiur farið margra erinda um allt ísland í þjónustu þeirra málefna, sem hann trúir á og treystir að séu góð. Hann rekur sín erindi a-f skaphita og hreinskilni og hlífir hvor-ki sjálf um sér né öðrum. Hann er ferða- garpur. Ef hann hefði verið uppi á söguöld, gæti hann vel hafa orð ið trúboði. og víst er, að þá mundi hann ekki hafa fallið á flótta. Hann trúir á hugsjónir og blygð ast sín ekki fyrir, og hann er ekki haldinn minnsta efa um það, að lífið sé a-nnað og meira en brauð og leikir. Hann er blessunarlega laus við þræikun éfans, en aftur á móti tryggur bjónn trúarinnar. Baldvin Þ. Kristjánsson býr yfir slík-um lífsþrótti, að það er þrek- raun litlum körlum að v-erða hon- um samferða. Hann veltir ekki vöngum yfir torfærum og skap hans hitnar því meira sem kaldara blæs á móti. En að vera með honum einum á ferð um tunglskinsbjarta vetrar- nótt, þegar stirnir á hjarn og ísa og stjörnur skína í heiði, er Ógleymanlegt. Hann segir svo vel frá, að gott er á að hlýða. Hann er hafsjór af lausavísum og orðs- kviðum. Honum er tiltækt að vitna 1 ljóð góðskálda af slíku öryggi að u-ndrum sætir. Sjálfur gerir hann stökur af íþrótt, ef hann vill svo við hafa, en hefur slíkt ekk ií há- mælum. Hann hefur frá mör-gu að segja, því 1-ífið hefur orðið hon- um ævintýrabók. Þá bók opnar hann vinum sínum og leyfir þeim að njóta með sér lestursins. Baldvin Þ. Kristjánsson er því líkt lukkunnar barn, að unna fögr um listum af lífi og sál. Þær eru heitu hjarta hans hið sama og morgundöggin björkinni, svölun og næring. Fyrir þeim krýpur hinn stolti baráttumaður í auð- mýkt. Þessari grein er ekki ætlað að vera æviskýrsla sextugs athafna- manns. Hún er aðeins hugleiðing- ar um sextugan æskumann, sem ef til vill gætu varpað ljósi á það, hvers vegna hann er enn svo ung- ur. Jafnframt eiga þær að flytja af- mælisbarni heita þökk fyrir drengi lega vináttu. „Afmælisbarn“ er eitt hinna unaðslegu orða tung- unnar. Það vitnar jafnt til fortið- ar sem framtíðar. Það leiðir hug- ann að áfanga, se-m er náð, og undru-n ókominna daga. Megi þeir dagar verða Baldvini Þ. Kristjáns- syni lifandi líf. Páll H. Jónsson, Laugum. Sem arnsúgur Baldvin, — fer nafn þitt um nes og voga, náskylt þeim hreinleik, sem einkennir landið mitt. Hvort mælir þú strítt, eða leikur létt með þinn boga, mun lýðurinn frjálsborni, hlusta á óskabarn sitt. Lóa og Hallgrímur Th. Björnsson. 30 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.