Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Side 23

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Side 23
Sigurbjargar, þegar hún heyrði lýsinguna á flutningi líksins, kýr- innar og barnanna frá Mel, á sama sleðanura og sjálf var hún látin tylla sér á kýrrassinn öðru hvoru. Ég nam af vörum þessarar gömlu konu, þar sem hún sat með prjón- ana sína og reri frarn í gráðið, þann heiðarharm, sem sker til hjartans og fylgir manni alla ævi. Hún var af ætt Guðmundar ríka sýsiumanns og fleiri stórmenna, en lífið skammtaði henni naumt og skákaði henni og Sigurbirni manni hennar niður á kotbýlið Mel í Tunguheiði, sunnan Hofsár. Þar bjuggu þau með börnum sín- um ungum, dreng og stúlku, þar til örlagadaginn 29.jan. 1894 að Sigurbjörn fór að næsta bæ, Há- reksstöðum á Jökuldalsheiði. í þann mund. sem hans var von heún, brast á hamslaus norðan hríð er stóð fram á næsta dag. Þegar veðrinu slotaði bað Guð- laug börnin að bíða sín róleg því hún yrði dálítið lengi í burtu, lokaði síðan bænurn og hélt af stað út í heiðargeiminn og ófærð- ina, vanfær að þriðja barninu. Ör- skammt frá bænum sá hún hund bónda síns sitja hjá liki hans, en treysti sér ekki þangað eins og hún var á sig komin. Siðla kvölds þann dag náði hún að Bruna- hvammi þrotin að kröftum. Þegar bóndinn þar kom með vinnumanni sínum að Mel, daginn eftir, var sex ára drengurinn ennþá að hug- hreysta litlu systur sína og segja að mamma færi bráðum að koma. Fljótlega fór Guðlaug með börn in að Fossi, þar sem di-engurinn var tekinn í fóstur af Gesti og Aðalbjörgu, foreldrum Bergljótar á Fossi, sem er aðalpersóna Heiðai-harms, en átti bæði stórum stærri sál og harm en þar grein- ir frá. Síðar um veturinn fluttust þær mæðgur að Ytri-Hlíð, til Sigurjóns Hallgrímssonar og Val- gerðar konu hans, hinna mestu sæmdarhjóna. Þann 8. maí 1894, eða rúmum þremur mánuðum eftir að Sigur- björn varð úti, fæddi Guðlaug litla stúlku, er hlaut nafnið Sigur- björg, en litla stúlkan, er fluttist frá Mel, dó í bernsku. Þó að Sigur- björg fæddist um vor, fannst mér saga hennar hefjast er móðir hennar lagði af- stað með hana undir belti út í hríðarkólguria og endalausa auðn heiðanna, þennan dimma vetrardag, lostin ólýsan- legum harmi og kvíða. í Ytri-Hlíð ólst Sigurbjörg upp í s'kjóli móður sinnar og þar giftist hún þann 9. júní 1919, Frið- birni Kristjánssyni, sem þá hafði nýlokið námi við Hólaskóla. Fl'uttust þau þá þegar að Hvamms- gerði í Selárdal og hófu þar bú- skap. Síðar fluttust þau að Búa- stöðurn, en árið 1932 keypti Frið- björn Ilauksstaði og þar bjuggu þau, meðan heilsa leyfði, búi sem utan húss og innan var táknrænt fyrir íslenzka sveitamenningu eins og hún gerist bezt. Fór þar saman reisn og snyrtimennska, atorka og búmennska. ' Friðbjörn og Sigurbjörg eignuð- ust tvær dætur, en fjögur svein- börn fæddust andvana við mestu harmkvæli móðurinnar, sem varð þar fórnarlamb erfiðra samgangna og ónógrar heilbrigðisþjónustu. Einn drenginn sinn missti Sigur- björg rétt áður en ég fæddist. hún heimsótti mömmu á sængina, sýndi litlu lífi móðurlega ástúð og veitti því blessun sína. Þegar ég kom svo til þeirra hjóna 14 ára garnall kom ég í önnur foreldra- hús. Margan góðan bitann fékk ég í búrinu hjá Sigurbjörgu á Ilauks- stöðum, þá og síðar. Hún vildi að ég yrði sór og sterkur drengur. en umfram allt góður drengur og því miðlaði hún mér ríkulega þeirri nriklu ástúð og hlýju sem hún átti svo nrikið af. Stærsta gleði hennar í lífinu var að gefa og gera gott, en þeirri unaðslegu lífsnautn kynnast sumir aldrei. Hún gerði engar kröfur til lífsins sjálfri sér til handa, en hugsaði fyrst og síðast um aðra. Fimm ára gamlan dreng, Arn- þór Ingólfsson, tóku þau hjónin í fóstur og gengu honum í foreldra stað. Meðal annars veganestis, sem hann hlaut frá Hauksstaðaheim- ilinu, var hreint og fagurt alþýðu- mál, sem nýtur sín vel er hann flytur umferðarþætti í útvarpinu. Stuttu eftir að þau hjón fluttust í Hauksstaði, fór þangað ungur piltur, Halldór Pétursson, í vinnu- mennsku og var þar óslitið meðan þau hjónin stóðu fyrir búi og fannst hvergi eiga heima nema þar. Eftir að Sigurbjörg var þrot- in að heilsu og kröftum, dvaldist hún lengst af hjá Guðlaugu dóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Jónssyni, en þau búa á Hauksstöð- am með fjórum börnum sínum. Að endingu fór hún þó frá Hauks- stöðum til yngri dóttur sinnar Kristínar, sem gift er Sigurði B. Haraldssyni efnaverkfræðingi Vallarbraut 18 á Seltjarnarnesi og naut til hinztu stundar umönnun- ar þeirra. Gegnum aldirnar hafa mynd- rænar frásagnir Biblíunnar orðið fyrirmyndir fagurra listaverka. En fer ekki heiminn að vanta hliðstæð ar sögur frá síðari tímum? Mér kemur í hug saga af Sigurbjörgu á Hauksstöðum, sem gerðist einn haustdag fyrir löngu, er lang- þreytta ferðamenn, sem hrakizt höfðu meðfTam Dimmafjaligarði. bar að garði hennar. Það stóð ekki á veitingum hjá Sigurbjörgu. en þegar annar þeirra, ungur dreng- ur. sofnaði með fyrsta bitann 1 munninum, bað hún eldri dóttur sína að þvo honum á meðan hún reiddi þeim drifhvíta hvílu. Er hinn maðurinn hafði matazt, dró Sigurbjörg af honum skó og sokka og kom þá í Ijós að hér þurfti vatn og sápa að koma til. Nú var hér enginn Messías á ferð, ekki heldur stórmenni eða spekingur, heldur andlegur jafningi sauðkind arinnar. Og hér kraup að fótum hans þessi fallega kona, sem aldrei fór í manngreinarálit, kraup þarna í dökkrauða húsmóðurkjólnum sín um með hvítu blúndusvuntuna. og laugaði af natni þessa óhreinu fæt- ur. sem þykkar dökkar hárfléttur hennar hrundu niður með, en i loftinu bergmálaði hennar eigin trúarjátning: Það sem þú gerir ein um af nrinum minnstu bræðrum, hefur þú Iíka gert mér. f Ijósi svona mynda verður mannlífið stærst og fegurst. Hafðu stóra þökk fyrir margar slíkar myndir, fóstra mín, og dvöl mína „Hjá vandalausum“. Teigi í ágúst 1970 Gunnar Valdimarsson. t ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.