Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 13
reistur á Borgarfirði, var hanum falin verkstjórn við þá fram- 'kvæmd, sömuleiðis var hann lengi í hreppsnefnd og skattanefnd, einnig í stjórn Kaupfélags Borgar fjarðar, eða þar til hann fiuttist hurt úr sveitinni. Sigbjörn kvæntist eftirlifandi konu snn, Jóhönnu Steinsdóttur frá Þrándarstöðum í Borgarfirði 1935. Var samlíf þeirra alla tíð mjög gott og tókst þeim að reisa sér hið myndarlegasta heimili. Þau byggðu sér snyrtilegt hús, sem þau bjuggu í eftir það. Var heimili þeirra mótað af snyrtimennksu, menningu og myndarbrag. Þeim varð þriggja sona auðið, sem all- ir eru hinir mestu efnismenn. Þeg ar þeir uxu upp, hneigðust þeir all’ir til skólagöngu og voru til þess örvaðir og studdir af foreldr- um sínum af einlægum hug. Var það þá mikið átak frá afskekktum stöðum á landinu eins og það er raunar enn í dag. Tveir þeir eldri fóru í Menntaskólann á Akureyri og luku þaðan stúdentsprófi með ágætum árangri og stunda nú nám, Bjarni við Háskóla íslands í ísleinzkum fræðum og Ragnar við Kaupmannahafnarháskólia í verk- fræði og sá yngsti, Guðmundur Ingi, lauk kennaraprófi við íþrótta skólann á Laugarvatni og er nú við framhaldsnám í Kaupmanna- höfm. Þegar svo var komið að synir þeirra allir voru farnir að heim- an til náms á fjarlægum stöðum, ákváðu þau hjón að flytjast frá Borgarfirði til Reykjavíkur til þess, ef verða mætti, að þau gætu orðið sonum sínum til enn meira hands og trausts á inámsbrautinni, en á annan hátt. Má það öllum ljóst vera, að slíkt hafi ekki ver- ið átaikalaust fyrir Sigbjörn Guð- mundsson, að slíta svo rætur við ævistöðvar sínar, sem svo voru vallgrónar við líf og starf fleiri kynslóða. f Reykjavík keyptu þau sér íbúð á Kleppsvegi 38 og héldu þar áfram sínu heimilishaldi við ekki minni menningarlega rausn en áður á Borganfir'ði eystra. Og þar hefur þeim þjónum auðnazt að verða fjölskyldu sinni það hald og traust sem til var stofnað. f Reykjavík hygg ég að Sig- björn hafi unað hag sínum allvel. Hanin eignaðist þar fjótt hóp vina og kunningja. Hann hafði mikla hæfileika tií þátttöku í hvers koin- ar gleðskap og breytilegum við- fangsefnum. Hér var áður nefnt söngur og orgelspil, sem hann iðk- aði áfram eftir að til Reykjavíkur kom, sömuleiðis var hanin spila- maður ágætur og var alltaf tilbú- inn að taba slag ef svo bar undir. En alltaf mun hann hafa unað sér út í sveitum og víðáttu landsims. Hann fór lengri og skemmri ferðir út um landið, alltaf þegar hann kom því við, og tók myndir af fögr- um og sérkennilegum stöðum, allt í litum. Þegar heim kom tók hann svo fram sýningarvélina og sýndi þessar myndir sínar ölum til ynd- isauka sem sáu. En svo á ég eftir að minnast blómsins, sem skærast skein í hug og tilfinningu Sigbjörns Guð- mundssonar. Það er sonardóttirin litla, kotroskna og glaða, yndi hans og eftirlæti. Ég man eftir einni mynd í safni hans. Hún er af hon- um sjálfum og þessari litlu stúlku. Þau standa á ströndinni. Hún horf ir í glaðri spurn og undrun á afa sinn. Hann horfir á Önnu Birnu og mér finnst ég sjá hið létta, kanfcvísa bros í augnakrókum hans. Þau eru þarna ein á eyði- legri strönd. Þau eru ekki ein- mana, þau hafa hvort annað. En inú er góði afi horfinn. Þó hygg ég, þótt hún nyti hans ekki nema um skamma stund, að hann búi með vissum hætti í hugskoti henn- ar og persónugerð vonandi um ianga ævi. Nú er Sigbjöm Guðmundsson horfinn af sviðinu með skjótum hætti of sviplegum og í fullu starfi. Hans er sárt saknað af sl!v um nánustu og vinum. Þó finnst mér að einmitt á þann hátt sé gott að hverfa. I.G. f 9. sept. s.I. var vinur minn og fóstbróðir, Sigbjörn Guðmundsson frá Borgarfirði eystra borinn til hinztu hvíldar. Ég trúði varia mínum eigin eyr- um er mér barst fregnin um Iát hans, svo snögglega bar það að Hann hafði verið í fullu starfi að undanförnu og þó að heilsan væri ekki sterk þá grunaði mann ekki að hann yrði kallaður svona fljótt. Sigbörn var ættaður frá Borgar- firði eystra sonur hjónanna Guð- mundar Pálssonar og Ragnhildar Hjörleifisdóttur, en þau áttu tvö börn önnur, Pálínu og Inga, sem bæði eru á lífi og búa hér í Reykja- vík. Snemma misstu þau föður sinn, en Ragnhildur giftist aftur Sigurði Magnússyni góðum og mætum manni sem reyndist þeim góður stjúpfaðir. Það var hjá þeim hjónum, sem ég kynntist Bjössa, eins og hann var ávallt nefndur af sínum vinum og kunningjum. Bjössi var um margt vel af guði gerður. Hann hafði næma tónlistarhæfileika og lærði snemma að leika á orgel, og auk þess að vera kirkjuorganisti var hann aðalmaður í öllu tónlist- larlífi sveitar sinnar í fjölda mörg ár, og minnumst við sveitungar hans margra gleðistunda við söng og leik frá þeim árum. Hann starfaði mikið fyrir sveit sína bæði í skattanefnd og hrepps- nefnd og einnig vann hann mikið að málum ungmennafélagsins og var virkur þátttakandi bæði í knattspyrnu og öðrum íþróttum. Hagmæltur var hann vel, þótt hann léti lítið yfir. En nánustu vin- ir hans munu þó hafa heyrt malga stöku við ýmis tækifæri. Bjössi kvæntist Jónönnu Steins- dóttur frá Þrándastöðum og stuadi hún og hvatti rnann sinn í öllum hams störfum og reyndist honuþjí himn bezti lífsförunautur og er mikill harmur að henni kveðinn að missa mann sinn svo snöggíégaC' Þau eignuðust þrjá mannvæn- lega syni, Bjarna, Ragnar og íþgá, sem allir hafa gerngið mennlavcg? inn og mun Bjössi hafa hvaít þl ÍSLENDINGAÞÆTTiR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.