Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Qupperneq 10
1
MINNING
Bríet Þórólfsdóttir húsfrú að Iðu
Skammt er á milli skæðra högga
þess slynga sláttumanns, sem að
hinzta beði færir hvern vininn og
kunningjann eftir annan, svo færri
og færri eru eftir, af þeim sem
fyrrum voru samferðamenn. Á síð
asta hausti var fyrirvaralítið burtu
kvaddur góðvinur minn, og lengi
sambýlismaður, Loftur á Iðu.
Og nú var vegið í hinn sama kné-
runn, þar sem Bríet Þórólfsdóttir
sem lengi var húsfreyja að Iðu
fellur fyrir þeim beitta hjör, og var
lögð í móðurskaut moldar að
Torfastaðakirkju, þann 7. marz
við hlið eiginmanns síns sem þar
hafði hvílt í nær 42 ár. Jóhann
Kr. Guðmundsson hét hann, og var
burtu kallaður í blóma aldurs, frá
ungum börnum.
Ekki er það ætlun mín að ræða
um ættir eða uppvaxtarár Bríetar
enda skortir mig gögn til þess, lang
ar aðeins til að minnast fám orð-
um og þakka nábýlisárip og góð
kynni í sambandi við þau.
Bríet mun fædd að Efrigröf í
Villingaholtshreppi í Árnessýslu þ.
5. okt. 1899. Foreldrar hennar Ing
veldur Nikulásdóttir og Þórólfur
Jónsson voru fátæk og því munu
börn þeirra fljótt hafa orðið að
leita að heiman til vinnu
hjá öðrum. Ekki eru mér
kunnir verustaðir Bríetar áður
en hún kom í Biskupstung-
ur, þó veit ég að hún var um tíma
í Reykjavík hjá nöfnu sinni Bjarn-
héðinsdóttur, þeirri mikilhæfu
konu sem margir kannast við. í
Biskupstungur fluttist hún ung
stúlka, og innan þeirrar sveitar
átti hún heima upp frá því. Þar var
hún m.a. að Torfastöðum hjá þeim
valinkunnu hjónum séra Eiríki Þ.
Stefánssyni og frú Sigurlaugu Er-
lendsdóttur og ávann sér þeirra
órofatryggð og vináttu. Þar bar
saman fundi hennar og Jóhanns
Kr. Guðmundssonar frá Sandlæk.
Þau felldu hugi samán og hófu sam
vistir og búskap að Iðu — vestur-
bæ. Jóhann var orðlagður hagleiks-
maður, mjög eftirsóttur smiður,
velvirkur og afkastami'kill svo
orð fór af, listamaður að kunn
ugra manna sögn. En á bezta aldri
varð hann að hlýða því kalli, sem
enginn getur undan skorazt, hvern
ig sem högum er háttað.
Fátæk ekkja með barnahóp
á vanalega ekki margra kosta völ.
Þannig var það og fyrir ekkjuna
á Iðu. Snauð að munum með 5
ung börn stóð hún uppi svipt eig-
inmanni og fyrirvinnu heimilisins.
Vissulega var þungt fyrir fæti, og
óvissar leiðir fram á að horfa. Að
sjálfsögðu hafa grannar og vinir
verið hjálplegir o° rétt hendur
eftir getu, og það kom sér vel að
Bríet var vön að annast hey og fén-
að og fór það jafnan vel úr hendi.
En alltaf vorar að vetri loknum,
og vorið 1928 varð þessu umrædda
heimili heillaríkt. Með hækkandi
sól um það bil er litbrigði sjást
á túni og högum, gengur þar dreng
ur í garð, drengur segi ég, því
sannur drengur var sá er kom.
Loftur Bjarnason færði yl og birtu
vorhugans inn á heimilið að lokn-
um kaldsömum raunavetri. Hög-
um þessa heimilis var borgið, og
meir en „í bráð“. í fulla 4 áratugi
bjuggu þau saman, Bríet og Loftur.
Börn hennar þroskuðust að vexti
og vænleik og hagir fóru smátt og
smátt batnandi.
Það var ári síðar en það gerðist
sem hér hefur verið stanzað við, eða
1929, að ég flutti í nábýlið og þá
fyrst hófust kynni mín og þessa
fólks, áður vissi ég ekki nöfn hvað
þá meira. En smátt og smátt hóf
ust kynni og samskipti á ýmsa
lund.
Bríet Þórólfsdóttir var greind
kona og glöggskyggn á mál þau er
rætt var um. Góðar bækur voru
.vinir hennar, þótt tími væri harla
naumur til að sinna þeim. Ljóðetsk
var hún og unni söng, enda söng-
vin. Hún var starfsöm og vandvirk,
gekk rösklega að verki, jafnt úti
sem inni. Dýravinur var hún
og nærfærin við þau, t.d. lagin að
hjálpa við erfiðan burð o.fl. kvilla.
Hún var greiðvikin og fljót að
veita aðstoð ef til hennar var kit-
að. Muna má ég, þegar bær minn
brann og meginhluti þess er þar
var innanstokks. Þá var ég og mitt
fólk næsta illa statt, og vantaði
flest til nauðsynlegustu þurfta. Þá
var fyrsta hjálpin veitt fljótt og
drengilega. Fjarri fer að ég van-
meti aðstoð og hjálp sem nágrann-
ar og ýmsir aðrir veittu mér, það
ber vissulega að þakka, en fyrsta
hjálpin og öll viðvikin næstud aga,
það er ómetanlegt. Kona mín, sem
ekki hafði neitt til neins, varð að
vinna sín húsmóðurverk í útihúsi,
fékk aðgang að eldhúsi Bríetar og
áhöldum á meðan allsleysið vir
mest. Þetta og margt fleira er
geymt í þakklátum huga.
Börn Bríetar eru 5, Ámundi, Ing
ólfur, Gunnar, Sigurlaug og Unn-
ur. ÖII eru þau dugleg og mann-
kostarík í sjón og raun, listfeng og
fer hvert verk vel úr hendi, þau
hafa öll eignazt heimili, maka og
börn og búa við almennar vinsæld
In
Nokkur síðustu árin átti Bríet
við þráláta vanheilsu að striða sem
hún bar með stillingu og hugrekki.
Með veikum burðum gat hún kom
Izt í sóknarkirkju sína að Skál-
holti þegar hennar tryggi og
trausti förunautur var jarðsettur.
Eftir það hrakaði heilsunni og
laust fyrir áramótin varð hún að
njóta sjúkrahúsvistar þar til yfir
lauk.
Fáein kveðjuorð á jólaspjaldi
sendi hún okkur, auðséð var að
höndin var óstyrk sem pennanum
hélt, en huganum stýrði hjartað
hlýja sem undir sló. Og orðin
veranædu viðtakendum og gleym-
ast ekki.
Það var ekki ætlun mín að segja
hér neina ættar- eða ævisögu, held
ur aðeins að láta í Ijós þakklæti
okkar til þessarar góðu grannkonu
fyrir samveruárin 26 og tryggð
við okkur eftir að lengra varð á
milli. Og jafnframt vil ég þakka
börnum hennar fyrir ágæta sam-
veru, góð kynni og greiðvikni síð-
an að ég sá þau fyrst ung að ár
um. Bið ég guð að blessa brautir
ISLENDINGAÞÆT HR