Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 19
MINNING Þóroddur Magnússon bóndi Hann fæddist að I-Iraukbæjar- koti í Kræklingahlíð, 29. júní 1885. Foreldrar hans voru hjónin, Sig- ríður Jónasdóttir og Magnús Odds- son, búandi þar. Þóroddur ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hann var fimm ára, er Hólmfríður, föð- ursystir hans, tók hann í fóstur og maður hennar, Stefán Sigur- björnsson. Hjá þeim var hann fram um fermingaraldur, en eftir það á ýmsum stöðum vinnumaður eða heima hjá foreldrum sínum, og þótti hvar sem hann var standa sólarhringum fyrir andlát hans. Við höfðum ákveðið það með nokkrum fyrirvara og vera sam- an og sjá Drangeyjarmyndina í sjónvarpi. Hann reglulega naut þess að sjá myndina hress og glað- Ur. Við vinzuðum úr kosti og galla þáttarins og röbbuðum um Drang- ey. Að endingu segir Haraldur: ^etta umhverfi er eitthvað svo lí'kt gömlu mönnunum , stórbrofið og um leið skemmtilegt. Ég vissi við hvað hann átti. Ég var honum hjartanlega sam- niála. Hvernig átti mér að detta í hug að fáeinum dögum seinna sæti ég ásamt öðrum kunningjurn og Vinum í Kapellunni í Fossvogi, þar sem vinur hans, frændi og sveit- ^ugi kvaddi Harald Hjálmarsson áður en hann færi í síðasta sinn Uorður í Skagafjörð. Ég vil gera. séra Erlendar Sigmundssonar ^skupsritara að orðum minum 1 ±>etta sinn. , Haraldur var hvers manns hug- lufi. Hann átti marga vini en eng- an óvin. Einu sinni sagðir þú kæri Har- aidur. Allir dagar eiga kvöld aHar nætuT daga. ÍSLENDINGAÞÆTTIR vel undir sínu. Haustið 1909 kvænt ist hann Þóreyju Sigurðardóttur frá Stórahamri í Eyjafirði, bróður- dóttur Guðrúnar fyrri konu Magn- úsar Sigurðssonar stórbónda á Grund. Vorið eftir byrjaði hann búskap í Búðarnesi í Hörgárda! og bjó þar í tvö ár, en flutti þá að Flöguseli í sömu sveit, og bjó þar í önnur tvö ár, en þá fluttist hann að Einhamri. Einhamar var mjög niðurníddur er hann flutti þangað, flest hús að falli komin. Túnið allt þýft. Fyrsta árið, sem hann bjó Þannig verða árin öld aldir mannkynsaga. Þökk sé þér fyrir samveruna. Guð blessi minningu þína. Höskuldur Skagfjörð. t fæddur 20. des. 1909. dáinn 15. febr. 1970. Neprju kalda nú ég finn næða um veiku stráin. Helfregn slær í hjartað inn Haraldur er dáinn. Vekur beyg í brjósti manns brostinn Ijóðastrengur. Vorsins óma harpan hans hljómar ekki lengur. Fyrr var glatt í góðum rann og gleðin bjó í svörum. Þegar stuðla stillti hann og stakan flaug af vörum. Breiði yfir beðinn þinn blómaskrúði jarðar er þú heldur hinzta sinn heim til Skagafjarðar. R. Ö. þar, byggði hann baðstofuna og næstu ár önnur bæjar og útihús að mestu, ennfremur ræsti hann frarn mýri þar fyrir neðan túnið og ræktaði. Eins og gefur að skilja gat ekki hjá því farið, að hann færi í nokkrar skuldir, þótt segja rnegi, að unnið væri myrkra milli og allrar hagsýní gætt, og átti Þór- ey drjúgan þátt í framkvæmdun- um, því hún studdi hann með ráð- um og dáð. Það leit því sannarlega út fyrir, að búskapurinn myndi ganga vei, ef engin óhöpp kæmu fyrir, en svo gerðist það, að flestar ærnar láta lömbunum eitt ávið og verð- fallið 1920 skellur yfir, þá var auðséð að ekki var hægt að halda 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.