Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Síða 11

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Síða 11
NING Pálína Þorsteinsdóttir frá Reyðarfirði Fædd 3. ágúst 1895. Dáin 13. sept. 1970. Pálína Þorsteinsdóttir fæddist í Mjóafirði eystra, en átti ætt og uppruna í Vesmannaeyjum, dóttir Kristimar Sighvatsdóttur og Þor- steins Sigurðssonar, en ungbarn var Pálína tekin í fóstur til þeirra prýðishjóna, Sigurbjargar Sigurð- ardóttur og Sigurðar Sveinbjamar sonar, er heima áttu í Brekkuhúsi, Vestmannaeyjum. Hjá þeim hefur hún tvímælalaust notið umhyggju og góðs uppeldis, sem bert má imarka af allri framkomu hennar og myndarskap í heimilishaldi síð- ar, en þar var allt með glæsibrag. í upphafi vélbátaútgerðar hér á landi og löngum síðar var mi'kill samgangur og samskipti aust- firzkra sjómanna við útgerðarkaup staðinn Vestmannaeyjar, enda voru Eyjar sannkallaður brenni- punktur breyttra atvinnuliátta. Þaðan var stutt á fengsæl fiskimið og gróska í atvinnulífi og nýsköp- un. Hvergi er landgrunnið gjöfulla en í grennd við þessar eldfjalla- eyjar, og af þessum orsökum flykk- ist fólk víðsvegar að af landinu til að afla sér þar fjár og frægð- ar. Þannig atvikaðist það, að Pálína kynntist, þá aðeins átján ára göm- ul, dugandi og traustum austfirzk um sjómanni, er síðar varð maður hennar. Þetta var Þórarinn Björns son frá Stuðlum í Norðfirði. Þau giftu sig í Vestmannaeyjum 23. des. 1913. Á þessum árum voru líka upp- gangstimar á Austfjörðum, og fluttust þvi ungu hjónin þangað. Settust bau fljótlega að til fram- búðar á R“V/\arfirði, þar sem þau Voru me* sitt lögheimil'i til ársins 1946. Þórarinn maður Pálinu hélt áfram úteorA og sjósókn frá Reyð- arfirði. Gerði hann út vélbáta í fé- lagi með öðrum allt fram um 1930, ÍSLENDGNGAÞÆTTIR að kreppan mikla tók í taumana og lamaði þá atvinnugrein sem aðr ar í okkar blessaða landi. Eftir þetta stundaði Þórarinn verzlunar- og dagulaunavinnu, lengst af hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og síðar við Verzlunina Verðanda, eftir að þau hjón fluttust til ‘Reykjavíkur. Þór- arinn lézt 18. nóv. 1960. Fimm böm eignuðust þau hjón- im. Hið fyrsta dó ekki ársgamalt, og hefur það verið þungur missir ungum hjónum. Hin fjögur kom- ust öll til aldurs og eru hinir nýt- ustu menn. Eru þau öll búsett hér f borg nema yngsti sonurinn, er býr í Kanada. Unnur er elzt þeirra systkina, gift Þóri Skarphéðinssyni kaup- manni. Næst er Sigríður. gift Stef áni Einarssvn. forstióra Kiötvers h.f., þá Guðgeir. klæðskerameist- ari og framleiðslustjóri i Sportveri, og er hann kvæntur Sigríði Gests- dóttur áður flugfreviu. Yngstur er svo Kristinn Níls. búsettur í Kan- ada, kvæntur þar konu af íslenzk- um ættum, Lillian að nafni. Starf- ar Kristinn sem deildarstjórl hjá kanadísku •rí'kisjárnbrautum. Þegar við nú vinir og unnendur Pálínu í Odda, — en svo var hún jafnan nefnd heima á Reyðar- firði,,— hugsum um horfinn veg, þá er margs að minnast. Við er- um áreiðanlega öll þakklát fyrir þann mikla skerf, er hún l'agði fram og hennar gestrisna heimili: Hún miðlaði í fátæku sveitarfélagi, oft á þrengngartímum, umhyggju og ógleymanleg'Um samverustund um á litlu en sólríku heimili sínu. Ég man Pálínu fyrst, er ég strák hnokki kom með móður minni til hennar, en þær voru mikla vin- konur, enda mun móðir mín vera Ijósa flestra eða allra barna henn- ar. Mér er sérstaklega minnisstætt, hvað mér fannst Pálína þá stór- glæsileg kona, góðleg, frið sýnum og spengileg. —Og til hennar langaði mig aftur að koma, ef kost ur væri. Þessi fyrstu áhrif áttu ekki eft- ir að fyrnast sem draumórar lítils drengs, heldur þvert á móti. Öll síðari kynni staðfestu þessa eigin- Ieika. Löngu síðar, er ég hafði þrosk- azt nokkuð og sjónhringur víkkað, átti ég því láni að fagna að verða heimamaður í Odda, og Pálína gerðist matmóðir míin um hríð. Kynntist ég þá enn betur góðum kostum hennar, dagfarsprýði, hús- móðurhæfileikum þeim, sem hún hafði yfir að ráða, góðvild og nær- gætni. Ég hygg, að Pálína hafi verið gíæstur fulltrúi þeirrar íslenzku húsmóðurkynslóðar, sem gat fætt fjölskylduna og fegrað heimili sitt af alúð og mvndarbrag — þó að efni og aðstæðnr væru oft á tim- um þær erfiðustu. Það vár reisn og höfðingsbragur á öllu, þegar inn var komið á heimili jjeirra hjóna — og þar gleymdu gestir og gangandi, að M

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.