Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Page 19

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Page 19
Hjónin frú Anna Magnúsdóttir og Björn Jóhannsson skólastjóri Holti, Vopnafjarðarkauptúni Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Anna Magnúsdóttir var fædd í Hjarðarhaga í Jökuldal N—Múl. 19.des. 1892 og andaðist 17. októ ber 1967. Björn Jóhannsson var fæddur á Valdastöðum í Húnavatnssýslu 9.sept, 1891 og andaðist 28.júní 1968. Hér verður að engu rakin ætt hjónanna frú Önnu og Björns skólastjóra, þar sem það hefur áður verið gert í sama blaði af mér færari og kunnugri mönnum. Það var napurt haustkvöld í byrjun október er m.s. Esja lagð- ist að bryggju á Vopnafirði. Ferð inni var heitið hingað og ekki lengra að sinni — ferð til nýs starfs til ókunnugs staðar. Ég hafði ráðizt kennari til Vopnafjarð ar. Dvalarstaður hafði verið ákveð inn hjá skólastjórahjónunum. Mér er emrþá í fersku minni hinar hlý legu móttökur hjónanna og þeirra ágæta heimilisfólks þetta kvöld. Slíkt var engin tilviljun, engin sýndarmennska, það átti ég svo oft eftir að reyna þá fjóra vetur sem ég átti eftir að búa á þessum stað. Umhyggja og alúð var eitt af sterkum einkennum hjónanna í Holti. Það var ákveðið, að þessi vetur yrði síðasti starfsvetur Björns sem skólastjóri aldurs vegna. Þar var því að ljúka ára tuga farsælu kennslu og skóla stjórastarfi, lengst af í Vopnafjarðarkauptúni. Ávallt mun ég álíta mig mjög lánsaman að fá tækifæri að starfa nieð Birni þennan vetur. Byrjanda í starfi er það dýrmætt að sjá fyrir sér fordæmi sem er til eftirbreytni í hvívetna. Þrátt fyrir háan aldur og nokkra vanheilsu stjórnaði Björn skóla sínum vel. Honum lék einkar vel að hafa stjórn á nemendum án alls hávaða og fyrirgangs. Björn var ágætur kennari sem nemend ur elskuðu og virtu — og fundu að hann var hinn trausti og góði félagi, sem gat jafnvel tekið þátt í leikjum þeirra og glensi ef svo bar undir. En þetta var ekki ein ungis sprottið upp hjá nemendun um sjálfum, heldur heimilunum, foreldrum barnanna sem Björn hafði einnig flestum kennt á sínum tíma. Vinátta var því byggð á traustum grunni. Björn stóð ekki einn uppi um dagana — hann átti mikilhæfa og glæsilega konu. Ung að árum kynntust þau Anna og Björn í Reykjavík þar sem bæði stunduðu þá nám, Anna í ljósmóðurfræðum en Björn kennaranám. Þetta nám þeirra átti eftir að notast svo vel og fjölmargir áttu eftir að njóta starfskrafta þeirra. Á fyrstu hjúskaparárum sínum gerðust hjónin ábúendur á Vetur húsum á Jökuldalsheiði, en þar voru nokkur býli sem nú eru öll fyrir löngu í auðn. Á Veturhúsum voru húsakynni léleg fyrir menn og málleysingja, meira að segja á þeirra tíma mælikvarða. Landið var víðáttumikið og grösugt en tún lítið og lélegt. Bústofn var Iítill sem víðar á þessum árum. Fyrir hagsýni og dugnað fór allt vel. Bæði voru hjónin alin upp við mikla vinnu í æsku við hin marg breytilegu vei'kefni sveitanna. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.