Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 3
Jónssonar Kýmnnarstöðum, for- eldra Guðjóns, er lézt 21. apríl sl. þá fæpra 95 ára gamall, fæddur 3. júní 1875. Með sanni má segja, að Guðjón gat glaður horft „yfir langan og farsælan dag“, eins og foreldrar hans og forfeður, sem búið höfðu á Kýrunnarstöðum frá því um aldamótin 1890 að Einar Jónsson, Brandssonar, Illugasonar frá Efri-Langey, hóf búskap þar, en hann var langafi G'Uðjóns. Guðjón hlaut góða alþýðumennt un á þeirra tima mælikvarða og fór hann ungur til Noregs og dvald ist þar í 2- ár og hafði af því mi'kið gagn og gaman. Hann vand- íst ungur sveitavmnu, en komst einnig i snertingu við aðra atvinnu vegi, þar sem hann vann m.a. við hvalstöðina Sólbakka í Önundar- firði ög stundaði söðlasmíði eftir að hafa lært þá iðn hjá Ólafi Finnssyni Fellsenda. Guðjón hóf búskap árið 1902 og bjó í 57 ár, en var þó bóndi til hinztu stundar, þar sem hugur og hönd dvöldu jafnan við bústörfin og vandamál þeirra. Hann var fram takssamur og góður bóndi, ræktaði tnikið og byggði á myndarlegan hátt öll hús jarðarinnar og var hann í mörgu á undan sinni sam- tíð. Vart verður rituð búnaðar- og verzlunarsaga Dalasýslu, án þess að þáttur Guðjóns í þeim mál- Um skipi þar veglegan sess, því að þar kom hann mikið við sögu bjá Kf. Hvammsfjarðar. Hann var lengi í stjórn kaupfélagsins og for- töaður þess um skeið, sláturhús- st.ióri á tímabili, hafði á hendi vöruafgreiðslu í Skarfsstaðanesi og deildarstjóri Hvammsdeildar Kf. Hvammsfjarðar um árabil. Árið 1933 var Guðjón skipaður af at- vinnumálaráðuneytinu formaður héraðsnefndar kreppulánasjóðs og pgndi hann því starfi á meðan ^reppuuppgjörið stóð yfir. Hann átti sæti í hreppsnefnd í 36 ár frá 1902 og var oddviti í 16 ár, enn- frernur var hann í sóknarnefnd, skattanefnd, stjórn búnaðarfélags °g úttektarmaður í Hvammshreppi p sá í áratugi um vegagerð í fjyammssveit. Hér er stiklað á stóru, en engin tæmandi upptaln- lng gerð. Guðjón átti m'örg áhuga- sem hann barðist fyrir og sá ®nn mörg þeirra rætast. Hann ritaði blaðagreinar um landsmál R hafði af miklu að miðla, því uann fylgdist vei með öllu Sem ÍSLENDINGAÞÆTTIR gerðist og fróður var hann vel, glöggur og réttsýnn, jafnlynd- ur svo a,f bar, gat verið glettinn í tilsvörum, raungóð- ur og trygglyndur. Hann naut trausts og virðingar samstarfs- og samtíðarmanna sinna. Hann kynnt- ist mörgu á langri ævi, tók þátt i baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og framförum. Hann lifði það að sjá vorblæinn færast yfir land og lýð. Hann tók þátt í því að fagna stofn- un lýðveldis og móta málefni þjóð- arinnar að fengnu frelsi. Guðjóni var alla tíð létt um að vinna og hon um féll aldrei verk úr hendi. Síð- ustu árin kom hann upp fögrum og blómlegum skógarreit, so-m hann vann að og undi við, svo dög- um skipti á vorin, er fór að hlýna. Hann þráði vorið og það að komast í snertingu við gróandi líf, enda allt ævistarfið í nánum tensslum við lífið og náttúru landsins. Hann var gæfumaður, átti ágæta konu, glæsilegt heimili og myndarlegan barnahóp, sem virti hann mikils og umvafinn var hann einnig i ellinni af barnabörnum sinum og öðrum ungmennum, sem á heimili hans dvöldu. Kona Guðjóns var Sigríður Jóns- dóttir frá Hróðnýjarstöðum, hún lézt árið 1945. Börn þeirra eru: Svava, gift Karvel Hjartarsyni bónda, Kýrunnarstöðum. Þau hafa búið þar síðan 1940. Þuríður ljósmóðir. Hún hefur bú- ið á Kýrunnarstöðum síðan 1960. Unnur, gift Jóhannesi Stefáns- syni bónda, Kleifum í Gilsfirði. Jón Emil, framkvæmdastjóri rík- isútgáfu námsbóka. Herdís, húsfreyja í Reykjavík, áður gift Haraldi Sigurðssyni. Tveir synir dóu á unga aldri. Þessar' fáu línur eiga að vera vottur þakklætis fyrir órofa tryggð, vináttu, dyggilee störf, for- sjá og forystu í sveitar- og héraðs- málum. Það er ósk mín og von, að sveitirnar, sem nú eru óðum að þynnast að byggð og fækka að fólki, að þar megi flestir ala í brjósti þá trú á mátt moldar og gróðurs og sýna í verki bann dugn- að og fórnfýsi, sem Guðjón gerði og að dagsverki loknu geta horft um öxl og fundið sannindin í eftir- farandi Ijóðlínum: „og horfa á þann ávöxt sem erfiðið bar og allt sem var landinu í hag“. Blessuð sé minning hins látna. Ásgeir Bjarnason. MINNING GUÐMUNDUR { i KRISTINN ÓSKARSSON, ! verzlunarstjóri Fæddur 11. júní 1928. Dáinn 26. maí 1970. Um vini kæra vil ég minning geyma, í vöku og blund, sem horfnir eru heim á æðri * slóðir. Um hugans inni heitar lindir streyma, og helgir eru minninganna sjóðlr um ljúfa vini lífs frá morgunstund. Hér hvarf af sviði á sumri lífsins miðju frá sókn og önn einn vinur kær, sem kynntist ég á Reykjum. Frá hálfnaðri — en hei’laríkri iðju —, frá heimili og glaðra barna leikjum. Hans minning lifir lengi —heil og sönn. Ég man hann glöggt í glöðum skólaflokfci, þann glaða svein. Þá skyggði enginn skuggi okkar vegi. Og honum fylgdi heiðríkjunnar þokki, og hreinum svip og brosi gleymi* ég eigi. Svo skin hans myndin, skír og björt og hrein. Nú bið ég guð að geyma látinn bróður, en góðri kvon ég samúð votta, svo og aðstandendum, En minninganna mæti gildi sjóður er meira virði gulli* og dýrum lendum. — Við kveðjum Guðmund Kristin Óskarssom, A.B.S. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.