Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 8
Jóhannes Kristjánsson, hreppstjóri á Reykjum Fæddur 7. október 1892. Dáinn 13. ágúst 1970. „Lofstír hjá lýðum Ijúfan og heiðan gat hann sór æ með góðu verki“. Fr. Fr. Jóhannes Blöndal Kristjánsson, en svo hét hann fullu nafni, fædd- ist 7. okt. 1892 á Hafgrímsstöð- um í Tungusveit, Skagafirði. For- eldrar hans voru Krústján bóndi á Hafgrímsstöðum Kristjánsson, bónda á Kimbastöðum, Jónssonar, og ráðskona Kristjáns, Elín Arn- ljótsdóttir. Barnungur var Jóhannes tekinn i fóstur af þeim Brúnastaðahjón- um, Jóhanni P. Péturssyni. hrepp- stjóra og dannebrogsmanni, og konu hans Elíni Guðmundsdóttur frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal, Hann var einn af helztu forustu- mönnum verkalýðs á Norðurlandi, var um skeið forseti Verkalýðs- sambands Norðurlands og stóð tíðum fremstur í flokki í kjara- baráttu verkalýðs, þegar hún var sem hörðust. Hann var hugdjarf- ur verkalýðsforingi, einbeittur stjórnmálamaður, óhvikull í bar- áttu oig harðskeyttur ræðumaður. Vettvangur ævistarfs hans var á Siglufirði. Þar átti hann í bæjar- stjórn frumkvæði að mörgum iframfaramálum eða veitti þeim 'Stuðning sinn. Hann átti um aldar- fjórðung sæti í stjórn stærsta at- 'vinnufyrirtækis í bænum, og á fundi þeirrar stjórnar var hann hér syðra, þegar hann féll frá. Ég vil biðja þingheim að minn- ast Bjarna Benediktssonar og ást- vina hans og hinna sjö fyrrverandi alþingismanna, sem látizt hafa á þessu sumri, með því að risa úr S£pium. en hún var afasystir Jóhannesar í móðurætt, og hjá þeim ólst hann upp á kunnu myndarheimili. Hinn 14. júní 1914 kvæntist Jó- hannes Ingigerði Magnúsdótt- ur frá Gilhaga. Þau hófu búskap á Brúnastöðum árið 1921 og bjuggu þar til 1945, er þau flutt- ust á eignarjörð sína Reyki í Tungu sveit og bjuggu þar síðan. Börn þeirra, öH búsett hér í sveit, eru þessi: Jóhann, járasmiður á Reykj- um, Indriði og Kristján, bændur á Reykjum, o.g Heiðbjört, hús- freyja í Hamrahlíð. • Jóhannes var af góðu bergi brot inn. Má í ættum hans finna dugn- aðarbændur, hagleiksmenn og fé- lagsmálafrömuði. Um Arnljót 111- ugason á Guðlaugsstöðum, forföð- ur Jóhannesar, var sagt. — „var smiður góður, verkmaður mikill og stilltur vel“. Guðmundur sonur hans var sagður „gáfumannlegur, stillilegur og góðmannlegur“, og Elín kona Guðmundar „þótti kven- skörungur, aðsópsmikil og nokkuð stórlát. . . sjálf var hún mikilvirk og skyldurækin og krafðist þess sama af öðrum“. Mannkosti og skapeinkenni ættmenna sinna tók Jóhannes Kristjánsson í arf. Ungur að árum mun Jóhannes hafa veitt fóstra sínum, Jóhanni hreppstjóra, aðstoð í hans um- svifamiklu störfum, en hann stjórnaði Lýtingsstaðahreppi með skörungsskap og prýði í hálfa öld. Hygg ég, að hann hafi átt þess kost, þegar Jóhann fóstri hans lét af hreppstjórastörfum 1921, að taka við af honum, en ekki sótzt eftir því. Árið 1939 var Jóhannes aftur á móti skipaður hreppstjóri, þegar Sigurður Þórðarson frá Nautabúi fluttist burt úr sveitinni, og gegndi hann því embætti til ársins 1958. Hann átti og sæti í hreppsnefnd og skattanefnd lengi, var sýslunefndarmaður 1942—50, um langt árabil formað- ur Búnaðarfélags Lýtingsstaða- hrepps, og mörgum öðrum trúnað- arstörfum gengdi hann fyrir sveit sína, þótt hér verði ekki talin. Um áratuga skeið mátti segja, að eng- in mál í Lýtingsstaðahreppi, sem snertu byggðarlagið i heild, væru til lykta leidd án þess að álits hans væri leitað, eins þótt hann ætti ekki að þeim beina aðild. Jafnvel löngu eftir að Jóhannes hætti opinberum störfum voru mál lögð fyrir hann til umsagnar, svo mikil var trú manna á dóm- greind hans og gerhygli Jóhannes Kristjánsson var ágæt- lega til þess fallinn að gegna op- inberum störfum, þótt undirbún- ingsmenntun hans væri ekki feng- in á skólabekk. Hann var mæta vel að sér um margt af sjálfshámi, greindur maður, sem tók ekki hvatvíislegar ákvarðanir, kom vel fyrir sig orði á fundum og lét þar skoðanir sínar skýrt í ljós án þess að hafa sig mjög í frammi, var fjarri því að tala i ótíma. Ég þykist vita, að í eðli sínu hafi hann verið talsvert ráðríkur, en það er samhljóða álit þeirra, sem ég hef átt tal við og unnu lengi með honum að opinberum málum hér í hreppnum, að sú stífni, sem ýmsir bjuggust við í fari hans, hafi ekki komið fram i samstarfi, hann hafi verið samvinnuþýður, þegar á reyndi. Jóhannes fylgdi Sjáltstæðis- flokknum að málum, og auðvitað átti hann sér andstæðinga eins og gengur og gerist, t.d. í stjórnmál- um, og hann gat verið erfiður andstæðingum sínum og langminn ugur á það, sem honum “var gert á móti skapi. ef honum þótti. að annað hefði átt við Hins vegar fékkst hann ekki um pólitískt þrakk í sjálfu sér. Og hann var þannig gerður, að enginn flokkur gat hneppt hann í fjötra, hann lét ekki öðrum eftir að hugsa fyrir sig, það vildi hann gera sjálfur. Pólitískar þokur og gerningaveður 8 ISLENDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.