Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 9
MINNING JÓN OnÓSON FRÁ HÓLMAVÍK Þótt fregnin um andlát góðra vina og félaga komi ekki alltaf svo mjög á óvart, vaknar alltaf sárs- auka- og saknaðarkennd í brjósti við burtför þeirra. Á hugann leita minningar frá liðnum samveru- stundum, minningar um sameigin- lega baráttu við storma og æstar öldur, minningar um lognsléttan sæ og ljúfan byr, minningar um góða félaga og dáða drengi. Laugardaginn 30. maí fór from frá Akraneskirkju útför Jóns Ottóssonar frá Hólmavík, hann lézt é sjúkrahúsinu á Akranesi aðfara- nótt 26. maí s.l. Jón Ottósson fæddist að Larnba- stöðum í Útskálasókn, þann 14. Júní 1891. Foreldrar hans voru Ottó Guðlaugsson og Halldóra Sig- brðardóttir. Þann 17. des. árið 1914 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Maríu úiarnadóttur frá Bólstað í Kald- rananeshreppi, og hófu þau bú- skap á Fitjum í Hrófbergshreppi órið 1921 og bjuggu þar til ársins en þá fluttust þau til Hólma yíkur og áttu þar heima, þar til fyrir nokkrum árum, að þau flutt tt*t til Akraness og áttu þar heima ®íðan. Erfið munu þeim hjónum hafa ^erið frumbýlisárin á Fitjum, litlu afskekktu býli og mun oft hafa r®ynt á dug og kjark húsbóndans umönnun og forsjá heimilisins, Pví að brátt fjölgaði börnunum, en fau hjónin eignuðust 12 börn. Eft- lr að þau fluttust til Hólmavikur g undaði Jón jöfnum höndum sjó- oiín og vinnu í landi, hann var afvf^r sjómaður, harðsækinn og s- ra2ðs stjórnari, sem hélt fari Vaiu, ^eilu til hafnar, þó að oft tvisýnt með landtöku. Ég, sem Orð^ 3 fótæklegu minningar- féla — Ottósson, var skips- Um h ^ans 11111 nnkkurt árabil og ár 1 , a háseti hjá honum. Þeirra ing 11111111óg með þökk og virð- Þessi glaðlyndi broshýri maður átti svo mikið af græskulausri gleði og góðvild, að öllum varð vel til hans, enda vinmargur. Ég veit, að gamir félagar hans minnast hans ætíð sem góðs nnnns og fé- laga, er aldrei brá skapi hvernig sem aðstæður voru. tók erfiðleik- unum með jafnaðargeði, hjálpfús og vildi öllurn vel. Já, vinur minn, þær eru margar minningarnar er rifjast upp við burtför þína, og yfir þeim öllum er heiðrík birta. Minningin ýfir oft harmsárin hörðu og hjartnanna blæðandi und. Hún er það fagra er finnum á jörðu, er fegurst á skilnaðarstund. Því verður hver minning sem geymd er í geði, að gulli í framtíðarsjóð, hún sýnir oss andstæður sorgar og gleði í svipmynd frá lífsþroskans glóð. Síðustu árin var Jón farinn að heilsu og naut þá umhyggju og ástúðar sinnar góðu eiginkonu, sem alltaf reyndist honum ástrík og ÍSLENDINGAÞÆTTIR umhyggjusaniur lífsförunautur til síðustu stundar. María mín, þér og börnum þín- um votta ég innilega samúð og kveð Jón vin minn með þeirri ósk, að við megum hittast handan við gröf og dauða og eiga samleið í eilífðinni. Hver veit nema þar finn- ist farkostur með fullum seglum, ég veit að þá myndi honum líka vvel, að sigla eilífðar óskabyr með æfða hönd á stýri. Jóhannes Jónsson frá Asparvík. Dáinn 26.5. 1970. Kveðja frá eiginkonu. Það eru lífsins óbreytanleg rök, að allir hljóta um síðir verða að skilja. Það hindrar enginn dauðans dimmu tök sá dómur ei, er háður mannsins vilja. Sorgarskýin skyggja lífsins braut og skúr af hvörmum fellur dimmar nætur. Ó, mikli drottinn legg mér líkn í þraut og lát mig öðlast styrk er hjartað grætur. Á kveðjustundu falla tregatár, úr tímans djúpi minmingarnar streyma. Ég þakka vinur liðin æviár það er svo margt, sem hugans lindir geyma. Á ökkar samleið oft var hlýtt og rótt, við áttum saman styrk í gleði og þrautum, í trú og von og ást var áfram sótt til æðri þroska á lífsins grýttu brautum. Nú ert þú rinur farinn frá mér heim til friðarsælla himinljósra stranda, nú líður sál þín frjáls um ; fagran geim 1 fögnuð unaðsbjartra dýrðar landa. Ég veit að þú munt vaka yfir mér og veita styrk á lífsins ævikveldi, í dagsins önn ég dvelja mun hjá þér við draum&blik frá minninganna eldi. x—10. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.