Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 26
störf á báðum bæjum um árabil. Minntist hún oft á veru sína á þessum myndarlegu heimilum með virðingu og þökk og taldi hana hafa verið sér góður skóli. Batt hún traust vináttubönd við Hallgeirseyjarfólkið, sem entust ævilangt. Um skeið var hún og í Vestmannaeyjum, en vorið 1923 giftist hún ísleifi Sveinssýni og tóku ungu hjónin við búsforráðum að Miðkoti i Fljótshlið, æskuheim- ili fsleifs. Með ungu hjónunum tókust ástir góðar og óbilandi sam- hugur. Sex mannvænleg börn þeirra ólust upp i Miðkoti og ein dóttir Ingibjargar, sem hún eignaðist áður en hún giftist. Þá voru og í heimilinu tvær gamlar konur, Margrét Guðnadóttir móðir ís- leifs og æskuvinkona hennar Kristín Kristmundsdóttir. Þannig var alla tíð að þessum öldruðu konum búið, að aðdáun vakti. Svo sem að líkum lætur þrengdi á stundum að um efnahaginn, en blessun bar í búi, lífsláni fagnað og Guðsgjafir þakkaðar. Þess vegna var tilveran björt á árbakk- anum, þar sem ung börn uxu úr grasi, þar sem fjallasýnin býr yfir ólýsanlegum seiðmögnuðum töfr- um og Vestmannaeyjar blána við hafsbrún. Þverá var að vísu ágeng við bakkann og braut af litlu landi, en einnig hún átti sinn unað og Ijúfa nið. Það þurfti aðrar aðstæður til að safna í kornhlöður á kreppuárun- um, en til staðar voru á þessari landþröngu jörð, sem Miðkot er, þar sem meira en einn tugur manna átti sitt heimiTi á erfiðum árum. Hér gilti gamla máltækið, að Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sór sjálfir. Hjónin á þessu litla býli áttu þann auð, sem er fjár- munum fremri, björt lífsviðhorf og björguðu sér vel. Húsfreyjan var handtakagóð hvort heldur gengið var að úti- verkum eða sezt að saumum. Fatn- aðurinn, sem hún vann á börnin sín bar henni vott um vandvirkni ■og smekk, en til efri ára hafði hún ríkan áhuga á að læra allt nýtt og nytsamlegt, er að handa- vinnu laut. Þar sem saman fór, að Miðkots- hjónin voru bæði lagvirk og bón- góð lágu margra leiðir til þeirra. Oft leysti hún vandann með sauma vélinni sinni, en hann í smiðjunn, 26 Sveinbjöm og Gróa Framhald af b!s. #5' í skriðu og lyngi leynasí lítil spor og ljúflings rödd í klettaþröng, En síðar fluttir þú í fagra sveit og fangbrögð hófst við strit og raun, tvær göfgar sálir unnu heilög heit og hlutu gullin sigurlaun. Þín blessun yfir barnahópinn þinn var blíð sem himin dögg og sól. Þú stráðir blómum bernsku veginn minn. sem blessað vorið laut og hól. Því man ég ávalt, elsku mamma mín. hve mér þið pabbi voruð góð. já ávalt man ég ástarbrosin þín elsku þína og bænarljóð. Á vængjum söngs í sumardalinn þinn ég svíf í kvöldsins draumahöll. Þar signing þín og sælukoss ég finn. er sólin kveður haf og fjöll. Og lauguð tárum lítil munablóm ég legg í friði kvölds á beðinn þinn. Ég heyri undur blíðan englahljóm sem ómar friði og von í sál mér inn. Á. en þar fann hann alitaf úrræði, enda jafnvígur á tré og málm. Eðli Ingibjargar frá Miðkoti var að hafa höfðingsbrag á hlutunum og sýna vinarþel sitt af röskleika, alúð og einlægni. Hún hafði gott lundarfar, gladdist með glöðum og vildi allra böl bæta og taldi ekki eftir sér sporin, ef þau máttu verða til að Tétta annarra störf og byrðar, — hún varð því vinmörg og ættrækni hennar var sérstæð. Síðla haust árið 1942 fluttu þau hjónin út í Hvolsvallarkauptún og voru meðal þeirra fyrstu, sem þar tóku sér bólfestu. Þau byrjuðu á næstu vordögum að gróðursetja trjá- og blómagróð- ur í hinu nýja umhverfi og gerðu víðleivfan garð umhverfis húsið sitt. — t\ar aiátti ijá þau saman i SJÖTUGi Jónín.cL Jónsdóttir Jónína Jónsdóttir húsfrú að Út- hlið 16, Reykjavík átti sjötugs- afrnæli 30. september. Hvaða rök eru til þess, að ég sé að minnast þess? Ég veit í raun- inni ósköp lítið um æviferil og lífskjör Jónínu. Ég veit að sönnu að hún er fædd upp í Kjós, tók kennarapróf 1923, giftist Sigurvin Einarssyni skólabróður sínum, haustið eftir og hefur fylgt honum síðan.. Meira veit ég. Ég hef verið gest- ur Jónínu, verið ásamt henni á mannamótum og komið á fundi, þar sem hún hefur verið. Því veit ég að hún er góð húsmóðir, greind kona og hófsöm í skoðunum, traustur liðsmaður án framgirni og persónulegs metnaðar, sem til metorða horfir. Hún á sér mann- bótahugsjónir og er þeim holl og trú, þjómustuglöð. Eitt af því, sem okkur er nauðsynlegt, það er að kynnast góðu fólki, — vita af fólki sem vill vel og lifir i samræmi við lífsskoðun sína. Þess vegna minnist ég Jónínu með gleði og þakklæti. H.Kr. hljóðlátri önn á sumarkvöldum, við að gróðursetja og hlúa að ung- um gróðri, eða þau virtu fyrir sér eldri trén, sem náð höfðu. þroska. Umhverfis þau var andrúmsloftið þrungið sætri gróðurangan. Hér í garðinum voru þau samhent og samhuga, eins og þau höfðu verið við annað og meira hlutverk, sem þau höfðu skilað þjóð sinni með sæmd. Nú er lífssól Ingibjargar Krist- jánsdóttur gengin til viðar eftir langan og bjartan dag. Vanda- mannahópurinn og vinirnir þakka henni samfylgdina, velviljann og tryggðina og biðja henmi blessun- ar á nýjum leiðum, þar sem röð- uii er aftur risinn. Pálnii Eyjólfsson, fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.