Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Page 2

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Page 2
orð fór af, ein Sigríður lézt árið 1946. Varð þeim fimm barna auð ið, en þau eru: Svava kennslukona, íer giftist Jens Kaírvel Hjartar- syni, og hafa þau nú búið á Kýr unnarstöðum um 30 ára skeið. Þuríður ljósmóðir, er stóð fyrir búi föður síns eftir að móðir hennar lézt. Umnur gift Jó- hannesi Stefánssyni bónda á Kleif um í Gilsfirði. Herdís, er gift var Haraldi Sigurðssyni múrarameist ara í Reykjavík sem nú er látinn,. og Jón Emil framkvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka. Halda þau systkin öll á lofti heiðri styrkrar ættar af mikilli prýði. Fósturson ólu þau líka upp frá sjö ára aldri. Dugnaður Guðjóns Ásgeirssonar í búsýslu var löngum rómaður, frábær hagsýni við störf, hug kvæmni og atorka. Ekki hvað sízt var aðkomumönnum starsýnt á snyrtimennsku í ailri umgengni úti sem inni á heimilinu. Þar var staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað, hvert verk unnið á sínum tíma, annað leiðst ekki. Um Guðjón hálfniræðan var þetta ritað: „Eins og gefur að ski'lja um slíkan framkvæmda mann, hafði Guðjón oft og iðulega menin í vinnu á búi sínu. Þótti bóndi heimta mikið, bæði af sjálf um sér og öðrum. Þó vildu þar allir verið hafa, enda lék ekki á tveim tungum, að vel var að hjú um búið á allan hátt. Voru þeir margir, er fóru þaðan hagnýtri reynslu ríkari. Og einn maður, sem oft vann á Kýrunnarstöðum vor, sumur og jafnvel heil ár, sagði mór af sannfæringu, að vera sín þar hefði verið sér hrein asti verkskóli, því Guðjón hefði verið óþreytandi að segja fyrir um haganleg handtök, þannig að miklu mætti afkasta með sem minnstu erfiði. Færi margt betur á búi, ef slíka sögu væri að segja“. Leti og ómennska heilbrigðra manna var honum hins vegar ekki að skapi og felldi sig ekki við sýndarmennsku og yfirborðshátt. Urðu sum tilsvör hans því viðkom andi fleyg og lifa enn á ýmsra vörum. En fáir voru stórtækari, ef styðja þurfti aðra í erfiðleikum. Átti aldrað fólk gjarna hlýja vist á heimili bans. Og megi vitnisburð ur gömiu kvennanna frá Kýrunn arstöðum kveikja eld á kyndlum, er nú vissulega bjart um Guðjón Ásgeirsson. Ekki væri saga nema hálfsögð, ef Guðjóns væri einvörðungu get ið sem bónda og heimilisföður. Á langri starfsævi gegndi hann flest um þeim störfum er fyrir koma við framvindu félagsmála sveitar, héraðs og sýslu. Hann sat í hrepps nefnd hálfan fjórða áratug og var oddviti í 16 ár. Sóknarnefnd armaður var hann í aldarfiórðung og formaður héraðsnefndar, með an hún starfaði. Varasýslunef'idar maður, stefnuvottur og skól?r’"nd armaður um margra ára skeið, og er þá ýmislegt ótalið. Þegar Guðjón hóf búskap var Kaupfélag Hvammsfjarðar nýstofn að með aðsetri í Búðardal, upp úr hinu gamla Verzlunarfélagi Dala- sýslu, er Torfi Bjarnason í Ólafs dal stóð fyrir. Aðstæður til verzl unarrekstrar voru mjög erfiðar, vegaleysi, hafnaleysi — og skipa göngur inn á Hvammsfjörð svo til engar fram að þessu. Það var lán hins unga félags, að framsýn ir og ötulir bændur víða um Dali tóku höndum s-aman um að berj ast fyrir tilveru þess, unz það var komið á traustan grundvöll. Einn