Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 13
veriS aðaláhu'gamálið, en á áru* uim 1925—40 voru erfiðir tímar, svo að nokkuð dróst að draumur inn rættist. Erfðagóss var ekki fyr ir hendi og ekkert um að ræða annað, en að bjargast af eigin ram- lei'k. Og Valtýr fór hægt af stað og gáði vel til veðurs, stundaði smíðar, smábátaútgerð og sveitabú skap, gerðist hlutgengur á sviði félagsmála, aflaði sér reynslu og hagnýtrar þekkingar. í lok við skiptakreppunnar miklu, rétt fyr- ir stríðið, var þó teningnum kast að, og fyrsti síldarbáturinn hans, happaskipið Gylfi, hljóp af stokk unum. Hagsýni var beitt og heppn- in var með. Sótt var fram og út gerðin færðist í aukana. Árangur inn þekkir samtíð Valtýs, enda hafa nú starfsbræður hans úr hópi útvegsmanna. o.fl. ritað af skiln- ingi og velvild um hann í blöðin. Auk þess fjölmenntu féagar úr L.Í.Ú., við jarðarför hans, vottuðu hinum látna á sérstakan og hlýleg an hátt virðingu sína, en aðstand- endum vir.semd og samúð. Allt var þetta vel við hæfi. Valtýr gegndi trúnaðarstörfum fyrir L.Í.Ú. og var framarlega í félagsmálum þeirra samtaka um árabil. Naut hann þess að verðugu, hve hann var gTöggskyggn á málefnin og góð ur félagi. Framkvæmdir sjálfs hans stóðu líka sterklega að baki öllum þeim afskiptum. Veiðiskip hans urðu fimm, srldarsöltunar stöðvar brjár og svo kom síð ast hraðfrystihúsið á Seyðisfirði. Enn skal þess getið, að hann hóf fyrstur útvegsmanna flutning á sjósaltaðri síld af fjarlægum mið um og þurfti til þess að leigja er- lent skip. Reyndist þetta hin þarf asta nýjung og vakti verðskuld aða athygli. Allt til hins síðasta, var atorkan og framkvæmðtihráin mikil, og kom hann flestu ef ekki öllu fram, sem hann ætlaði sér. En Valtýr stóð ekkl einn í rtarfl að sínum framfcvæmdamál um. f fyrsta lagi stóð hans ágæta kona, Dýrleif Ólafsdóttir frá Stein koti á Árskógströnd, dyggilega við Mið eiginmanns síns f öllum um- svifuim, stjórnaði heimili þeinra af rausn og myndarskap og var löng um bæði bóndi og húsfreyja þeg- ar Valtýr var langdvölum annars staðar. Svo komst Hreiðar, sonur þeírra snemrna inn í störf föður síns og stóð síðan alla tíð við hlið hans í stjórn og framkvæmdum, aflaði sér fljótt bæði álits og virð ÍSLENDINGAÞÆTTIR íngar hjá starfsmönnum fyrirtæfcj- anna. Hefur hann, hið síðari ár, eft ir að faðir hans misstl smám sam an heilsuna, staðið við stýrið «g farizt það vel úr hendi. Fyllir hann nú skarð föður síns með sóma, svo að á starfseminni sér enga brotalöm, þó að víkingurinn sjálfur sé í val fallinn. Þau Valtýr og Dýrleif giftust heima á Litlu-Hámundarstöðum, en fluttust fljótlega til Akureyrar og áttu þar heima nOkkur ár. Þá Iosnaði úr ábúð „landnámsjórð11 Þorsteins Vigfússonar, Rauðavík- in. Fluttu þau þangað vorið 1927, keyptu jörðina og hófu þar bú skap og síðar útgerð. Mun þá hafa verið ætlun þeirra, að staðsetja þar fyrirhugaðan stærri atvinnu- rékstur, enda hljóp hann af stokk um rúmum áratug síðar. Hálfan annan áratug bjuggu þau á Rauðu vfk, en fluttu svo alfarin aftur til Akureyri árið 1943. Hvorugu