Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Side 25

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Side 25
SJÖTÍU OG FIMM ÁRA: Anna Guörún Guðmundsdóttir Hinn 18. apríl síðastliðinn varð 75 ára merkiskonan Anna Guðrún Guðmundsdóttir, Njálsgötu 74 í Reykjavík. Er hún fædd að Innra- Hólmi við Akranes 18. apríl 1895. Voru foreldrar hennar þau hjónin Guðmundur Þórðarson, þáverandi bóndi á Innra-Hólmi og Soffía Þor- kelsdóttir frá Ormsstöðum í Grímsnesi. Var Þorkell Jónsson afi hennar hreppstjóri Grímsnes- inga, dannebrogsmaður og vel met- inn bóndi. Kona hans og amma Önnu var Ingibjörg Þórðardóttir bónda á Ormsstöðum. Er Anna því breinræktaður Árnesingur í sína móðurætt. Föðurættin er aftur á móti úr Reykjavik og grenndinni. Afi hennar var Þórður Guðmunds son frá Skildinganesi, en þar bjó Guðmundur faðir hans með konu sinni, Guðrúnu, sem var af hinni merku Engeviarætt. Áttu þau hjón in alls 17 börn og komust 10 af þeim til fullorðinsára, 5 synir og 5 dætur. Þeir Þórður og Pétur í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, faðir þeirra Sigurðar skipstjóra á Gull- fossi hinum gamla og frú Guðrún- ar, ekkju Sigurgeirs biskups, voru systkinasynir og margt merkra manna er í þeirri ætt. Þórður var umsvifamikill athafnamaður, stundaði sjómennsku og útgerð, átti meðal annars þilskip, sem hann gerði út. Hann var mjög afla- sæll og þótti gott að vera á hans útvegi. Hann var stundu.m kennd- ur við Glasgow og átti um tima það stóra hús, -em mun hafa ver- ið með stærstu húsum hér á sinni tíð. Seldi hann það hús nokkru áður en það brann, en keypti síð ar gamla læknisbúrtaðinn Nes við Seltjörn. Var hann fyrir flestra hluta sakir mikill merkismaður. Hann dó í Reykjavík 1916 og kona hans, Anna Þorkelsdóttir, sem var Árnesingur að ætt, þremur árum síðar. Synir þeirra voru 4, þeir: Guðmundur, Pétur, Þórður og Þor kell. Voru þeir allir hinir mestu dugnaðarmenn. Foreldrar önnu bjuggu um skeið á Innra-Hólmi, en er hún var tveggja ára, fluttust þau með ÍSLENDINGAÞÆTTIR hana, sem var þeim einkabarn, til Reykjavíkur og hefur frú Anna átt þar heimili síðan. Var hún með foreldrum sínum til 8 ára aldurs, en þá slitu þau samvistir og fór hún þá til Þórðar afa síns og konu hans og ólst hún upp hjá þeim til fullorðinsára eða meðan þau lifðu og reyndust þau henni bæði ástrík og umhyggjusöm svo sem bezt mátti verða. Minnist Anna þessara merku hjóna jafnan með mikilli virðingu, þakklæti og kær- leika, Enda þótt heimili hennar væri hjá afa hennar og ömmu, hafði hún þó alltaf samband og samfélag við móður sína, sem mátti s' gja að sleppti aldrei hend- inni aí henni. Faðir hennar var aftur á "íóti lítið í Reykjavík eftir að þau ! ónin skildu, en var lengi við sím: '-'gningu úti á landi. Eftir lát fóstu óreldra sinna fór hún til Pétrrs fö-ðurbróður sins og var hjá honum þar til hún stofnaði sitt •' igið heimili. Á’ið'1936, hinn 16. maí giftist hún Árna Ólafssyni rithöíundi og útgefanda frá Blönduósi. Sama vor ið keyptu þau húsið á Njálsgötu 74, þar sem frú Anna býr ennþá. Það voru mikil heillaspor fyrir þau bæði er þau gengu 1 hjónaband. Bæði voru þau fullorðin vel, er leiðir þeirra lágu saman, en kær- leiks-samband þeirra var eng- inn góugróður og vart mun finn- ast fegurna né traustara tilhugalff en milli þeirra var ríkiandl alla tíð. Hvorugt þeirra var heilsu sterkt. Samt mátti með sanni segja að öll þeirra sambúð væri einn sólskinstími. Þau voru samhuga og samtaka í öllum Mutum. Þau voru samtaka um að gera hvort öðru það til ánægju sem þau vissu að kom sér bezt. Þau voru samtaka um að gera heimilið þeirra aðlað- andi með því að láta jafnan anda gleði og góðvildar ríkja þar, svo að öllum var það yndisstund að dvelja undir þeirra þaki. Og þau voru samhent í óvenjulegu örlæti bæði í veitingum og gjöfum til vina sinna. Vinsældir þeirra voru því að maklegleikum miklar og traustar. Og þó að hér sé allmikið sagt um kosti þessara heiðurshjóna þá hygg ég, að engum kunnugum muni finnast þar nokkuð ofsagt. Árni ólafsson var afkomandi Bólu-Hjálmars. Móðir hans var dótturdóttir skáldsins. Skáld- hneigð og listfengi hefur allmikið komið fram í þeirri ætt og þá einnig í Árna Ólafssyni. Hann samdi nokkrar skáldsögur og gaf út ásamt fleiri þýddum sögum. Einkennið á öllum hans eigin sög- um er, hvað þær eru allar falleg- ar og mannbætandi að lesa þær. Persónurnar sem þar koma fram eru að jafnaði góðar og göfugar og til fyrirmyndar. Hann gat ekki skapað öðru vísi persónur í sög- um sínum. Hinn 8. nóv. 1966 varð hann bráð kvaddur. Hann hafði dvalizt nokkra daga á spitala, en átti að fara heim um daginn. En heimför- in varð á annan veg en ætlað var. Þetta var að sjálfsögðu meira áfa’1 fyrir frú Önnu en orð fá lýst, en ef til vill kom þá bezt í ljós, að hún var ekki aðeins gæðakona, 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.