Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 16
Haraldur Hjálmarsson bókari frá Kambi Síðast bar íundum okkar sam- an um Jónsmessuleytið í íyrra. Hann var þá að fylgja móðursystr- uim sínum tveim, er komu hingað vestan um haf til þess ,m.a., að viitja æskuslóða í Skagafirði. Hann heimsótti mig þá um leið og var með mér stund úr degi. Úti var dumbungsveður, rigning nokkur og súld. En Halli kom með sólskin í bæinn. Honum fylgdi jafnan birta og ylur, þessi notalega hiýja, sem er eðlisgróin góðum dreng. Minningin um þessa síðustu sam- fundi okkar er mér ljúf og kær og vermir inn að hjartarótum. Haraldur fæddist að Hofi á Höfðaströnd 21. des. 1908 (samkv. kirkjufo.) Faðir lians var Hjálmar, þá bóndi að Hofi, síðar á Kambi í Deildardal, Þorgilsson bónda á Kambi, Þórðarsonar bónda þar, Sigurðssonar. Þorgiis á Kambi, afi Haralds, var raunar af sumum tal- imn launsonur Níelsar Hafsteins (H'avsteen), kaupmanns í Hofsósi, bróður Péturs amtmanns. Eigi þarf rétt að vera, og mátti þó svo virðast sem Haraldi kippti nokkuð í kyn til þeirra Hafsteinunga, bæði um svipmót og gáfnafar. Hjálmar á Kambi var mikill merkismaður. Hann var rakinn framfaramaður, ágætlega greindur og annáiað hraustmenni, vissu menn þess eigi dæmi, að hann brysti áræði né karlmennsku, og svo heitfengur var hann, að berhentur gekk og berhálsaðuir hverju sem viðraði, jafnvel þótt á væri hörkugaddur og stórhríð. Hjálmar or einn af þremur mönnum sem vltað e-r um, að klifið hafi Kerlinguna, einstak- an klettadrang sunnan Drangevj- ar, 80—90 m. háan, ókleifan taiinn flestum mönnum. — Hjálmar lézt þ. 15. okt. 1962, og hafði þá tvo um nírætt. Móðir Haralds og kona Hjálm- ars var Guðrún Magnu'isdóttir hreppstjóra á Sleitujstöðuni i Kol- beinsdal, Ásgrímssonar bónda að Neðra-Ási í Hjaltadal, Árnasonar, og konu hans Þorbjargar Friðriks- dóttur. Var Guðrún talin mikil mannkostakona. En hún varð skammlíf, lézt i júnímánuði 1909 aðeins 29 ára að aldri. Var þá Har- aldi komið í fóstur um stund hjá vinafólki á Ljótsstöðum. En 1913 seldi Hjálmar Hof og hóf að búa á Kamfoi. Fluttist Haraldur þangað með föður sínum og föðursystur, Hólmfríði, er gekk hinum untga sveini í móðurstað og reyndist hon um frábærlega vel. Var honum það mikið lán, móðurlausum dreng, að eignast þvílíkt athvarf í æsku, enda mat hann það alla ævi. Haraldur gekk í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1932. Nokkru síðar réðst hann tl verzlunarstarfa í Kjötbúð Siglufjarðar og vann þar um hríð. Á þeim árum stundaði hann nám í kjötiðnaði og tók meíst arapróf í þeirri grein. Nokkru eft- ir það hélt hann til Eeykjavikur, settist í Samvinnuskólann og lauk þaðan fullnaðarprófi vorið 1940, eftir eins vebrar nám. Gerðist þá verzlúnairstjóri hjá Kron um skeið, hvarf síðan aftur hingað heim til Skagafjarðar og vann hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga röskan áratug, 1950—1961. Þá réðst hann til Siglufjarðar um stund og síðan til Reykjavíkur, gerðist starfsmaður Útvegsbanka íslands og var þar bankaritari síðustu 5—6 árin. Hann lézt þ. 15 .febrúar s.l. ó- kvæntur og bamlaus. Þessi eru hin ytri kennimörk á æviferli Haralds Hjálmarssonar. Af þeim verður eigi mikið ráðið um manninn sjálfan — annað en það, sem að vísu er eigi svo l't- ils um vert, að hann var fjölhæf- ur og féfckst við sitt af hverju. Svo er raunar um marga. Hins veg- ar var Halli. Hjálmars — eins og hann jafnan var nefndur af knnn- ingum sínum og vinum — sm óvenjulegur maður um marga hluti, að minningin um hann ve-rð- ur hverjum m-anni, þe-im er kynnt- ist honum til nokkurrar hlíta-r, 6- venj-u lifandi og fersk, óvenju Ijúf og hlý. Hann vann engin afrek, er öðrum væru sýnileg .Hann var mis brestamaður. Sumir töldu sig jafn vel hafa efrni á því að líta niður á hann. Þó var h.rin þvilíkrar gerð ar, að hven n manni þótii væ.it um ha-nn. Hjartað var gull .Hann var mikill tilfi.'nmgamaðiir, við- kvæmur i ium og ljúfur í <601, opinskár og hreinn, einlægur og undirhyggjulaus, uppgerð, tidl- urmennska, sjálfshafning — þess háttair allt var honum and-styggð. Hamn var gæddur fágætri kimni- gáfu, beitti henni á bæði borð og þó mest gegn sjálfum sér. Haraldur Hjálmarsson var hörkugreindur og hugsjónamaður mifclu meiri en almennt gerist. Hainn var félagshyggjumaður, rak- 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.