Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Qupperneq 12

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Qupperneq 12
MINNING Sigbjörn Guðmundsson frá Borgarfirði eystra Sigbjörn Guðmundsson andað- ist að heimili sínu í Reykjavík 31. ágúst síðastliðinn. Hann hafði að vísu kennt nokkurs lasleika öðru hvoru síðustu tvö árin. Þó kom öllum, sem hann þekktu, fráfall hans mjög á óvart. Hann var mað ur ekki kvartsár og hafði litið orð á lasleika sínum. Þess vegna höfð um við, sem þekktum hann ef til vill ekki litið á þennan lasleika lians jafn alvaj-legum augum og ástæða hefoi annars verið til. Til síðustu stundar varðveitti hann óbreytta framkomu sína, hina hljóðlátu gleði sína og stillingu, sem var höfuðatriði í allri framkomu hans. Hann fæddist í Húsavík í Borg- arfjarðarhreppi-eystra 15. marz 1904 og var, því á sextugsta og sjöunda aldursári, er hann lézt. Foreldrar hans kreppan mikla grúfði utan dyra. Á þeim timum var efnahagur þurrabúðarfólks í kaupstöðum vægast sagt þröngur. Pálínu tókst þó listilega að leysá þá þraut að gera ailt úr engu. Manni verður ósjálfrátt á að hugsa til hinnar miklu breytingar, sern á er orðin. Nú virðist sann- arlega ekki vera mikill vandi að vera húsinóðir. Starfsgleði og hressandi and- blær lék jafnan um Pálínu í Odda, meðan hún hélt fuiium starfskröft um og heilsu, og þessa gætti ekki einungis á hlýlegu heimili hennar. Hún var meðal annars drífandi kraftur í Kvenfélagi Reyðarfjarð- ar, ósérhlífin og hjálpsöm, ef á þurfti að halda í félagsmálum sem öðru, er verða mátti til að hressa upp á samstarf og gleðistundir í fábreytiléika þorpsins. Þessi glað- væra kona var öll af vilja gerð til að láta ætíð gott af sér leiða. — Svartsýni og barlómur var henni fjarri skapi, slíkar umræður leiddi voru Guðmundur Pálsson bóndi á Daliandi í Húsavík og kona hans, Ragnheiður Hjörleifs- dóttir. Faðir hans dó þegar Sig- björn var kornungur, og ólst hann upp nieð móður sinni á ýmsum stöðum í Borgarfirði eftir það. Hann naut í uppvexti þess venju- lega barnaskólalærdóms, sem þá tíðkaðist. En kjörin voru kröpp, sem að líkum lætur, og varð hann að fara að vinna fyrir sér urn fefmingaraldur. En um tvítugsald- ur fór hann í unglingaskóla, sem Þorsteinn M. Jónsson rak þá um nokkurt skeið á Borgarfirði. Ég minnist þess nú, að hann hafði eitt sinn orð á því við mig, að af þeirri skólagöngu hefði hann og margir aðrir haft mikið gagn. Sig- björn var mjög múkíkalskur maður og hafð yndi af söng. Ingi T. Lárusson var þá um skeið á hún hjá sér. Það er styrkur fyrir samferða- fólkið, mannbætandi hverjum ein- staklingi að kynnast slíkum per- sónuleika, ekki sízt á atvinnule.ysis- og krepputímum, þegar mest reyn ir á þolrifin í lífsbaráttunni. Um leið og við minnumst Pálínu Þorsteinsdóttur, skulum við vona og óska þess, að íslenzka þjóðin eignist fleiri slíkar konur, góðar konur og fyrirmyndarhúsmæður, sem tekst með elju og nægjusemi að móta hlýtt og virðulegt heimili, hvað sem ytri kjörum Jíður. Hér með sendi ég, fjölskylda mín, systkini og við öll Reyðfirð- ingar innilegar samúðarkveð.jur til barna og ættingja frú Pálínu. — Ég held ég megi segja, að henni var vel tekið á Reyðarfirði, þegar hún kom þangað, ung og óþekkt, en henni auðnaðist líka að launa þær móttökur í ríkum mæli. Þökk sé henni og heimili henn- ar. E.B. Malmquist. Borgarfirði og hafði mjög örvandi áhrif á allt sönglíf þar meðan hans naut við. Þá lærði Sigbjörn eitthvað að þekkja nótur. Það var hin eina undirstaða, sem hann fékk á því sviði. Hún dugði hon- um til þess að hann varð allgóð- ur orgelspilari, sem sést af því að hann varð forsöngvari í Borgar- fjarðarkirkju og gengdi því starfi um tugi ára, eða þar til hann flutli frá Borgarfirði 1962. Sömuleiðis æfði hann kóra í sveitinni og hafði alla forgöngu um það sönglíf, sem þar var iðkað og um allt var hann virkur maður í gleðskap og félags- lífi í sveitinni. Áf því, sem 'nú er sagt, má ljóst vera að hugur hans rnuni hafa staðið til meiri mennta, því að greind og aðra hæfileika hafði hanm næga til þess, en eína- hagserfiðleikar meinuðu honum það, eins og svo mörgum öðrum á þeim árum. Bókhneigðui var hann í bezta lagi og las allt það, er hann náði í, og varð vel að sér á ýmsum sviðum, einkuni á sviðum þjóð- legra fræða ýmissa og eignaðist sjálfur með áranna fjöld milkið og gott bókasafn. Mun hann á þann hátt hafa bætt sér upp að mjög miklu leyti þann skort á skóla- göngu, sem hann leið f.yrir á æsku- árum. Sigbjörn var að eðlisfari prýði- lega verki farinn maður og þegar á unga aldri stóð hugur hans til smíða, enda «rðu smíðar hans að- alstarfssvið og hafði hann á hendi byggingu flestra húsa sem reist voru á Borgarfirði og nágrenni um langt skeið og þegar hann fluttist til Reykjavíkur, urðu smíð- ar hans aðalstarf. öll þau störf sem og önmur, er hann tók að sér /eysti hann af hendi af fyllstu sam- vizkusemi og vandvirkni. Það lætur að líkum að svo vel greindur maður og athugull öðlað- ist traust sveitunga sinna, enda voru honum falin ýms trúnaðar- ■törf. Þegar hafnargarður var 12 ÍSLENDINGAÞÆFTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.