Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 7
rannsaka hag Landsbankans, og var hann formaður þeirra nefnd- ar. Sama ár var hann skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum, og gegndi hann því embætti (fram á árið 1924. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og starfaði lengi við 'endurskoðun í fjármálaráðu- heytinu. Karl Einarsson var alþingis- maður Vestmanneyinga á árunum 1914—1923, sat á 11 þingum alls. Karl Einarsson var hátt á tí- ræðisaldri, þegar hann andaðist, hafur náð hæstum aldri þeirra manna, sem setið hafa á Alþingi. Nær hálf öld er liðin síðan hann hvarf af þingi. Á þingsetuárum hans var sjálfstæðisbarátta ís- lendinga ofarlega á baugi og full- veldi landsins náð, og hann tók þátt í þeirri baráttu og þeim stgri af heilum hug. Á Alþingi var hann fulltrúi þess hluta landsins, þar sem sjósókn og aflabrögð ráða mestu um alíkomu manna. Hann barðist fyrir hafnargerð í Vest- mannaeyjum af þrautseigju og varð ágengt um síðir. I-Iann var meðal stofnenda Björgunarfélags Vestmanneyja og beitti sér fyrir framlagi 4il þess frá bæjarfélagi og úr ríkissjóði. Hann hreyfði fyrstur manna á Alþingi þeirri hugmynd að nota sama skip til björgunarstarfa og landhelgis- gæzlu. Eftir brottför sína frá Vest- mannaeyjum lifði Karl Einarsson kyrrlátu lífi, en hélt heilsu og starfsorku fram á tiræðisaldur. t MAGNÚS GÍSLASON Magnús Gíslason fæddist 1. 'nóvemver 1884 í Eydölum í Breið- dal. Foreldrar hans voru Gísli, síðast bóndi og póstaifgreiðslumað- Ur á Búðum við Fáskrúðsfjörð, Högnason bónda á Skriðu í Breið- dal Gunnlaugssonar og kona hans, Þorbjörg Magnúsdóttir, siðast þrest í Eydölum, Bergssonar. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík árið 1906 og lögíræðiprófi frá há- skóianum í Kaupmannahöfn 1912. Hann stundaði málaflutningsstörf I Reykjavík 1913—1916, var settur sýslumaður i Suður-Múlasýslu 1916—1917 og i Árnessýslu 1919. Aþstoðarmaður í fjármálaráðu- neytinu varð -hann 1918 og full- trúi þar 1919. Á árunum 1920 1921 var hann fulltrúi hjá bæjar- fógetanum í Reykjavik. Hann var skipaður sýslumaður í Suður- Múlasýslu á árinu 1921 og gegndi því embætti til rniðs árs 1939, er hann var skipaður skrifstöfustjóri f fjármálaráðuneytinu, en því enibætti gegndi hann fram á árið 1952, er honum var veitt lausn ®ökum ald.urs. Magnúsi Gíslasyni voru jafn- 'lfamt aðalstarfi falin ýms trúnað- ^rstörf. Hann átti sæti á Alþingi á árunum 1939—1942, sat á 6 hingum alls. í yfirfasteignamats- hefnd var hann 1919—1921. Hann var skipaður formaður milliþinga- áefndar í launamálum 1943, for- ^baður nefndar samkvæmt 46. grein launalaganna 1946, skipaður í nefnd til að endurskoða launa- lög 1949 og í néínd til að endur- skoða lög um tollskrá 1953. Hann var í yfirskattanefnd Reykjavík- ur 1940—1962 og í happdrættis- ráði Háskóla íslands 1945—1962. Hann var meðal stofnenda togara- félagsins Kára 1918 og í stjórn þess til 1931 og einn af stofnend- um Skógræktarfélags Austurlands 1935 og í stjórn þess til 1939. Magnús Gíslason var farsæll og Þóroddur Guðmundsson fædd- ist 21. júlí 1903 á Siglufirði. For- dugmikill embættismaður. Hann var réttsýnn dómari og friðsamur valdsmaður, leysti fúslega vanda þeirra, sem til hans leituðu. og naut vinsælda í sýslu sinni. Hann gegndi erilsömum störfum skrif- stofustjóra fjármálaráðuneytis á miklum umbrotatimum árum heimsstyrjaldar og óstöðugleika í fjármálum. Þau störf leysti hann vel af hendi sem önnur, var gæt- inn og samvi/kusamur, starfsfús og ráðhollur. Ilapn var sanngjarn og nærgætinn við það starfsfólk, sem hann átti yfir að ráða, og því fannst gott að starfa undir stjórn hans. Síðustu árin var hann orðinn sjóndapur og átti við van- heilsu að stríða. eldrar hans voru Guðmundur, síðar útvegsbóndi á Þönglabakka, Jörundsson útvegsbónda á Syðsta- bæ í Hrísey Jónssonar og kona hans, Sigríður Sigurðardóttir bónda í Skarðsdal í Siglufirði Gunnlaugssonar. Ilann var sjó- ■maður nokkurt skeið, en rak síðar síldarsöltun og útgerð á Siglufirði. Bæjarfulltrúi á Siglufirði var hann 1934—1962 og átti sæti í stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins frá 1944 til dauðadags. Hann sat sem varaþingmaður á Alþingi 1942—1946 í veikindaforföllum aðalmanns, átti sæti á 4 þingum alls. Þóroddnr Guðmundsson er kunnastur fyrir þáttöku sína i íslenzkri verkalýðshreyfingu. f ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON ÍSLENDINGAÞÆTTIR ?

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.