Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 20
Á þessum árum var Anna oft sótt til Ijósmóðurstarfa miklar vegalengdir, sem var ekki heigl- um hent, sízt að vetrarlagi yfir víðáttur heiðar og fjalla að fara. En unga húsmóðirin átti til þrek og þor til að glíma við erfiðleika daganna. Björn var og viðurkenndur duglegur ferða maður. Lýsir Björn þessum ferð um og búskaparháttum á Heiðinni skemmtilega og lifandi i endur minningum sínum, bókinni „Frá Valdastöðum til Veturhúsa". Er búskap lauk á Heiðinni, eftir fjögur ár, flytjast bau hjónin til Vopnafjarðar þar sem áttu heima upp frá því. Á Vopnafirði gerðist Björn þegar kennari og síðar skóla stjóri en Anna var þar liósmóðir í all mörg ár. Jafnframt ráku þau greiðasölu um árabil við góðan orðstír. Var þar oft gestkvæmt og þurfti að taka duglega til hendi. í litlu húsplássi í fyrstu og var ekki alltaf óþrjótandi rými. En þar sannaðist „þar sem er hjarta- rúm, þar er nóg húspláss“. Fram til síðustu ára höfðu þau hjónin alltaf einhvern búrekstur. Heimilið i Holti bar með sér að dugnaður og myndarskapur hús- móðurinnar hlaut að vera mikill. Það var hlutskipti önnu að nýta krafta sína fram á síðustu stund til farsældar fyrir heimili sitt og hérað. Aðgerðaleysi var ekki að hennar skapi. Megi sem flestir hafa svo göfugar hugsjónir. Allir sem kvnntust frú Önnu báru tii hennar verðskuTdað traust og virðingu. enda ekki að ástæðulausu, hún hafði svo marga kosti til að bera. f fámennu kauptúni eru góðir kraftar mikils virði fyrir féíags- starfsemi. Þau hjónin í Holti voru ekki utan við slíkt, hjá því hefði ekki verið komist, þótt ekki hafi verið eftir því sóttzt.. Frú Anna var líf og sál í kven- félagi og leikfélagi staðarins um árabil. Var ekki kastað hendinni til verkanna þar fremur en á öðr- um vettvangi. Björn Iét sinn hlut ekki heldur eftir liggja. Var hann ágætur söngmaður og var í karla- kór lengi og í kirkjukór í áratugi. Einnig kenndi Björn söng við skólann í mörg ár. Þau hjónin eignuðust níu börn átta drengi og eina stúlku er lézt j minningu Jóns og Barða Þótt örðugt sé að skilja skapadóm og skyggi að við dánar- klukkuhljóm, þá signir djúpið kalda Herrans hönd og handan þess má eygja sólarlönd. Þótt lífs bók ykkar lokazt hafi skjótt og löngu fyrr en varði kæmi nótt, þá góðum drengjum geisli fylgir hlýr og Guð í skini morgunsólar býr. smábarn. Synirnir átta komust allir til fullorðins ára — aUir efnis- og dugnaðar menn. Á alli- árum urðu þau hjónin fyrir því áfalli að missa yngsta son sinn af slysförum er vitaskipið Her móður fórst. Af þessum fátæklegu orðum sem hér eru skráð má sjá að mikið starf liggur að baki frú Önnu Magnúsdóttur og Björns Jóhannssonar. Þau lifðu á mesta framfara- og byltingaskeiði í sögu okkar þjóðar og voru ávallt hinir virku þátttakendur — hinir sterku meiðir sem aldrei lágu á bræðranna Brynjólfssona Nú hefur ykkar skip á sæinn siglt, við sól og blæ er ykkur heiman fylgt. Og vinir geyma mynd í muna sér og minningu, sem ljós og hlýju ber. Og yfir bræðra hvílu birtan rís, nú birtist engill Guðs úr Paradís, er læknar und og hnýtir brostin bönd og brosa lætur fögur sumar- kvöld. 29. ágúst 1970. Jórunn ólafsóttir frá Sörlastöðum. liði sínu til uppbyggingar fyrir komandi kynslóðir. Margs er að minnast en þó ef til vill fleira að þakka frá sam- verustundum í Holti. Sá tími er liðinn og kemur ekkl aftur, fremur en annað er fram- hjá er farið. Við hjónin minnumst góðra vina og dýrmætra, ógleymanlegra kynna. Hinum stóra hópi afkomenda óskum við blessunar á komandi tímum. Drottinn blessi minningu hjón- anna frá Holti. Sigurgeir Magnússon. 20 ISLENDINGAÞÆniR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.