Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 15
MINNING Sveinbjörn Erlendsson Fæddur 16. ágúst 1877. — Dáinn 5. ágúst 1951. Gróa Ingibjörg Magnúsdóttir Fædd 21. des. 1884. vissum þáttum úr ævisögu sinni og a3 ganga frá beztu ljóðum sín- um, sem væntanlega verður bráð- lega gefin út í bókarformi. Og dag bók skrifaði hann um áratugi, þangað tii hann var fluttur í sjúkra húsið rétt fyrir andlát sitt. Þannig aiUðnaðist þessum trúa og trausta þegni heilsa og þrek til að vinna að einhverjum hugðarmálum sín- u,m allt til hintzu daga. Eins og nærri má geta, komast slíkir hæfileikamenn eins og Jó- hannes Guðmundsson kennari, eng an veginn hjá því að taka að sér margvísieg trúnaðarstörf fyrir byggðarlag sitt, auk aðalstarfsins. Hann átti lengi sæti i hreppsnefnd og stjórnum ýmissa félaga og leysti þar af b°ndi mikið og fórnfúst starf, ekki sízt í þágu bindindis- og barnaverndarmála. Áttu bind- indissamtökin þar einn af sínum beztu og traustustu fulltrúum og raunar öll samtök, sem vinna mark visst að hollu uppeldi æskunnar. Á fyrri hluta ævinnar var Jóhann- es lengi vegaverkstjóri á sumrum norðanlands. Jóhannes var mikill hamingju- hiaður í einkalífi. Hann var kvænt Ur frábærri konu, Sigríði Sigur- jónsdóttur, ættaðir af Tjörnesi, sem lifir mann sinn. Hún hefur okki aðeins búið bónda sínum og börnum úrvals heimili af sinni kunnu umhyggju og smekkvísi, beldur einnig reynzt það bjarg, sem aldrei bifaðist, meðan erfið- leikaárin stóðu yfir vegna heilsu- leysis húsbóndans. Andlegur styrk ur hennar og trú á fegurð og til- gang Tífsins hefur aldrei haggazt. Börn þeirra hjóna eru fjögur: Sjöfn. húsfreyja á Fjöllum í Kelduhverfi, gift Héðni Ólafssyni bónda þar, Sigurjón, skólastjóri -Gagnfræðaskóla Húsavíkur, kvænt- Ur Herdísi Guðmundsdóttur Ás- geir Guðmundur, forstjóri Inn- ^aupastofnunar ríkisins, Reykja- vík, kvæntur Sæunni Sveinsdóttur, °g Gunnar Páll, kjötiðnaðarmaður Éúsavík, kvæntur Arnbjörgu Sig- Urðardóttur. Ég átti því láni að fagna að vera ^áinn samstarfsmaður Jóhannesar ^uðmundssonar í tuttugu ár, þeg- ar ég var skólastjóri á Húsavík, og l*ekkti hann því vel af okkar löngu °g margvíslegu samskiptum. Ég það mikið happ fyrir mig að aafa fengið að kynnast þessum agaata mannkostamanni, sem alltaf - var reiðubúinn að leggja hverju Kveðja frá fósturdóttur, Svövu Þórlindsdóttur. Ó hjartans mamma ofurlítið ljóð, eg legg til kveðju að hjarta þér. Þú varst öllum undur ljúf og góð og elsku þína gafstu mér. góðu máli lið, og alltaf tilbúinn til aðstoðar og samstarfs öll þessi ár, hvernig sem á stóð. Og á það nána samstarf okkar lagði aldrei skugga. Ég mun því alltaf minnast hans með mikill'i gleði og einlægu þakk læti. Ég votta Sigríði og fjölskyldunni allri innilega samúð mína og minna, og bið vini mínum, Jóhann- esi, allrar blessunar í nýjum heim- kynnum. Sigurður Gunnarsson. Dáin 2. júli 1970. Sem fátækt barn ég átti fáa að. En yl ég fann við hjarta þitt mín ævi vinnst ei til að þakka það hve þú varst líknar skjólið millt. Þín fórnarlund, þín hlýja milda hönd var himingjöf við mína braut. Þér æðst var gleði að mýkja meinin vönd og milda hverja raun og þraut. í litlum dal við ljúfan elfarstraum þar litlir sólar geislar stigu dans þar fossa niður óf þinn æsku draum og álfar fjallsins knýttu brúðarkrans. Þar áttir þú þín sælu sólskinsvor við svanaklið og fuglasöng. Framhald á Ms. 26 ^LENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.