Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 4
ííiála, Qg stjórnmálaforingi getur ek'ki vænzt þess að sitja á friðar- stóli. Bjarni Benediktsson var mik ill stjórnmálamaður. Að dómi floktosbræðra isinna var hann stjórnsamur flokksforingi og ráð- hoilur leiðtogi. Hann var víðfróð- ur og langminnugur, mælslkur og rökvís, skapmikill og sóknharður andstæðingur. Traustur var hann og hreinskilinn í skiptum við andstæðinga jafnt sem samherja, eljusamur og ósérhlífinn. Hann hafði gott vald á íslenzku máli í ræðu og riti, og lögfræðirit hans bera honum vitni sem glögg- skyggnum og traustum fræði- manni. Hann lét sér stundum um munn fara í þessum sal, að mann- Sjö fyrrverandi alþingismenn hafa ,andazt frá því er síðasta ðlþingi lauk störfum. Þeir eru Catrín Thoroddsen læknir, sem andaðist í sjúkrahúsi hér í borg 11. mai, sjötíu og þriggja ára að aldri, Bjarni Bjarnason fyrrver- andi skólastjóri, sem lézt í sjúkra- húsi hér í borg 2. ágúst, áttræð- ur, Bjarni Snæbjörnsson læknir, sem andaðist á heimili sinu í Hafn- arfirði 24. ágúst, áttatíu og eins árs, Magnús Gíslason fyrrverandi anna verk væru ófullkomin. Með stefnufestu, viljaþreki og óvenju- legri starfshæfni vann hann að máium á þann veg, sem hann taldi fyrir beztu. Sagnfræðingar eiga eftir að vega og meta gildi verka hans, en saga íslendinga um mið- bik 20. aldar verður ekki sögð án þess að láta hans víða getið. Al- þingi verður svipminna við frá- fall slíitos forustumanns, og svip- leg ævilok hans eru þjóðinni allri harmsefni. Þingheimuir og þjóðin öll mun lengi minnast Bjarna Benedikts- sonar og ástvina hans, sem létu með honum lif sitt 10. júlí síð- astliðinn. skrifstofustjóri, sem lézt í sjúkra- húsi hér í borg 21. september, áttatíu og fimm ára, Karl Einars- son fyrrverandi sýslumaður, sem andaðist í sjúkrahúsi hér í borg 24. september, nítíu og átta ára, Þóroddur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, sem varð bráð- kvaddur í gistihúsi hér í borg 3. október sextíu og sjö ára að aldri, og Gísli Jónsson forstjóri, sem lézt í sjúkrahúsi hér í borg 7. október, áttatíu og eins árs að aldri. KATRÍN THORODDSEN Katrín Thoroddsen fæddist 7. júlí 1896 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Skúli ritstjóri og al- þingismaður Thoroddsen, sonur Jóns sýslumanns og skáids Thor- oddsens, og kona hans, Theodóra Thoroddsen, dóttir Guðmundar prófasts og alþingismanns á Kvennabrekku Einarssonar. Hún iauk stúdentsprófi við menntaskól- ann í Reykjavík árið 1915 og læton- isprófi við Háskóla íslands 1921. Við framhaldsnám í sjúkra- húsum í Noregi og Þýztoalandi var hún á árunum 1921—1923 og fór siðar margar námsferðir til út- landa, eiinkum til að kynna sér heilslugzælu og heisluvernd barna. Árin 1924—1926 var hún héraðs- lætonir í Flateyjarhéraði, síðan starfandi læknir í Reykjavík, við- urkenndiur sérfræðiugur í barna- sjúkdómum 1927, læknir ung- barnavemdar Líknar, síðar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur 1927 -1940, yfirlæknir þar 1940— 1955 og loks yfirlæknir b3rnadeild ar Heilsuverndarstöðvar lteykja- víkur 1955—1961. Katrín Thoroddsen tók sæti varaþingmanns á Alþimgi um skeið haustið 1945, en var síðan lands- kjörinn allþingismaður á árunum 1946—1949, átti sæti á 5 þingum all'S. í undribúningsnefnd Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur var hú.n frá 1946 og i undirbúnings- nefnd Bæjarspítala Reyjtoavíkur frá 1949, en Iagði niður störf í þeirri nefmd. Hún var í bæjarstjórn Reykjavíkuir 1950—1954 og átti sæti í bamavemdarnefnd um stoeið. Katrín Thoroddsen helgaði ævi- stanf sitt fyrst og fremst lækning- um og líknarmálum. Hún hóf lækn isstörf sín í erfiðu læknishéraði og reyndist þeim vanda vaxin. Síð- an varð hún fyrst kvenna til að stunda almenn læknisstörf hér í Reykjavík. Hún varð vinsæll lækn ir, fórmfús og ósérhlífin, um- hyggjusöm börnum og öllum smæl ingjum og ótrauð í baráttu fyrir umbótum í heilbrigðis- og rnann- úðarmálum. Á Alþingi átti hún sæti í heilbrigðis- og fslagsmála- nefnd og simnti hér mest þeim málaflokkum, sem þar er fjallað um. Hún haíði fastmótaðar skoð- anir um sjálfstæði þjóðar sinnar og samstarf við aðrar þjóðir og lét að sér kvéða, er henni þótti þar vikið af réttri braut. Hún átti það til að vera hrjúf og hvass.vrt, er hún varði málstað sinn. var kröfuhörð við sjálfa sig og aðra, heilsteypt og einlægt i baráttu fyr- ir hugsjónamálum sinum. BJARNI BJARNASON 2 Jarni Bjarnasoin fæddist október 1889 á Búðarhóli í lustur-Landeyjum. Foreldrar hans voru Bjarni bóndi í Búðarhólshjá- leigu Guðmundsson bónda þar Sig urðssonar og kona hans Vigdís Bergsteinsdóttir bónda á Torfa- stöðtim á Fljótshlíð Vigfússonar. Hann stundaði nám i Flensborgar- stoóla 1907—1909, lauk kennara- prófi í Reykjavík 1912 og iþrótta- kennaraprófi í Kaupmannahöfn 1914. Hann var kennari við barna- 'skólann í Hafnarfirði 1912—1915, skólastjóri þess skóla 1915—1929 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.