Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 6
armaður. Eftir honum vax sótzt og hann reyndist í hvívetna verð- til trúnaðarstarfa í flokki hans, ugur þess trausts, er honum var bæjarfélagi og félagssamtökum, sýnt. t GÍSLI JÓNSSON frá 1951. Á Alþingi sat hann á árunum 1942—1956 og 1959— 1963, sat á 21 þingi alls. Hann var forseti efri deildar Alþingis' 1953—1956. í Norðurlandaráði átti hann sæti 1952—1956 og 1959—1963 og var á síðasta tíma- bilinu formaður íslandsdeildar ráðsins. Gísli Jónsson fæddist 17. ágúst 1889 Að Litlabæ á Álftanesi. For- eldrar hans voru Jón bóndi þar, síðar kaupfélagsstjóri og kaup- maður á Bakka í Arnarfirði og víðar, Hanngrímsson bónda á Smiðjuhóli á Mýrum Jónssonar og kona hans, Guðný Jónsdóttir bónda að Grashúsum á Álftanesi Pálssonar. Hann stúndaði sjó- mennsku og sveitarstörf fram und- ir tvitugt, var við járnsmíðanám á ísafirði 1908—1909, var kyndari 1910—1911 og vélstjóri á togur- um 1911—1913. Vsturinn 1913— 1914 var hann í vélfræðideild Stýrimannaskólans í Reykjavík, 1915—1916 í Vélstjóarskóla ís- lands og brautskráðist fyrstur manna úr þeim skóla vorið 1916. Á árunum 1914—1924 var hann vélstjóri, fyrst á strandferðaskip- um, síðan á skipum Eimskipafél- ags fslands. Á árinu 1924 gerðist hann umsjónarmaður skipa og véla oig gegndi því starfi síðan fram á árið 1968. Annaðist hann teikningar, verklýsingar og samn- inga um smíði skipa fyrir einsta!kl- inga og ríkissjóð, meðal annars allra togaranna, sem smíðaðir voru á vegum ríkissjóðs á árunum 1945—1960. Hann stofnaði og rak hér í Reykjavík, á Bíldudal og víðar um land mörg fyrirtæki til útgerðar, fiskvinnslu og verzlunar, og var sá atvinnurekstur hans mjög stór í sniðum um skeið. Gísli Jónsson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum öðrum en þeim, sem taiin hafa verið hér að framan. Hann var formaður Vélstjóra- félags íslands 1912—1924 og for- maður stjórnar Sparisjóðs vél- stjóra 1960—1963. Hanm átti sæti í sjó- og verzlunardómi Reykja- vílkur 1933—1937. Hann var skip- aður í skipulagsnefmd skipavið- gerða 1942, í miliiþinganefnd um skipasmíðastöð í Reykjavík og skipulagningu Strandferða, milli- þinganefnd um póstmál og Reyk- hólanefnd árið 1943 og var for- maður síðasttöldu nafndarinnar. Formaðm' sijórnar vistheimilis í Breiðuvík var hann 1946—1953 og sat í miliiþinganefnd um vernd barna og unglinga á glapstigum 1947—1948. Hann var formaður Þingvallanefndar 1951—1957, átti sæti í milliþinganedind um rann- sókn á afkomu útvegarins 1953 1956, í byggðajafnvægisnefnd 1953—1956, í milliþinganefnd í skattamáium 1953, í kostninga- laganefnd 1954, í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1956 og í skattalaganefnd 1960. í stjóm landshafnar í Rifi átti hann sæti Gísli Jónsson var mikil] athafna- maður, viljasterkur og afkasta- mikiH. Öll þau störf, sem honum var til trúað, vann hann af alúð, var skyldurækinn og ósérhlífinn. Hann lagði á sig mikla vinnu við þingstörf, sótti þingfundi manna bezt, kynnti sér hvert þingmál vandlega, var sjálfstæður í skoð- unum og tók oft þátt í umræðum. Hann var formaður fjárveitinga- nefndar á árunum 1945—1953. Sýndi hann í því annasama starfi mikla stjórnsemi og röskleika. Hann lét sér mjög umhugsað um opinberar framkvæmdir í kjör- dæmi sínu og kom þar miklu til leiðar. Heilbrigðis- og félagsmál voru honum hugleikin. Hann var áhugasamur um eflingu almanna- trygginga í þágu aldraðs fólks og öryrkja. Sambandi íslenzkra berklasjúklinga veitti hann mikinn stuðning í víðkunnum fram- kvæmdum þess og var kjörinn heiðursfélagi þeirra samtaka. Hann fékkst nokkuð við ritstörf, samdi minningarbækur og fékkst síðustu árin að mikiUi elju við skáldsagnagerð. t KARL EINARSSON Karl Einarsson fæddist 18. janú- ar 1872 í Miðhúsum í Eiðaþinghá. Foreldrar hans voru Einar bóndi þar Hinriksson bónda í Dalhúsum í Eiðaþinghá Hinrikssonar og kona hans Pálína Vigfúsdóttir bónda á Háreksstöðum á Jökuldal Póturs- sonar. Hann lauk stúdentsprófi úr Lærða skólanum í Reykjavík árið 1895 og lau'k lögfræðiprófi við há- skólann í Kaupmannahöfn 1903. Árið 1904 var hann um skeið setbur sýslumaður í Rangárvalla- sýslu og 1904—1905 settur sýslu- maður í SkaftafeUssýslu. Á árinu 1905 hóf hann málaflutningsstörf við landsyfirdóminn í Reykjavík. Hann var settur aðstoðarmaður I stjórnarráðinu 1906. Árið 1909 var hann skipaður í nefnd til að 6 (SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.