þessara manna var Guðjón á Kýr unnarstöðum. Frumbýlingsár hans og kaupfélagsins fóru saman og mátti segja að þar styddi hvor annan. í Skarfsstaðanesi, sem er niður u-ndan túnfæti á Kýrunnar stöðum, byggði kaupfélagið hús og var þar verzlað með allskonar vörur fyrst, en síðan iengi með matvörur. Þar gegndi Guðjón störfum utibússtjóra í þrjátíu ár eða frá 1918 til 1947. Þá var hann deildarstjóri kaupfélagsins í fulla tvo áratugi, átti sæti 1 stjórn þess um nokkurra ára skeið og var eitt ár formaður þess. Öll þessi féiags störf leysti hann af hendi með prýði, enda var hann samvinnu- maður í beztu merkingu þess orðs og hvatti mjög til heilbrigðrar fram-sækni í verzlunarmálum hinna dreifðu byggða, er horfa mætti til efnalegra heilla, en forða skuldabasli. Um síðustu aldamót var fyrst tekið að leggja vegarspotta um sveitir í Dalasýslu, svo nokkru næmi. Er þess getið í grein sem Guðjón ritaði níræður að aldri, að hann sá um lagningu fyrstu „brú- ar“ eins og upphleyptir vegir voru þá nefndir — í Hvammshreppi ár- ið 1890. En af því tilefni má minna á, að upp frá þvi annaðist hann sýslu- og hreppavegagerð í sveit sinni, tun 30 ára tímabil. En þótt Guðjón væri þannig sí- starfandi athafnamaður og iðu- lega í fararbroddi um framkvæmd ir, lét hann ekki hlut sinn e ftir liggja á öðrum sviðum. Hann las allmikið, enda skarpgáfaður að eðlisfari og fylgdist vel með í landsmálum. Ritfær var hann í bezta lagi, skrifaði töluvert í dag- blöð og nokkrar minningargreinar frá fyrri árum. Hann fylgdi jafn- an stefnu Framsóknarmanna og þótti ekki ætið andstæSingum auð veld-ur viðfangs. En ósanngirni var honum framandi og hann deildi á einstrengingshátt. hver sem í hlut átti. Alvörugefinn var Guðjón alla jafna, en ræðinn og skemmtileg- ur í kunningjahópi. Vinum sínum var hann trölltryggur og mikill haukur í horni. en ekki ölium við- hlæjandi i fyrstu. Minnist undir- ritaður þess, að ekki fannst mér þessi höfðinglegi skörungur gizka árennilegur við fyrstu sýn, enda var ég þá að stíga fyfstu sporin í ævistarfi mínu, en fann að hann var þar hverju skrefi kunnugur. Svo fór þó um samskipti okkar, að kaldinn hvarf fyrir noíalegri hlýju og gagnkvæmu trausti. Og fáa vini hefi ég eignazt trans'ari, tryggari, — betri. Þe*iar línur eru aðeins smávægilegar minning- ar, engin tæmandi mannlýsing, sízt af öllu sorgaróður. Hvers vegna? Vegna þess, að Guðjón Ás- geirsson hefur bæði í sklptum sín- um við móður náttúru og þjóðlífs- stefnur unnað samvinnu við grósku í hug og gróandi jörð. Ber þess ljósan vott skógarreitur, er hann gróðursetti í hlíðinni sinni á elliárum. Hann var fyrst og fremst maður gróandans, og þeirra er líí' ið, þeim er dauðinn ekki til. Því er eigi rúm fyrir harmatölur. Ein heils hugar þakkir mínar og minna flytur hann með sér yfir á næsta athafnasvið. Vevtu sæll, vin- ur. Gakk heill að nýju starfi. Jóhann Bjarnason. t „Það er unun að líta, yfir ljósbjarta tíð, yfir langan og farsælan dag, l og horfa á þann ávöxt sem erfiðið bar og allt sem var landinu í hag“. Þetta voru kveðjuorð á gulibrúð kaupsdegi, þann 5. júli 1908 til Þuríðar Einarsdóttur og ÁsgeirS 2 íslendingaþættiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.