Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 32
3EXTUGUR: Halldór Kristjánsson KIRKJUBÓLI >á farin er þjóðleið að sunnan til Önundarfjarðar, er fyrst komið að reisulegu býli. Kirkjubóli í Biarnadal. Hér eru bornir og barnfæddir þjóðkunnir menn. Héðan er Ólafur .Þ Kristjánsson skólastjóri í Flens- borg. Hér býr Guðmundur Ingi Kristjánsson. Hér býr einnig systir þeirra Jóhanna Kristjánsdóttir og hér býr emnfremur sá yngsti þessa systkinahóps, Halldór Kristjáns- son, en í tilefni af sextugsafmæli hans eru þessar línur skráðar. Halldór Kristjánsson fæddist að Kirkjubóli í Bjarnadal 2. okt. 1910, sonur hjónanna Kristiáns Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Bessabe Halldórsdótt- ur Átján ára að aldri heldur hann að heiman til náms í unglinga- S'kóla séra Sigtryggs Guðlaugsson- ar á Núpi. Var það síðasta árið, sem hinn merki skóla- og kenni- maður stýrði skóla sínum. Næsta ár stumdar hann enn nám á Núpi, en nú hafði Björn Guðmundsson tekið við skólastjórn, iafnframt því að skóiinn féll undir hin nýiu hér- afl^kólalög. Má því segja að Halldór hafi notið á skólaárum sínum. leiðsagn ar og mótunar hinna merkustu skóla- og félagsmálafrömuða þess tíma Er ekki að efa að áhrif þeirra, ásamt með uppeldi og mik illi meðfæddri eðlisgreind — að ekki sé meira sagt — hafa gert Halidór að þeim félagsmálamanni, sem raun ber vitni um. Hér hafa eflaust þegar í upp- hafi verið mótuð þau viðhorf til Jífs og samtíðar sem æ síðan hef- ur verið fylgt. Enda er Halldór kunnur að því að vera trúr hug- sjónum sínum og sannfæringu. Slíkum mönnum eru fengin verk að vinna. Líklegt þykir mér að fyrstu fé- lagsstörf Halldórs hafi verið inn- an ungmennafélagshreyfingar- innar, sem svo margra ungra manna og kvenna í þann tima: Fyrst innan eigin félags, en síðan í heildarsamtökum þeirra. Árið 1945 er hann orðinn formaður U.M.F.V. og er það til ársins 1958 að einu ári undanskildu. Á þeim tíma var starf U.M.F.V. traust og á ýmsan hátt með blóma. Hann átti sér líka trausta samverka- menn, svo sem Óláf H. Kristjáns- son skólastjóra, sem þá var kenn- ari á Núpi, en Núpur var þá aðal vettvangur starfsins. Ég minnist héraðsmótanna Qg þróttmikilla héraðsþinga frá þess- um tíma, og þess að ætíð átti for- maðurinn orð til hvatningar og umhugsunar í anda hreyfingarinn- ar. Á vegum U.M.F.Í., fór hann í fyrirlestraferðir á árunum 1938— 40. Fór hann um Norðurland og mun að mestu hafa farið fótgang- andi úr Fljótum í Skagafirði heim til sín að Kirkjubóli, ef undan er skilin siglingarleiðin út Djúpið. Bindindi, hvort heldur á vín eða tóbak, hefur verið Halldóri nánast heilög hugsjón. Fyrir því hefur hann barizt á hverjum þeim vett- vangi sem boðizt hefur. Það er því ekki að undra, að önnur sú félagshreyfing, sem hann hefur helgað krafta sína ©r Góð- templarareglan. Félagi í reglunni hefur hann lengst. af verið og erindreki Um- dæmisstúkunnar á Vestfjörðum um nokkurt skeið, en á vegum Stórstúku íslands fór hann fyrir- lestraferð um Norðuiiand 1952 um Eyjafjörð til Húnaþings, stofn- aði nýjar stúkur og vakti aðrar af dvaTa. Sæti átti Halldór á fjölmörgum þingum og héraðsfundum á með- an þeir voru og hétu. Endurskoð- andi um langt árabi’l hjá Kaupfé- lagi Önfirðinga. Sýslunefndar- maður var hann á árunum 1938— 46. Skólanefndarformaður 1953— 66 og í skólanefnd Núpsskóla um langt árabil. Á fyrri árum hans þar var svo komið að V-ísafjarðarsýsla ein bar aðalþungan af rekstri skóTans en upphaflega höfðu öll sýslufélögin á Vestfjörðum staðið að skólanum Var þá harla handahófskennt, að hve miklu leyti ríkið styrkti hér- aðsskólana og hve stór héruð stæðu að hverjum og ,einum. Hóf hann þá baráttu fyrir því að ríkið tæki að sér rekstur þeirra að öTlu leyti, sem og síðar varð. Þá vann hann að stofnun MjóTk- ursamlags ísfirðinga 1964 og hef- ur verið stjórnarformaður þess frá upphafi. í úthlutunarnefnd lista- mannalauna hefur Halldór átt sæti frá 1961. Þá vil ég loks lítillega drepa á stjórnmálaafskipti HaTldórs, en þau hafa átt hvað drýgstan þátt í að bera hróður hans um Tand allt. Mér er enn í fersku minni fram boðsfundirnir í vor og haustkosn- ingunum 1942. Þá var Halldór f framboði í fyrsta sinn. Þá var hann ungur og þá var hann bar- áttuglaður, sem og enn þann dag í dag. Ég var þá að komast á þann aldur, sem í dag er kallaður tán- ingaaldur, og sótti í fyrsta sinn slíka fundi. Ekki veit ég hvort það er óraunsönn mynd æskuáranna sem veldur, en þegar ég ber ýmsa Framhald á bls. 30. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.