Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 7
Valdeniar Pálsson fæddist á
Vatnsenda í Eyjafirði, 11. júní
1889. Fullu nafni hét hann Krist-
Ján Valdemar, en gekk jafnan und-
Ir síðara nafninu, og nefndi liann
sig það sjálfur. Foreldrar hans
hétu Kristjana Sigurðardóttir og
Páll Sveinsson, búandi hjón á
Vatnsenda. Kristjana var dóttir Sig
urðar bónda á Vatnsenda, Gíslason
ar og síðari konu hans, Guðrúnar
Kristjánsdóttur. Páll var sonur
fátækra hjóna í Hólakoti, Guðbjarg
ar Pálsdóttur og Sveins Sveinsson-
ar. Þau hjón þóttu nokkuð sér-
kennileg í athöfnum, hvort á sinn
hátt, og öðruvísi en almennt tíðk-
aðist í sveitinni. Sveinn var vel
greindur og víðlesinn, en lítill verk
maður. Hann var vel hagur á hend
ur, einkum málma, kopar og siif-
ur. Hann var smár vexti og burða-
lítill. Guðbjörg Pálsdóttir var kona
stórvaxin og talin meira en meðal-
karlmanns ígildi að kröftum. Hún
var verkkona mikil. jafnt við úti-
störf sem inni. Hjálpsöm
var hún við þá, sem erfitt áttu, og
voru hjálparþurfi, og hjartahlýja
hennar brást aldrei. Talið var af
kunnugum, að Páll sonur þeirra
hefði erft ílesta beztu eiginleika
foreldra sinna. Hann var hagleiks-
maður til allra starfa og verkmað-
ur góður. Hann var veggjahleðslu-
maður ágætur og eftirsóttur. Var
sú list i miklum metum í þá daga,
þegar byggingarefnið var aðeins
heimafengið torf og grjót. Vöxt og
burði erfði hann frá móður inni,
hjálpsemi og fórnfýsi. Hann var
vinsæll af sveitungum sínum, en
hæglátur og hlédrægur. Kristjana,
kona Páls. var prúð og mild í fram
komu, og hvers manns hugljúfi er
henni kynntist.
Páll Sveinsson bjó allan sinn bú-
skap á Vatnsenda, frá 1870 til
1899. Þeim hjónum varð ellefu
barna auðið. Þar af voru sex svein-
born, og það síðasta 1894, andvana.
Öll þessi sveitabörn létust í frum-
bernsku, nema Valdemar einn.
Önnur börn þeirra Vatnsenda-
hjóna voru meyjar, sem ali-
ar koinust til fullorðinsára,
sú elzta fædd 1869, og sú
yngsta fædd 1877. Hún var
því tólf árum eldri en Valdemar
bróðir þeirra systra. Valdemar
Pálsson ólst upp á Vatnsenda hjá
foreldrum sínum við mikið ást-
ríki og alúðlega umönnun móður
sinnar og systra, sem allar elskuðu
hann og dáðu þennan „litla bróð-
ur“ sinn. og dekruðu við hann
hver í kapp við aðra. Það veldur
því nokkurri undrun, eins og
uppeldi Vademars var háttað á
barnsárunum, að hann skyldi ekki
verða, er hann eltist, heimtufrek-
ur, sérgóður og lítt tillitssamur
um annarra hagi og líðan, eins og
oft vill verða um dekurbörn. En
svo varð eigi um Valdemar. Þetta
virðist ljóslega benda til þess, að
innsta eðli hans hefir í öndverðu
verið byggt upþ af allt öðrum
efnivið, svo sterkum og eðlisgrón-
um, að jafnvel taumlítið dekur og
dálæti ófullþroska æskuáranna,
megnuðu ekki að hrekja þessar
eigindir úr sínurn inngróna far-
vegi út á flaustur eigin hagsmuna-
hyggju og tillitsleysis um
hagi samferðamannanna. Lífsferill
Valdemars á þroska og manndóms
árunum átti eftir að staðfesta
þetta.
Þegar Páll Sveinsson lét af bú-
skap, tóku við jai'ðnæðinu á Vatns-
enda tengdasynir hans Kristján
Jósefsson, maður Sigrúnar Páls-
dóttur, elztu systur Valdemars, og
Jón Jónsson, maður Sveinbjargar
Pálsdóttur, næstelztu systur
Valdemars.
Páll Sveinsson á Vatnsenda and-
aðist 19. okt. 1903, 67 ára að aldri.
Kristjana Sigurðardóttir, kona
hans, lifði mann sinn enn um nokk
ur ár. Hún lézt 1916.
Valdemar hélt áfram heimili
sínu á Vatnsenda, eftir lát föður
síns á vegum mága sinna, Jóns
Jónssonar og Kristjáns Jósefsson-
ar og vann þeim. Á útáliðnum
vetri 1905 var hann vjð nám hjá
séra Jónasi Jónassyni á Hrafnagili.
Haustið 1905 fór hann svo í gagn-
fræðaskólann á Akureyri. Þar
dvaldi liann svo veturna 1905 til
1906 og 1906 til 1907. En á útá-
liðnum vetri 1907, veiktist hann
af svæsinni lungnabólgu. sem sner
ist upp í brjósthinmubólgu. Var
hann þá mjög hætt kominn. En
hraust líkamsbygging hans hjálp-
aði til að hann náði furðu fljótt
aftur heilsu. Þó mun hann aldrei
hafa náð vinnuþoli og vinnuafköst
um, þeim er hann áður hafði. Varð
hann þá að hætta námi. Vorið 1909
fluttist hann að Möðruvöllum í
Eyjafirði og kvæntist heitmey
sinni, Guðrúnu Jónasdóttur. 25.
sept. 1909.
Guðrún Jónasdóttir fæddist 9.
ágúst 1886. Foreldrar hennar voru
Jónas Jónsson, síðast bóndi á
Völlum í Saurbæjarhreppi og kona
hans Sigurlína Hallgrímsdóttir.
Kornung að aldri var Guðrún tek-
in að fóstri af þeim hjónum Jó-
hanni Jónassyni og Guðrúnu Jónas
dóttur, systur Jónasar á Völlum.
Jóhann og Guðrún bjuggu þá á
Rútsstöðum í Öngulsstaðahreppi.
Með fósturforeldrum sínum fiutt-
ist Guðrún Jónasdóttir, þriggja
ára gömul frá Rútsstöðum að Hól-
um í Eyjafirði. Sama vorið og Guð-
rún fluttist að Hólum frá Rúts-
stöðum, vorið 1889, fæddist svein-
barn á næsta bæ við Hóla, sem
skírt var Kristján Valdemar. Örlög
þessara tveggja ungmenna átti
eftir að tengjast órjúfandi bönd-
um, þar til yfir lauk vegferð þeirra
hér á jörð.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
7