Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 17
bil og áratugi þýðingarmikill burS arás af íslands hálfu í viðskipta samningum við helztu viðskipta ríki íslands. Fór þar saman yfir gripsmikil viðskipta og atvinnu þekking ásamt með hagnýtri reynslu og vitneskju um framþró un viðskipta innanlands og utan, og þessu til viðbótar var Richard Thors gæddur sérstakri samninga lipurð og úrræðasemi og hafði til að bera aðlaðandi viðmót ásamt myndugleika og persónuleika, sem virtur var og mikið mark tekið á. Svo sem fyrr greinir, var Sveinn Björnsson fram að því að hann varð ríkisstjóri og síðar forseti nánast fastur formaður viðskipta nefnda landsins, en vafalaust er, að öllum öðrum ólöstuðum, að til lögur og áhrif Richard Thors hafi oft orðið til úrslita um farsælar samningagerðir. Eftir stríð héldu samningagerðir áfram um erlend viðskipti íslands og má þar fyrst nefna samninga um toll á íslenzku kjöti í Noregi og viðskiptin við Noreg, en kjöt tollurinn norski ógnaði um árabil afkomu íslenzks landbúnaðar, en leystist þó svo að við varð unað. Svo fylgdu í kjölfar aðflutnings bannsins á áfengi tollahækkanir og innflutningstakmarkanir á salt fiski til Spánar, sem ógnuðu ís lenzkri útgerð og þjóðarhag. Loks skall svo heimskreppan mikla yfir þjóðina á árunum 1929 til 1930 og í kjölfar kreppunnar fylgldu almennar viðskiptatakmarkanir þjóða á milli. Varð Richard Thors þá þátttakandi í samningum við Spán 1934. Svo endurtók sagan sig um erfiðleika í viðskiptum við Ítalíu 1935 og Noreg 1939, og var Richard Thors áhrifamikill aðili í samninganefndum þeim, er þau mál leystu. Öll síðari stríðsárin var svo Ric- hard Thors fulltrúi í fastanefnd utanríkisviðskipta (Joint Standing Comittee) og í útflutningsnefnd að stríðinu loknu. Fullyrða má að eng inn einn maður á íslandi hefur um jafn langt árabil átt jafn fjöl þættan þátt í mótun utanríkisvið skipta íslands. Þá verður á ný vikið aftur í tímann. Samtímis og opinber störf hlóðust meir á föður Richards Thors, gerðist Richard virkari þátt takandi í atvinnurekstri föður síns og varð árið 1912 einn af með stofnendum Kveldúlfs, stærsta og umsvifamesta einkafyrirtækis, sem þá og um langt árabil og ára tugi, var rekið á íslandi, og fram kvæmdastjóri þess frá stofnun og stjórnarformaður lengst af. Kveld úlfur og þeir, sem það fyrirtæki áttu og þvi stýrðu, varð um langt árabil bitbein í stjórnmálaátökum, eins og oft vill gerast í fámenni smárra þjóða um þá og það, sem hátt ber. En nú, eftir að skot reykirnir eru foknir burt af þeim skærum, sem í því sambandi voru háðar, er það viðurkennt, að Kveld úlfur varð brautryðjandi í íslenzk um einkarekstri, og mennirhir, sem þar stýrðu og stjórnuðu, settu markið hátt og urðu til viðmiðun ar um það. sem til fyrirmyndar mátti telja og settu .stóran svip á dálitið hverfi“. Þar naut Richard Thors sín vel í hópi bræðra sinna og samstarfsmanna og stóð í fararbroddi þess stórhugar og framsækni, sem þá fór í hönd i út- gerðarmálum landsmanna. Reykia vík i dag er ávöxtur þeirrar upp byggingar, sem fylgdi i kjölfar tog araútgerðarinnar, meðan sá at vinnuvegur var og hét oe fékk að njóta sín. Þótt margs sé að minnast og af miklu að taka, er Richard Thors er kvaddur að leiðarlokum, mun nafn hans í opinberu lífi bera hæst í sambandi við fisksölumálin ís- lenzku. Kveldúlfur var allt í senn, félag, sem gerði út marga togara og minni fiskiskip, verkaði afla þeirra og seldi hann á erlendum mörkuð um og keypti og seldi framleiðslu annarra aðila og annaðist útflutn ing sjávarafurða i heild. Þegar erfiðleikarnir hrönnuðust upp í sambandi við það að saltfiskmark aðurinn á Spáni þrengdist. fram boð ólíkra aðila á saltfiski á er lendum mörkuðum, bæði erlendra og innlendra, gáfu villandi hug myndir um fiskmagnið, sem selja þurfti á hverjum tíma, fleiri aðilar buðu sama saltfiskmagnið. þá var þessum þýðingarmikla þætti í út flutningsverzlun íslendinga illa komið og hélt við hreinum þjóð arvoða. Einstaklingar og fyrirtæki riðuðu til. falls og íslandsbanki hrundi, Þá skipaði Richard Thors sér í hóp þjóðhollra manna, og Kveldúlfur gerðist þátttakandi í stofnun Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda og lagði niður einkahagsmuni sina í sambandi við fiskútflutninginn og settist við sameiginlegt hagsmunaborð ann arra fiskframleiðenda í landinu, stórra og smárra. Samband íslenzkra fiskframleið enda var stærstu og þýðingar mestu samtök um útflutning ís lenzkra afurða, sem stofnuð höfðu verið til þess tima utan vébanda samvinnufélagsskaparins, en Sam band íslenzkra samvinnufélaga ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.