þeirra hjóna mun þó hafa verið ljúft að hverfa frá Rauðuvík, en útgerðin krafðist aðstöðu og oft langdvalar á Akureyri, svo að þetta varð ekki umflúið. Reistu þau hús sitt í Fjólugötu 18, hafa búið þar síðan og haft þar skrifstofu og miðstöð fyrirtækja sinna. Síðustu árin, sem Valtýr var á Rauðuvík, var , hann oddviti hreppsnefndar þar í sveit. Jafn- snemma og hann kom í hrepps nefndina var verið að hefja bygg ingu skóla og samkomubússins að Árskógi. Verður ekki sagt með sanni annað. en að það var í mik- ið ráðizt á erfiðum tímum. Hrepps félagið fámennt og fátækt, en stór hugur í mörgum og þörfin brýn. Oddvitinn var sjálfkjörinn aðal- framkvæmdastjóri bv<jcringar innar'og reyndist Valtýr þar hinn traustasti. Kom vel í Ijós á þeim árum, hve vel hann var til for- ystu fallinn, og leysfi hann odd vitastörfin af hendi með prýði. Í síkum störfum nýtist vel árvekni og dugnaður, nokkur fastheldni, hreinsklptni og orðheldni. Valtýr Þorsteinsson var auk þessa hinn prúðmannlegasti í framfcomu, glað legur I viðmóti, djarfmannlegur, rökvís og vel máli farinn. f hópl góðra vina var hann oft hrófcur alls fagnaðar, broshýr og hlátur mildur, orðlieppinn, hjálpfús og sfcemimtilega liðtælkur, hvað sem á dagskrá var. Þannlg munum við hann einfcum, féTagarnir f ung- mennafélaginu Reyni. Meðan sjúfc dómsáföi og ikamleg fötl'un efcfcí' hindruðu, var Vatýr aðsópsmikill verkstjóri og starfsmaður I bát og á bryggju, ýtinn nokkuð, eirns og íftt er um áhugamenn, og kröfu harður um vandvirkni. Á síldarár unuim miklu var oft talað um þenn an eyfirzka athafnamann, og marg ir voru þá í starfi hjá þeim feðg um og á mörgurn stöðum í senn, Gladdi það oft gamla vini og Ár skógströndunga hvers konar orð fór af þeim Rauðvíkingum og at- vinnurekstri þeirra, bæði nær og fjær. Það var allt á einn veg Brá- sagnavert og til fyrirmyndar. Mun Valtýr verða mörgum minnisstæð ur fyrir stjórnsemi og dugnað, út- sjónarsemi, kjark og seiglu, en þessir eðliskostir komu skýrt fram í störfum hans. Þjóð vorri er margra muna vant, en fárra elns og fleiri slíkra manna. Ekki verður hjá þvi komizt, að sakna manna eins og Valtýs Þor steinssonar, og fátækara er samfé- lagið við fall slíks skörungs. En hvort tveggja er, að lengi mun jafnan lifa minningin um góðan, vaskan dreng, og svo er sannfær ingin um, að einhvers staðar I Guðs allieimsgeimi, muni hann halda áfram að skipa vel rúm hins starfandi, vakandi mánns. Valtýr og Dýrleif eignuðust tvö börn, bæði hin mannvænlegustu. Hreiðars útgerðarstjóra, hefur ver- ið getið fyrr í þessu greinarkorni. Valgerður Þóra lézt uppfcomin, frá eiginmanni og ungum syni. Hún var yndisleg fcona, og varð öllurn harmdauði, sem til þekktu. Bjuggu þau systkinin við mikið ástríki for- eldra sinna og hlutu hjá þeim gott uppeldi. Einkenndist heimilið af gagnkvæmri alúð og umhyggju semi, ást og virðingu. Frú Dýrleif og Hreiðari, svo og öllum nánum vinum Valtýs og vandamönnum, votta ég samúð mína. Hinum látna bið ég blessun- ar Guðs. Jóhanncs Óli Sæmundsson. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.