Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 30
frændsemistengzlum manna í milli. Eins og áður er sagt var Jón elztur sona í stórum systkinahópi. Foreldrar hans eignuðust 12 börn. Sum þeirra dóu í æsku. Nú lifa aðeins þrjú þeirra: Valgerður, sem er ári eldri, varð áttræð 1969, Jón, sem hér um ræðir og Einar, sem varð sjötugur í fyrra. Hann býr á Patreksfirði og heimsækir bróður sinn reglulega á spítalann. — Jón á þarna góðu atlæti að fagna, því hann er þolinmóður sjúklingur og ættingjum hans og vinum, sem koma til hans, þykir fróðlegt að spjalla við hann þegar þeir heim- sækja hann. Hann hefur haldið þeim skapstyrk, sem einkenndi hann jafnan, að bogna ei þótt móti blási. — Til gamans minnist ég þá eins atburðar, sem kannski lýs- ir honum betur en l'angar frásagn- ir: Það var fyrir mörgum árum að hann varð fyrir því óhappi, að veð ur svipti þaki af heyhlöðu hjá hon um og tætti svo í sundur að lítt varð nýtilegt. og voru tætlurnar af því að finnast uppi á fjalli löngu siðar. — Jón hafði ekki mörg orð um skaða sinn. en tók fremur tii marks hversu veðrið hefði verið sterkt, er þetta bar á góma. — En hann byggði aðra hlöðu upp úr tóft hinnar eyðilögðu. Var sú hlaða miklu veggjahærra og stærra hús en hin, og stendur enn, að því er ég bezt veit. Hlóð hann veggi hannar að vanda sjálfur. Mikið voru þeir veggir vel hlaðn- ir. Þannig voru viðbrögð hans við mótdrægni lífsins. — Með þeirri ósk vildi ég Ijúka þessari afmælis- kveðiu til Jóns frænda míns, að honum megi endast þessi sami sál arstyrkur unz hann flyzt alfarimn að nýjum Hreggsstöðum. sem ég efa ekki að verða muni. Ragnar V. Sturluson. HALLDÓR - Framhald at bLs. siðari tíma tundi slíka saman við hina fyrri. bvkir mér fitið til hinna síðari koma. Hitt er staðreynd, að í þessum átökum komst Halldór næst allra mótherja Ásgeirs Ásgeirssonar. að ógna kjöri hins vinsæla þing- manns, og komu þó margir mæt- ir menn þar við sögu. Munaði að- eins 10 atkvæðum eða eins og Hall dór einhvern tíma orðaði það sjálf ur: Ein fjölskylda með eða móti gat ráðið úrslitum. Árið 1946 er hann svo í fram- boði í Barðastrandasýslu, en síðan eigi fyrr en 1959 og æ síðan. Ætíð hefur hann staðið í fylikingar- brjósti Framsóknarmanna í bar- áttunni, bæði í ræðu og riti, hvort heldur er í kosningabaráttunni sjálfri eða á hinum rólegu tímum. ÖIT flokksþing hefur hann sótt frá 1937 og í miðstjórn hefur hann átt sæti síðan 1956. Hann var formaður í Félagi ungra Framsóbnarmanna í V— ísafjarðarsýslu frá 1960. Þá hefur hann verið formaður Kjördæmis sambands Pramsóknarmanna á Vestfjörðum frá 1966. Hann var skipaður i stjórnar- skrárnefnd 1945, en baðst þar lausnar 1950. Mun mörgum hafa þótt seint sækjast, en e-kki verður það rætt hér. Við Tímann starfaði hann á árunum 1945 til 1952. Var það á flestra vitorði, að oft var hann í reynd stjórnmálaritstj- óri blaðsins í fjarveru og forföil- um ritstjórans. Skrif hans vöktu athygli, enda hvorutveggja í senn, harðskeytt og beinskeytt. En þótt hann hafi marga ritdeiluna háð. hefur hann almennt hlotið þá viðurkenningu samherja sem niótherja, að hafa stýrt vopni sínu af fuTlum dreng- skap, enda allt annað viðsfjarri hans hugsun. Meðritstjóri fsfirðings hefur hann verið nú um nokkurt skeið. Auk stjórnmálaskrifa hans liggja eftir hann mýmargar blaða og tímaritsgreinar, það sem efnis- valið er harla víðfemt. Trúmála- skrif, sögulegar greinar af inn- lendum og erlendur vettvangi, svo eitthvað sé nefnt. Þá reit hann bókina séra Sig- tryggur Guðlaugsson, sem út kom i tilefni af 100 ára afmæli séra Sigtryggs. Auk þess hefur hann þýtt „NordenskjoTd“ eftir Svend Hedin og „Vinir um veröld alla“, eftir Jo Tenford, en hún var lesin upp í útvarp. Ég hefi hér tíundað sitt hvað af félagsmálastörfum Halldórs, en ekki er sú upptalning á nokkurn hátt tæmandi, enda von okkar að hann eigi enn eftir þar mörgu við að bæta. En allt þetta liggur utan við hið raunverulega ævistarf HalTdórs. Ég þykist vita að hann hafi átt annarra kosta völ, þeirra er í dag eru af flestum taTdir betri kostir. Þeirra, þar sem andleg orka hans og gáfur nutu sín beint í starfi. Ekki svo að skilja, að þeirra sé ekki þörf í því lífsstarfi, sem hann valdi, en það var honum hugsjón að rækja starf bóndans. Og sannfærður er ég um það að þess hefur hann ekki eitt andar- tak iðrazt. Enda hefur hægur stóll og persónuleg metorð aldrei verið hopum keppikef'li. í ræðu, sem HaTTdór nýlega flutti, trúði hann tilheyrendum sínum fyrir því, að sér fyndist stjórnmál heiTlandi viðfangs- efni. En hvers vegna? „Það er vegna þess“, sagði Halldór, „að þau eru hamingjuleit manna, leit að því, sem betur má fara í sam- skiptum manna og í þjóðfélaginu. Menn athugi, hvíTíkur reginmun ur er á þeim grunntóni, sem hér er undirrót og aflvaki stjórn- málabarattu og hinu sem um of bólar á í samtiðinni, það er að menn berjist hatrammri vaTda- baráttu, ekki vegna málefnaágrein ings heldur vegna persónulegs metnaðar, notandi jafnvel aðferðir hugmyndasmiða fyrri alda, sem miðast við það eitt að ná árangri í áróðri.“ Þessi grunntónn Halldórs er sannur. Það hefur hann marg- sinnis sýnt á ferli sínum. Sumum hættir e.t.v. við að telja ekki aðra stjórnmálamenn en þá, sem á ATþingi sitja. Halldór hefur til þessa aðeins setið þar skamman tíma sem varaþingmaður. Eigi að síður hika ég ekki við að láta þá skoðun í ljósi, að ég tei Halldór einn merkasta stjórnmáTamanin sinnar samtíðar á íslandi. Persónu- iega hefi ég ástæðu tii að nota tækifærið og tímamótin tii að færa fram margháttaðar þakkir. Það Teyfi ég mér að gera um leið og ég og fjölskylda mín árnar honum og hans ágætu eiginkonu, frú Rebekku Eiríksdóttur allra heilla um langa framtíð. Gunnlaugur Finnsson. Halldór á Kirkjubóli varð sextug ur 2. okt. síðastiiðinn. Mörg eru Kirkjubólin í landinu og ekki síður margir menn með 30 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.