Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Blaðsíða 10
vist að gæta barna. Þorste'nn var
þá orðinn það stálpaður, að hann
gat unnið fyrir sér, en Jón og Egill
voru hjá raóður sinni og ólust upp
með henni.
Þóra gafst ekki upp, þó'tt erf-
iðleikar steðjuðu að og kom sér
nú vel kunnátta hennar í sauma-
skap. Hún tók vinnu heim og hafði
ofan af fyrir sér og börnum sín-
um, sem heima voru, og allt bless-
aðist þetta á sinn hátt með löng-
um vinnudegi. Og árin liðu með
skini og skúrum. Börnin uxu úr
grasi, Þorsteinn lagði lieimilinu til
afrakstur vinnu sinnar þangað til
hann stofnaði sitt eigið heimili, en
í starfi kynntist ég honum og
seinna heimilinu, sem leiddi til
þess, að Þóra varð tengdamóðir
mín, en þar eignaðist ég góða
tengdamóður og góðan vin og
hélzt sú vinátta alla tíð. Þóra bjó
lengst al' með Agli syni sínum, en
síðar einsömul eða allt fram á
áttræðisaldur, að hún fluttist til
okkar Kristínar, en með okkur
dvaldist hún fram yfir nírætt, eða
þangað til hún veiktist snögglega
8. janúar 1967. Var hún þá flutt
í sjúkrahús, en síðan í hjúkrunar-
heimilið Grund við Hringbraut, 25.
janúar 1967.
Tvö barna hennar eru látin, Þor-
steinn og Jón, sem dó á sóttar-
sæng rúmlega tvítugur að aldri.
Þóra fylgdist vel með börnum
sínum og barnabörnum, en í seinni
tíð hafði hún mikið yndi af lang-
ömmubörnunum, enda voru þau
á heimili með henni í nokkur ár.
Yngsta langömmubarnið er Þóra,
rúmlega eins árs’og kom hún
með foreldrum sínum og systkin-
um oft í heimsókn að Grund til
þess að sjá og heilsa upp á gömlu
konuna.
Þóra andaðist að Grund föstu-
daginn 4. desember, 97 ára að
aldri, eftir þungbæra legu, en
þreyttri sál var kærkomin hvíldin
í trúnni á guð sinn og fyrirheilna
landið.
Þakkir færi ég vinum hennar og
vandamönnum, sem heimsóttu
hana og glöddu á ýmsan hátt. Sjálf
ur þakka ég henni sérstaklega alla
þá vinsemd sem hún jafnan sýndi
mér.
Línum þessum lýk ég með þakk-
læti til starfsfólks Grundar fyrir
þá góðu aðhlynningu og umönn-
un, sem hún naut þar í hjálpar-
leysi sínu.
Oddur Odtlsson.
MINNING
JÚN BJARNASON
Föstudaginn 19. febrúar s.l., var
gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík,
útför Jóns Bjarnasonar Skólavörðu
stíg 41, að viðstöddum mörgum
ættingjum og vinum hans, en hann
lézt þann 11. febrúar.
Jón var um árabil starfsnraður
Reykjavíkurborgar. Með Jóni er
genginn stefnufastur atorkumaður,
sem með áræði, drenglyndi og hag-
sýni kom miklu í framkvæmd. Þar
fóru ætíð saman orð og efndir.
Ilann tilheyrði þeirri kynslóð, sem
átti ísn bernsku- og æskuár á
fyrsta áratugi þessarar aldar, þeg-
ar ættjarðarljóð stórskáldanna
voru sungin um landsbyggðina:
„Aldar að morgni
vöknum til að vinna.“
Margir þeirra manna, sem mót-
uðust á þessum árum urðu síðar til
að ryðja braut fyrir yngri borgar-
ana og láta þeim eftir reynslu
sína og hollráð.
Jón Bjarnason fæddist að Geir-
landi á Síðu í V.-Skaft. Þ.e.a.s. þar
sem nefnt var Mosar, hinn 20.
marz 1895. Foreldrar hans voru
Sigríður Þorvarðardóttir og Bjarni
Jónsson. Þau eignuðust 15 börn, en
tiu komust til fullorðinsára. Af
systkinum Jóns eru nú eftirlifandi
Sigurjón elztur og systurnar Rann-
veig og Jarþrúður allmiklu yngri.
Jón Bjarnason var ungur að ár-
um. er hann kynntist því að lífið
er bæði „blítt og strítt“. Hann
dvaldi á ýmsum stöðum og vann
fvrir sér, um skólagöngu var naum
ast talað á þeim tíma. Hann lærði
„að bíða þess sem boðið er“, og
sætta sig við það. Um tvítugsaldur
kemur hann til Reykjavíkur, liggja
þá saman leiðir hans og móður
hans eftir nokkurn viðskilnað. Móð
ur sinni reyndist hann einstaklega
umhyggjusamur og nærgætinn
sonur og samverustundirnar með
henni urðu honum alltaf síðan eft-
irminnilegar og kærar.
Snemma á ævinni hóf Jón að
stunda sjómennsku, bæði á fiski-
skipum og flutningaskipum «g
gekk að hverju öðru starfi, sem
kostur var á, með árvekni og
skyldurækni.
Árið 1925 urðu þáttaskil i lifi
Jóns, en það ár kvæntist hann Guð
rúnu Sigurðardóttur, ættaðri úr
Grunnavíkurhreppi í N.-ísafjarðar-
sýslu. Hún lézt árið 1965, þá höfðu
þau búið í farsælu hjónabandi
fjóra áratugi. Þar hafði verið
byggt á bjargi, sem aldrei bifaðist.
Þau voru einstaklega samhuga og
samhent í umhyggju sinni að búa
börnum sínum gott heimili og
tryggja velferð þeirra sem getan
Ieyfði, og áttu líka barnaláni að
fagna. Börn þeirra eru Aðalsteinn,
verkfræðingur, Svava húsmóðir,
Sigurður rafvélavirki og Hörður
verkfræðingur.
Það voru erfiðir tímar, sem
gengu yfir, þegar Jón réðst í það
að byggja sér íbúðarhús með tveim
ur íbúð'um, síðar annað hús, en
festi svo kaup á húsi, sem hann
endurbyggði og bjó lengi í, eða þar
10
ÍSLENDINGAÞÆTTíR