Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Side 21

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Side 21
Ég Hiinnist hans allt frá bernsk- unnar dögum. Heimilið stóð á Hverfisgötnuni, þar, sem norska Sendirá'öið nú er til húsa. M var iitið á Mattihías Einarsson lækni, fÖður hans, sem einn mesta vel- gerðanmann þessa bæjar. Hann Var þá, þegar ég man fyrst, aðal- skurðlæknírinn í bænum, næst- um sá eini, sem allur þunginn hvíldi á, því Landsspítalinn var þá ekki kominn. Á nóttu sem degi sá- Um vér bíl Matthíasar Iæknis renna upp Túngötuna, því alltaf var hann viðbúinn. Og móðir Matt- híasar yngri, frú Ellen, var ein af þeim kyrrlátu, tignu „dömum“, er á vissan hátt settu hefðarsvip á þennan þá litla bæ. Við Mattbías lékum ofckur oft saman sem dreng ir og hann var sjálfum sér sam- fcvæmur til hinzta dags. Hár og bjartur, fölleitur, einbeittur á svip og átti það bros, sem við skóla- bræður hans aldrei gleymum. Hann var íþróttamaðurinn, útivist- armaðurinn, hestamaðurinn, sem' átti lífsins björtustu st’indir und- ir heiðum himni í faðmi kyrrar og stórbrotinnar náttúru þessa lands. — Hann var etoki allra, hann var seiníekinn, en traustur eins og hjargið. — Stundum þótti oss hann e.t.v. nokkuð hrjúfur og harður — on þannig var hann og í sjálfs sín garð. — Hann hlífði sér eigi og fcveinkaði sér aldrei. Og þannig barðist hann nú baráttunni hinztu, s©m sú hetia, sem ég mætti i blá- nm augum hans á okkar drangja- árum. Það er sem mér finnist fjöllín hér um kring, sem hafa verið bak- grunnur ævi okkar beggja, vera framandlegri og fjær eftir að hann ©r farinn frá oss. Garðar Svavarsson. f i.Þau tíðkast nú hin breiðu spjót ln“- Á tæpu ári hafa riðið um HJaUarbrú tveir Fáksfélagar, sem a undanförnum áratugum hafa ver ln í hópi þeirra reykvísku hesta- nianna, sem hvað hæst hefur bor- lð- Báðir féllu fyrir aldur fram. Einar G. E. Sæmundsson iézt í ©brúar sl. og í dag kveðjum við "’otthías Matthíasson. Matthías gerðist Fáksfélagi á yystu árum félagsins. ét málefni þess jafnan til og honum var annt um ^slendingaþættir sln taka nag þess. Hann var varaformaður Fáfcs ár in 1934—1937. Matthías var í hópi ofckar allra fremstu reiðmanna. Allt fór sam an sem betur var: Höfðingleg áseta, góður búnaður manns og hests og undir engum virtust hest- ar fara betur en Matthíasi. Þjón- ustan við manninn og samvist varð að gleðileik fyrir hestinn í hönd um Matthíasar. Matthías var því ósjaldan kvadd- ur til að riða góðhestum á sýning- um, þegar mikið skyldi viðhaft. Hann var einnig marg ^í^nis fenginn. til setu í dómnefndum á hestasýningum, þegar vel skyldi til verka vandað. Mattbías var um árabil í ritstjórn blaðs hestamanna, Hestui’inn okk ar. Ég minnist Matthíasar allt frá íyrstu árum mínum í hesta- mennsku. Hann tók mér af vin- semd og bauð mig velkominn í hópinn, sem þá var ekki eins stór og nú er orðið. Hann gaf mér og fleirum af yngri kynslóðinni mörg holl ráð og hverjum sem með honum var í hestamennsku „kom hann til nokk urs þroska“. f samskiptum var Matthías ein lægur og stefnufastur, háttprúður höfðingi, sem virtis jafnan njóta sín betur í fámennum hópi félaga en í þys fjölmennis. Við leiðaskil færi ég Matthíasi einlæga þötok okkar Fáksfélaga fyr ir allt það jákvæða, sem hann lagði tU hestamennsk'unnar og fyrir saan fylgdina með honum. Víst hefur Gjallarbrú dunað und ir góðgangi, þegar Mattlhías reið hana. Sveinbjöni Dagfinnsson. f Kveðja frá Landssambandi hesta- mannafélaga. Þegr Matthías Matthíasson er til moldar borinn, minnumst við fé- lagar hans í samtökum hesta- manna hans með þökkum og virð- ingu. Matthías var hestamaður í fremstu röð og gat engum dulizt það, er sá hann á hestþaki eða í hesthúsi. Fullgerði hesturinn hlýddi kalli knapans fumlaust og án átaka og framganga manns og hests var fastmótuð og höfðingleg, og folinn sótti fljótlega til hans styrk og stuðning á sinni ótryggu ferð út í alvöru lifsins og mætti þar skilningi og kjarki, sem altírei brást. Á allri vegferð var Matthías hinn trausti og úrræðagóði samfylgdar maður, hvort sem farin var lengri eða skemmri ferð á hestum eða staðið í félagslegum átöfeum. Og þótt hann kveddi sig aldrei til for- ustu, þá voru ráð hans meira met- in en margra þeirra er meira létu Hann léði aldrei máls á því að taka að sér starf, nema hann væri sjálfur öruggur um að geta leyst það af hendi svo að ekki yrði að því fundið. Hann var fuiltrúi hesta mannafélagsins Fáks á ársþingum L.H., og um árahil í umsjónar- nefnd með landsmótssvæði L.H. við Skógarlióla. Þá átti hann sæti í dómnefnd gæðinra á landsmótum 1958 og 1962. En mesta starf hans í þágu L.H. var unnið í ”'tnefnd tímaritsins Hesturinn okkar, en þar átti hann ;æti frá því að ritið hóf göngu sína og allt til þess að hann óskaöi að verða leystur frá því starfi, er hann fann starfsgetu sína þverra, þótt öðrum væri þá ekki Ijóst að svo væri. Hann lét sér mijög annt um tímaritið og var óþreytandi starfskraftur í útgáfu- sjórninni um öflun efnis og mynda, en því er þessa getið hér sérstaklega, að öllum kunnugum var Ijóst, að velgengni sína átti tímaritið ekki sízt að þakka smekk vísi Matthíasar og óvenjulegum starfsáhuga hans. Og nú, þegar Matthías er allur og etoki verður oftar notið ráða hans, né hlýtt á snögg og mark- viss tilsvör hans, þá er svipminna umhverfis vini hans alla. Okkur þykír hann hverfa-fyrr en hóf er á og reynsla hans og hæfni mætti enn verða samferða mönnum hans til örvunar í starfi. En enginn má stoöpum renna. Við kveðjum að leiðarlokum góðan félaga með þökk og biðjum alföður að blessa för hans fram á veg. Á þessari kveðjustund, þykir mér gott að rifja upp þessi vísu- orð, sem kveðin voru við fráfall annars öðlingsmanns: 1 Ríður greitt að Gjallarbrú gamall maður veginn. Hófaslögin þefckir þú þau voru hrein sem baxnsins trú og þagna efcki heldur hinum megin. Far þú í friði. Steinþór Gestssen. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.