Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 10
MINNING Stefanía Stefánsdóttir, Hringbraut 52, Reykjavík Fædd 9. nóvember 1903. Dáin 1. júní 1970. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlurn, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. E. Ben. t Ljóðmælum Einars Benedikts- sonar er að finna þetta erindi. Þykir mér hlýða, að hirta það, er ég í fáum orðum minnist tengda- móður minnar, Stefaníu Stefáns- dóttur, sem lézt í byrjun sumars- ins sem nú er að kveðja Ég veit að hún hafði miklar mætur á skáldinu, þvi að margt kunni hún utan að í Ljóðmælum Einars. Stefanía Stefánsdóttir fæddist í Galtarholti í Borgarfirði 9. nóv. efni, þótt slikir menn, sem lok- ið hafa giftudrjúgu ævistarfi, fái hvíld frá þjáningum, sem ekki verða læknaðar, en söknuður sit- ur eftir eigi að siður. Og nú, er leiðir hafa skilizt, vil ég þakka honum og þá um leið ekkju hans, frú Ingigerði, dýrmæta vlnáttu í fjörutíu ár. Hjá þeim var ég ein- att sem í foreldrahúsum Jóhannes var etoki allra vinur, en það var betra en ekki að eiga hann að vini. Og á þá vináttu, sem hann sýndi mér óverðskuldað, bar aldrei skugga. En hann var stundum ómyrkur í máii og sagði mér til syndanna, ef honum mis- líkaði við mig, en jafnan á þann veg, að manni kom i hug hið forna orðtak: vinur er sá, er til vamms segir. Og um leilí og ég kveð þennan gamla vin, /æri ég ekkju hans, börnum og öðrum vandamönnum dýpstu 6amúð- arkveðjur. 1903. Hún var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu í Sauðagerði hér í Reykjavík. Stef- anía var elzt 10 systkina, sem kom- ust til fullorðinsára. Stefán faðir Stefaníu, var sonur Jóns hreppstjóra Jónssonar í Galt- arholti, en frá Jóni hreppstjóra er nú kominn mikill ættarmeiður. Stefanía ólst upp hér í Reykja- vík. Hún átti þess ekki kost að ganga menntaveginn, sem taldist til forréttinda í hennar uppvexti. Hún bætti sér það upp með sjálfs- námi, var víðlesin og margfróð. Ég hef ekki fyrirhitt um mína daga marga jafningja hennar varð andi þekkingu á ljóðum eða yfir- leitt ritvertoum íslenzkra góðskálda. Stefanía giftist 17. júní 1926, Axel Gunnarssyni frá Eyrarbakka, syni hjónanr.a Gunnars Jónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Foreldrar Axels voru velþekkt á sinni tíð á Eyrarbatoka. Höfðu þar Jóhannes Kristjánsson dvaldist allan sinn aldur í vestanverðri Tungusveit. Þaðan blasir Mælifells hnjúkur við, traustur, virðulegur og sviphreinn. Einhvern veginn finnst mér, að verið hafi skyld- leifki milli ásýndar fjallsins og þess manns sem Jóhannes var. En hann kaus ekki „að deyja í Mæli- fell“, enda heyrir slíkt til sög- unni. Að viðstöddu miklu fjöl- menni var hann, 21. ágúst sl bor- inn til grafar heima í Reykja- kirkjugarði, þar sem „lækur niðar í laut við hólinn“ og „kvöldsvalt grasið hin græna breiða hylur moldu og menn og tiðir unz allt um síðir sefur í foldu“. Sigurður Egilsson frá Sveinsstöðum. ýms umsvif, m. a. gistihússrekst- ur og fl. Stefanía og Axel bjuggu i far- sælu hjónabandi í nær 44 ár og eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ingibjörg gift Árna B. Jóhanns- syni. Gunnar kvæntur Hjördísi Þorgeirsdóttur. Unnur gift Hirti Hjartarsyni. Axel Stefán kvæntur Maríu Jónsdóttur. Með Steíaníu er gengin góð og gagnmerk kona. Lýsingarorð læt ég ekki fara hér fleiri, enda veit ég að það var ekki henni að skapi. Hún vann sin störf í þágu heimilisins, manns og barna svo og barnabarna. Hún var ein þess- ara sterku stofna, sem byggðu upp í kyrrþey þá þjóð, sem við hin yngri tókum í arf, og ef við stkil- um okkar pundi eins og hún gerði, þá er vel. Ég leita nú aftur á vit skálds- ins og ég og mínir kveðjum góða móður, tengdamóður og ömmu með síðasta erindinu í ljóðinu, sem byrjað var á: Allt metur rétt hin mikla náð um manna hug og vilja eitt hjartans orð um eilífð skráð á orku, er himnar skilja. Nú les hún herrans hulin ráð um hlut og örlög þjóða, þar sést í lífsbók sérhver dáð hins sanna, fagra og góða. 18. október 1970. Hjörtur Hjartarson. 10 iSLENDINGAÞÆT MR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.