Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 29
beitarjörð, en skerjótt er þar fyr- ir landi og fiæðihætta mikil fyrir kindur. Saekja þær mjög í söl, sem vaxa þar á fremstu flúðum. Þurfti því að hafa vakandi auga með göngu fjárins þar um fjörur. Mjög var Jón árvakur um þessi efni, og ótalin eru þau spor, sem hann átti við að forða fé frá þess- um háska. — Þessu fylgdi líka það, að hirða þurfti féð með nabni þann tíma er það var á húsi, er veður voru válynd og frera lagði um fjörur svo borgir hlóðust upp af,- en rekaþarinn þjappaðist undir þær svo hætta var á, að þær hryndu yfir féð. Þá átti Jón marga kalda stund, er hann hélt fé sínu til haga, því hanm viðhélt þeim góða sið að „standa“ yfir kindunum er þær beittu sér, því þá var betra að fylgjast með því að þær hefðu ekki meira vos en þær þyldu. Ef finna ætti eitthvert einkunn- arorð, sem heimfæra mætti upp á Jón, þá mætti segja að einkunn hans hefði verið að geyma e'fcki það verk til morguns, sem hægt var að vimna í dag. Hann á lang- an starfsdag að baki, og það var ekki venja hans að telja handtök- in í klukkustundum. Verkið, sem þurfti að vinna, var það sem réði, en ekki tíminn. En nú er þrekið farið og heils- an biluð. Hanm hefur hin síðustu ár legið mjög ósjálfbjarga á sjúkra húsinu á Patreksfirði. Má það hverjum manni mikil raun vera í að rata, þegar honum er vinnufús- leikinn í Móð borinn. En þá kem- ur hin sterka skapgerð Jóms í ljós, að sætta sig við það sem ekki er hægt um að þoka. Jón var alla tíð mjög ræðinn við gesti og gangandi, þótt ekki sleppti hann niður vinnu sinni við það. Hann festi mjög í minni sér hvern þann fróðléik, sem hann taldi til nytsemda horfa. Hann líkt ist um það föður sínum, Bjarna, sem geymdi í huga sér mikinrn sæg allskonar sagna frá fyrri tím- um, sem hann sagði ætíð svo frá, að ekki skeikaði orði í frásögninni, hversu oft sem hann endurtók þær. Eins er Jón. Ennþá hefur hann stálminni og rekur ættir manna af furðulegri nákvæmni ásamt sögn- um sem þeim fróðleik eru tengdar. Það þótti mörgum umglingnum gott að hlýða á, þegar Jón sagði sögur frá fyrri tímum og útskýrði fyrir þeim þá lífsbaráttu, sem hann þekkti. Veit ég að þeir eru marg- ir, sem nú senda honum hlýjar hugsanir á þessum tímamótum ævi hans. þegar þeir minnast þessara stunda. Jón var mjög barngóður og hafði gaman af tiltektum smæl- ingjanna þegar hann sá viðleitni þeirra til þess að reynast sjálf- bjarga. Var hann ótrúiega laginn að fá þau til að lít-a bjartari aug- um á tilveruna, ef fyrir kom að ský drægi fyrir sólu í leik þeirra eða starfi. Mér þykir hlýða með þessu spjalli að rifja nokkuð upp þá helztu ættmeiði, sem Jón er af sprottinn, þótt því verði ekki gerð nein skil í stuttri grein. Þó veit ég að Jón kamn á þessu miklu betri skil og þekkir tengslin við miklu fleiri ættmenn sina, en hér verður stiklað á. Einar Sigurðsson skáld og prest ur í Heydölum átti fjölda barna, sem kunnugt er, og meðal þeirra var séra Gísli, sem síðast var prest ur á Stað í Reykhólasveit, bróðir