Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 3
Átta þingmanna minnzt á Alþingi Þegar Alþingi kom saman 10. okt. s.l. var minnzt óvenjulega margra þingmanna, sem látizt höfðu síðan þingi sleit í vor, eða alls átta. Hæfa þykir að birta í íslendinga- þáttum minningarorð þau, sem aldursforseti þingsins, Sigurvin Einarsson, flutti um þessa þingmenn á setningarfundi Alþingis. BJARNI BENEDIKTSSON í dag, þeigar Alþingi kemur saman að rúmum fimm mánuðum liðnum frá lokum síðasta þings, eru mönnum ofarlega í hug þau sorgiegu tíðindi, er spurðust frá Þingvöllum að morgni hins 10. júlí síðastliðins, að Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, hefði þá um nóttina látið lífið ásamt konu sinni og dóttursyni í bruna ráðherrabústaðarins þar. Á þeirri nóttu var þjóðin svipt forustu- manni sínum og við alþingismenn sáu-m á bak mikilhæfum þing- skörungi, sem vegna stöðu sinnar og hæfilieika hefur öðrum fremur xnótað störf Alþingis mörg undan- farin ár. Bjarni Benediktsson var 62 ára er hann lézt. Hann fæddist 30. apríl 1908 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Benedikt al- þingisroaður Sveinsson, Víkings gestgjafa á Húsaví'k við Skjálf- anda, Magnússonar, og kona hans, Guðrún Pétursdóttir, bónda í Engey. Kristinssonar. Hann stund- aði nám í menntasfcólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1926, og árið 1930 lauk hanm lögfræðiprófi við Háskóia fs- lands. Á árunum 1930-1932 stundaði hann erlendis framhalds- nám í stjórnlagafræði, aðallega í Berlín. Haustið 1932 varð hann prófessor í lögum við Háskóla fslands og gegndi þvi starfi til hausts 1940 er hann varð borgar- ’Stjóri í Reykjavík. Hinn 4. febrú- air 1947 var hann skipaður utan- ríkis- og dómsmálaráðherra _ og lét þá af borgarstjórastörfum. Átti hann siðan sæti í rikisstjórn til ^eviloka að undanskildu tímabilinu frá 24. júli 1956 til 20. nóvember 1959, en þann tíma var hann rit- stjóri Morgunblaðsins. Hann var htanríkis-, dómsmála- og mennta- hiálaráðherra 1949—1950, utan- ISLENDINGAÞÆTTIR ríkis- og dómsmálaráðherra 1953— 1956, dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra 1959— 1961 og 1962- -1963, forsætis- ráðherra um skeið á ár- inu 1961 og frá 14. november 1963 til dauðadags. Bjarni Benediktsson tók fyrst sæti á Alþingi sumarið 1942 og átti hér sæti síðan, sat á 31 þingi alls. Forseti sameinaðs Alþingis var hann á sumarþimginu 1959. Hann var fulltrúi í Norðurlanda- ráði á árunum 1956—1959. Hann átti sæti í stjórn Happadrættis Há- skóla íslands 1933—1940, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934 1940 og 1946—1949, átti sæti í útvarpsráði 1934—1935, var skip- aður 1939 í nefnd til að endur- skoða framfærslulögin, formaður nýbyggingarsjóðsnefndar 1941 1944, átti sæti í milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu 1942—1945 og var formaður nýrrar stjórnar- skrárnefndar frá 1947, var í sendi- nefnd á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1946. Hann var í stjárn Sparisjóðs Reykjavíkur 1952 1965, í stjórn Eimskipafélags fs- lands 1954—1964, í stjórn hluta- félagsins Árvakurs frá 1955 og formaður stjórnar Almenna bóka- félagsins frá stcifnun þess 1955. í miðstjórn Siálfstæðisflokks- ins var hann frá 1936 og formaður flokksins frá 1961. Hann varð félagi í Vísindafélagi íslendinga 1935 og doktor í lögum í heiðurs- skyni við Háskóla íslands haustið 1961. Bjarni Benediktsson hlaut í vöggugjöf miklar gáfur, viljastyrk og starfsorku. Námsferill hans var glæsilegur og frami lians að námi loknu eigi síður. Hann varð há- skólakennari 24 ára að aldri, síðan borgarstjóri, ráðherra, for- ustumaður fjölmennasta stjóm- málaflokikks þjóðarinnar og að lokum forsætisráðherra. í föður- húsum gafst honum kostur á að hlýða á rökræður um sjálfstæðis- mál íslendinga og stjórnmál, í háskólanum kenndi hann meðal annars stjórnlagafræði og samdi innan þrítugsaldurs mikið rit um deildir Alþingis, störf þeirra og meðferð þingmála. Iiann var því vel búinn til starfa, er hann sett- ist á þing, og jafnan kvað milkið að honum við þingstörf. í skiln- aðarmáli íslands og Danmerkur var hann málsvari þeirra, sem stefndu að stofnun lýðveldis á ís- landi á árinu 1944. í ráðherra- dómi kom það oft í hlut hans sem utanríkisráðherra og síðar for- sætisráðherra að hafa forustu um aðild íslands að alþjóðasamtökum og ýmsum samtökum öðrum þjóða í milli. Síðustu árin var það nokkr um sinnum hlutskipti hans að hafa af hálfu ríkisstjórnarimnar milligöngu um sættir í torleyst- um vinnudeilum. Að öllum störf- um gekk hann af heilum hug og fékk milklu áorkað. Þess er eiki að dyljast, að mi'kl- ar deilur hafa staðiö um störf Bjarna Benediktssonar á vettvangi stjórnmáia. Slí'kt er eðli þeirra 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.