Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 21
STEFÁN JÓNSSON ‘ FYRRV. HREPPSTJÓRI, HLÍÐ í LÓNI Fæddur 16.9 1884. Dáinn 14.9 1970. Bæjarhreppi sem í daglegu tali nefnist Lón, er skipt í þrjá hluta, þ.e. Suður-Lón, sunnan Jökulsár, Mið-Lón og Austur-Lón . í Suður- og Austur-Lóni stendur bæjaröð- in fram með fjallahringnum, en í Mið-Lóni var bæjaröðin tvískipt, þannig að önnur lá með lóninu út undir sjó. Þar er nú aðeins búið á einum bæ af þrem, sem áður voru í byggð, þar af er einn bær- inn, Bær, bær Úlfljóts þar sem langt fram yfir .aldamót bjuggu sex ábúendur, er nú enginn. Hin bæjaröðin í Mið-Lóni ligg- ur með fjöllum og í því byggða- hverfi er Hlíð austasti bærinn. Bær inn stendur neðarlega i sléttu túni alveg í þjóðbraut. Neðan vegarins voru áður miklir óræktaraurar, sem allir eru nú komnir í iðja- grænt tú>n. Hlíðarheimilið er fyrir löngu þjóðfrægt orðið fyrir mikla snyrti- mennsku og góða og smekklega umgengni á öllum sviðum. Þau sæmdarhjón, sem gerðu garðinn frægan, voru þau Kristín Jónsdótt ir og maður hennar Stefán Jónsson fyrrv. hreppstjóri og fræðimaður meið meira, sem andaðist að heim- ili sínu 14. sept., eða tveim dögum áður en hann hefði orðið 86 ára. Þessa látna vinar míns langar mig að minnast með nokkrum fátæklegum orðum. Stefán fædd- ist að Bæ i Lóni, sonur hjónanna Bannveigar Sigurðardóttur og Jóns Bergssonar bónda þar. Þau hjón fl'uttu síðar að Krossalandi í sömu sveit og þar ólst Stefán upp fram um tvítugsaldur. Krossaland er umlukt vötnum, liggur á miðjum Jökulsáraurum út við sjó, stórt og mikið land, en á þeim árum ekki vel fallið til ræktunar. Þetta var Hka kirkjujörð, en það hefur löng- um verið hugur bóndans að eiga sína jörð, gerast sjálfseignarbóndi, (SLENDINGAÞÆTTiR og þegar jörðin Hlíð var auglýst til sölu, þá mun Stefán hafa rennt augum sínum til fjallanna og þurr lendisins. Þar sá hann fram á mikla ræktunarmöguleika, en Stefán var þá nýlega útskrifaður gagnfræð- ingur frá Flensborgarskóla, og fuílur af framtíðax-hug, sem títt er um unga menn, og því voru kaup- in gerð, og þau kaup reyndust farsæl, bæði fyrir sveit og kaup- endur. Á þessum árum var faðir hans hinn raunveruTegi bóndi á jörð- inni, en Stefán aflaði fjár til heim- ilisins, með því að stunda vega- gerð á sumrum, meðal annars rnörg sumur í FagradaTsveg, og svo nokkuð við barnakennslu á vetrum. Bergur hét annar bróðir Stefáns búfræðingur að mennt, fluttist síð- ar til Noregs og var búsettur þar, en er nú látinn fyrir nokkrum ár- um. Það var gaman fyrir ungan dreng, að horfa á vinnubrögð þeirra bræðra. Þar fór saman bæði mikil afköst og hagsýni, enda fékk Hlíðai'tún að verða vart við vei'k þeirra, það liðu ekki mörg ár áður en það var allt slétt og það með góðum viðauka. Stefán kvæntist árið 1913 Krist- ínu Jónsdóttur, senx var ekkja eft- ir séra Benedikt Eyjólfsson prest í Bjai’nanesi. Hafði hún fyrir 5 ungbörnum að sjá. og reyndist Stefán þeirn sem hinn bezti faðir í hvívetna, enda hafa þau öll kunn- að að meta það. 1914 taka þau hjónin svo fornxlega við bú- inu í sínar hendur, og hafa búið þar, þar til fyr- ir nokkrum árum, að þau fengu Jóni syni þeirra það í hendur. Önnur börn þeirra Kristínar og Stefáns eru Benedikt hreppstjóri á Hvalnesi, Ragna húsfreyja á Múla í Álftafirði og Kristin listmálari, sem lézt ung að árurn. Eins og ætla mátti hlóðust marg vísleg störf á Stefán. Hann var vegavei'kstjóri hjá Vegagerð rí’kis- ins frá 1911 til 1949, hreppsnefnd- aroddviti í 34 ár, hreppstjóri í 14 ár, sýslunefndarmaður, formað- ur sóknarnefndai', og má þess vel geta, að hann lét sér mjög annt um kii'kju sina og kirkjugarð. Með al annars sem hann lét gera fyr- ir garðinn, má nefna að í honum eru grafnir nokki'ir franskir sjó- rnenn sem drukknuðu í sjóslysinu mikla við Stókksnes, og Sigurjón frá Þorgeirsstöðum gerði góð skil í útvarpsþætti. Stefán fékk því til leiðar komið í gegnum franska sendiráðið að grafreiturinn var hlaðinn upp og sett á hann falieg plata. Þá var Stefán í stjórn Bún- aðarfélags hreppsins og Bún ðar- sambandsins, endurskoðandi Kaup félags Austur-Skaftfellinga í 3ö ár og margt fleira mætti telja. Öll þessi stöi’f leysti hann af hendi með mikilli lipurð og snvrti- 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.