Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 24
MINNINC Guðrún Jóhannesdóttir höfðu árum fyrr sigurreifar aust ur á bóginn, hrökkluðust inn yfir lar'íamærin. 02 þeir. sem áður höfðu átt Lvök að verjast. ráku flóttann og áttu margs í að hefna. Austur-Prússland varð hart úti í þeirri snerru, og fjölskylda Elísa- betar beið mikið afhroð. Sjálfrar biðu hennar miklar hörmungar og iangvinnur hrakningur. Loks barst hún með flóttamanna straumnum vestur á Holtset ’and. Það var í júlímánuði 1949, að hún kom með togara til Reykjavík ur, vistuð að Fossá í Kjós. Hún hafði verið gift, en maðui hennar yfirgefið hana í umróti bessara ára. og dreng, sem hún átti á lífi, varð hún að skilja eftir í fóstri í Þýzkalandi. Eigur hennar voru ekki aðrar en aflóga fötin, sem hún stóð í — eina von hennar þetta ókunna land, þar sem hún gat ekki gert sig skiljanlega nema með ber.dingum og látbragði. Það verður aldrei skráð, hvern- ig þessari langhröktu konu var innan brjósts fyrstu vikurnar á meðan hún var að átta sig á hinu nýja umhverfi. Frið og skjól fann hún hér að minnsta kosti, og inn- an tíðar þann mann, sem upp frá því varð förunautur hennar. Vor- ið 1950 fluttist hún að Kiðafelli í Kjós með Hafsteini L. Lútherssyni frá Ingunnarstöðum, er þar gerð- ist þá ráðsmaður, og á næsta gamlársdag voru þau gefin saman í hjónaband. Þau Hafsteinn og Elísabet voru tvö ár á Kiðafelli, en hófu síðan húskap í Hrísakoti í Brýnjudal. Þar bjuggu þau í tólf ár og eign- uðust þrjú börn, Gunnar Björn og Hafdísi, en fluttust síðan á Akranes vorið 1964. Eftir að þang- að var komið, veittist henni tæki- færi til þess að bregða sér sumar- tíma heim á ættjörð sína og hitta systur sínar, er á lífi voru, og sjá soninn, er hún hafði orðið að skilja eftir. Elísabet var að upplagi orku- mikil og athafnasöm, en bágindi þau, sem hún átti við að búa hin seinustu ár sín í Þýzkalandi, höfðu gengið nærri henni og lamað heilsu hennar. Þær hörmungar, sem hún hafði orðið vitni að og yfir hana sjálfa höfðu gengið. voru ægilegri en svo, að um heilt gæti gróið. En hún undi að mörgu leyti vel því hlutskipti að vera sveita- kona, og kunni vel að annast dýr og jurtir. Hún hafði sótt búnaðar- Þegar samferðamennirnir hverfa snögglega yfir móðuna miklu, þá finnst okkur stundum sem ský dragi fyrir sóiu, og dap- urleiki sæki að okkur við þá ná- lægð dauðans. Við þurfum stund til að átta okkur. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti lát Guðrúnar í Sandvik, þann 21. apríl s.l. Ég vissi að vísu, að hún gekk ekki heil til skógar hin síðari ár, en ég hélt ekki aö dauðinn væri svona nærri. En maðurinn með ljáinn gerir ekki alltaf boð á und- an sér, og enginn ræður sínum næturstað. Guðrún fæddist 23. apríl 1907, að Þverá í Fnjóskadal, dóttir hjón anna Maríu Gunnarsdóttur og Jó- hannesar Bjamasonar, sem þá var fcennari þar. Sama vorið og Guðrún fæddist fluttu foreldrar hennar til Fiateyj- ar á Skjálfanda, þar sem faðir hennar gerðist kennari og hrepp- námskeið í Vestur-Þýzkalandi nokkru áður en hún kom til ís- lands og lokið þar prófi með góðri einkunn, og alla tíð langaði hana til þess að koma upp dálitlu svína- búi, þótt aldrei kæmi til þess. Hún var hjálpfús og greiðvikin, glað- lynd að eðlisfari, fljót að kynnast og fljót að kœtast, þegar í lyndi lék, ör í lund og hreinskiptin. Fyrir rúmu ári fór hún að kenna mikillar vanheilsu, og var þá gerð- ur á henni mikill uppskurður. Hún komst þó aftur á fætur og hresst- ist svo, að hún gat farið í lengra ferðalag um landið, er hún hafði áður átt kost á. En um veturnæt- ur syrti að á ný. Hún dó að öðr- um uppskurði nýafstöðnum. Fljótið Pregel liðast um hinar miklu sléttur Austur-Prússlands, þar sem hún var í heiminn borin. Leg hlaut hún að Görðum á Akra- nesi, þar sem gnípa Akrafjalls stendur vörð um byggð þeirra, sem lifa, og reit hinna dánu. „Der Gipfel des Bei)ges“. J. stjóri. í Flatey er víðsýnt til allra átta og vorfagurt er sígur sól yfir norðurslóð. Þar ólst Guðrún upp í hópi glaðra systkina. Hún vand- ist snemma á öll störf, sem unn- in eru til sjávar og sveita, enda hygg ég að fá hafi þau störf ver- ið, sem hún kunni ekki skil á. Hún hlaut góða undirstöðu- menntun hjá föður sínum, auk þess sem hún dvaldi einn vetur við nám á alþýðuskólanum jð Laugum. Þann 12. nóvember 1933 gifust hún eftirlifandi eiginmanni sinum, Jósep Kristjánssyni í Sandvík í Glerárþorpi, og þar var heimili þeirra æ síðan. Þar bjó hún manni sínum og dætrum indælt heimili, þar sem saman fór myndarskapur húsfrcyj unnar og listfengi húsbóndans. Þau eignuðust 3 dætur, Maríu Svövu, gift Arngrími Pálssyni, Svanhvíti Aðalheiði, gift Svavari Hjaltalín og Nönnu Kristínu, gift Erni Herbertssyni. Við andlát góðra samferða- manna rifjast upp margar endur- minningar frá liðnum árum. Þann ig fer fyrir mér nú, að mér kem ur í hug þegar ég í fyrsta sinn var við setningu Glerárskólan*. þá nýráðinn kennarj við hann. Þá veitti ég athygli fríðri og glæsi-' legri konu, sem mér var sagt að héti Guðrún Jóhannesdóttir og væri handavinnukennari við skól- ann. Mér duldist ekki að þarna var engin meðalmanneskja, heldur hlaut hún að búa yfir miklum hæfileikum. Það átti ég svo eítir að sannreyna. Við vorum sam- verkamenn um langt skeið, bæði sem samkennarar, og ekki síður eftir að hún var kosin í skólanefnd, en því starfi gegndi hún í allmörg ár. Sem kennari var hún afar vin- sæl af nemendum sínum og lagði mikla alúð við kennsluna. í skóia- nefnd var hún tillögugóð og viidi vinna að heill skólans. Hún unni söng og hjóðíæia- slætti og hafði mjög blæfagra miili 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.