Odds biskups. Séra Gísli átti dóttur, sem Krist- ín hét. Hún giftist Gunnlaugi presti Snorrasyni, sem prestur varð á Stað eftir föður hennar. — Séra Gunnlaugur var kominn í beinan karllegg af landnámsmann- inum Þórði Bjarnasvni (Höfða- Þórði) i Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Þau Kristín og séra Gunnlaugur áttu som sem Einar hét, fæddan um miðja sautjándu öld. Hann bjó fyrstur forfeðra Jóns, svo vitað sé, á Hreggsstöðum og var lögréttu- maður. Hann kvæntist Rannveigu, sem sumir segja að væri dóttir Jóns bónda í Flatey, Finnssonar, þess er átti og gaf Brynjólfi bisk- upi Sveimssyni Flateyjarbók. En réttara mun að hún hafi verið dótt ir Jóns Torfasonar lögréttumanns, bróðursonar Jóns Finnssonar. Rannveig var áttundi liður frá Birni Þorleifssymi hirðstjóra á Skarði. (Sjá Lögréttumannatal E.B. 1954.) Þau Rannveig og Einar áttu son, sem þau létu heita Jón. Hann varð síðar lögsagnari í Æðey á ísafirði. Einar sortur þessa Jóns bjó á Hreggsstöðum og eftir hanm sonur hans Jón. — Sonur þessa Jóns hét og Einar og bjó á Hreggsstöðum. Var hann kenndur við bæinn og kallaður „Rex“. Jón sonur Einars „Rex“ fæddist á Hreggsstöðum, em bjó þar ekki, em dó þar árið 1903 hjá syni sín- um Bjarna, föður Jóns Valdimars. Kona þessa seinasta Jóns Einars- sonar og móðir Bjarna hét Var- gerður og var hún Jónsdóttir, Ás- björnssonar. Það er gamam að fylgjast með þessari nafnaröð: Einar — Jón, og gizka á uppruna hennar. Það sýn- ast ver formæðurnar, Kristín á Stað, sem kemur upp nafni afa síns frá Heydölum, og Rannveig temgdadóttir hennar, sem heldur áfram Jóns-nafninu. En fyrsti Jón- inn var sonarsonarsonur Björns hirðstjóra og afi Jóns Finnssonar í Flatey. Bróðir seinasta Jóns Einarssonar í þessari röð var Þórólfur faðir Sigurðar skólastjóra á Hvítár- bakka. Var Þórólfsnafnið einnig tengt þessari ætt, þvi Ástríður kona Einars „Rex“ var Þórólfsdótt ir. Þessir ættstuðlar, sem hér hafa verið nefndir, má með sanni segja að tilheyri þeirri ætt, sem vestra hefur verið kölluð Hreggsstaðaætt in. Mundi hún vera nokkuð fjöl- menn. ef hún væri öll samantek- in. Móðir Jóns Valdimars og kona Bjarna Jónssonar á Hreggsstöðum hét Jónfríður og var dóttir Helga Sæmundssonar, sem Kenndur var við Skjaldvararfoss á Barðaströnd, en hann bjó þar. Hanm var alinn upp hjá þeim nafnkenmda garð- yrkjumanni Guðmundi Sigmunds syni í Litluhlíð. Móðir Jónfríðar var Ragnhildur Einarsdóttir. sem var násl yld Ein- ari í Kollafjarðarnesi. Systursonur Jónfríðar vd- Helgi heitinn Guðmundsson þjóðsagna- ritari. — Bróðursonur hennar var einnig Þórarinn Jónsson á Meln- um, sem margir Reykvíkingar þekktu. Þótt ég nefni þessi ættmenni Jóns hér, þá er það meir til gam- ans gert og til að gefa mönnunt ástæðu til upprifjumar en að ætl- unin sé að gefa nokkra tæmandí. upptalningu að þessu leyti. —Um þetta veit ég að Jón kann miklu betur að rekja en ég, og við að bæta. Hefur hann yndi af að fræða þá er þess fýsir og kunna skil á ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.