Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Page 17

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Page 17
örlagaþræðirnir og gafst auðlegð þeirrar auðnu sem aldrei brást. Þann 22. febrúar árið 1907 gistist Tómasína Steingrími Þorsteins- syni frá Lundi, glöðum og hjarta- hlýjum drengskaparmanni, sem bar mörg beztu einkenni ættar sinnar og umhverfis. Lundur var eitt af beztu heimilum í Fnjóska- dal, garður gleði og góðvildar og alhliða menningar. Ungu hjónin hófu búskap á næsta bæ við Lund, Vöglum, en voru þar aðeins í eitt ár. Fluttu þau frá Vöglum í Víði- velli, í tvíbýli við Ármann bróður Tómasínu. Þaðan fóru þau að Vé- geirsstöðum, þar sem þau bjuggu í átta ár, eða til vors 1921, að þau frfittu til Akureyrar, þar sem þau áttu heima æ síðan. Þau Tómasína og Steingrímur áttu margt sameiginlegt eins og söng og tónlist, áhuga á leiklistar- starfsemi og næmleikann fyrir yl og birtu mannlífsins og góðvild til samferðafólksins. Þau tóku virkan þátt í félagslífi sveitar sinnar og hvar sem þau fóru um huga sín- um og höndum greri eitthvað gott. Steingrímur Þorsteinsson stund- aði nám í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar (1903—1905) og hafði með höndum kennslustörf í Háls- og Grenivíkursóknum á árunum 1905 —1909. Hann var góður söngmað- ur og mjög hneigður fyrir tónlist, enda stundaði hann (árið 1901— 1903) tónlistarnám hjá Magnúsi Einarssyni á Akureyri, og nutu margir góðs af þeim lærdómi hans. Var hann organleikari við Háls- og Draflastaðakirkjur í Hálspresta- kalli og stundum einnig við Illuga- staðakirkju. Þá tók hann nemend- ur í orgelleik og æfði söng. Mikinn áhuga mun Tómasína hafa sýnt þessari starfsemi manns síns og lagt henni lið, eftir því sem frekast voru föng til. Hafði hún yndislega söngrödd, mun henni og hafa verið lotningin fyrir sönglistinni í blóð borin og rík ánægjan af samskiptum við hana — sem þeim systkinum öll- um. Heimili þeirra Steingríms og Tómasínu ómaði af söng og orgel- leik. Þar héldust gleði og góðhug- ur í hendur og gestrisnin leiddi að þeim arni, sem gott var að orna sér við. Nutu þau mikilla vin- sælda, jafnt innan heimilis sem utan. Þótti að því mikið tap og vakti söknuð, þegar þau kvöddu daiinn sinn og fluttu á brott með hóp barna, sem bjartar vonir voru við tengdar. En þeirra vegna mun þessi ráðabreytni fyrst og fremst hafa verið gjörð. Hið nýja um- hverfi gat mun betra skilyrði til menníunar og bjó yfir fjölþættari möguleikum. En svo traustir reynd ust þeir þættir, sem tengdu þessi ágætu hjón við átthaga og ætt- menn, að þeir urðu ekki slitnir. Dalurinn með fegurð sína og frið- sæld, með angan skógarins og strengjaspil árinnar var þeim ætíð „kær og hjartabundinn“, vafinn töfrum yls og ástar. Og fólkið, sem þar bjó, var þeim tengt í gleði og sorg. Á sömu lund var þeirra minnzt heima í dalnum, af þeirri fölskva- lausu hlýju, sem aðeins hin beztu kynni fá vakið. Er mér í fersku minni allt frá bernsku, það ein- læga vinarþel, sem foreldrar mín- ir báru til þessara hjóna, og hversu þau söknuðu þess, að þau hefðu horfið af vettvangi dalsins. Ég hug leiddi, hvort ég myndi nokkru sinni bera gæfu til að þekkja þessa fjölskyldu og fá rækt við hana frændsemi og vináttu. Árin liðu. Ég fór til náms í Gagnfræðaskóla Akureyrar og þekkti til að byrja með harla fáa í bænum. Eins og ósjálfrátt dróst ég að þeim heimilum, sem byggð voru fnjóskdælsku frændfólki mínu, enda stóð ekki á, að ég væri boðin velkomin þangað. Þeirra á me'ðal var heimilið við Hrafnagilsstræti 6, þar sem þau Steingrírnur og Tómasína bjuggu þá með börnum sínum. En þau eru: Þórhildur íþróttakennari, gift Hermanni Stefánssyni, mennta- skólakennara, frá Miðgörðum á Grenivík, Tómas stórkaupmaður, kvæntur Nönnu Tuliníus kaup- manns á Akureyri, Margrét sauma kona, Ingibjörg söngkona, (d.1969), Brynhildur verzlunarstjóri og Ragnhildur leikkona. Á þeim tíma, er kynni mín hóf- ust við fjölskylduna voru allar dæt urnar heima í foreldrahúsum. Hin elzta Þórhildur bjó þar með manni sínum og börnum. En sonurinn, sem einnig hafði stofnað eigið heimili, var fluttur að heiman. Minn fyrsta skólavetur á Akureyri bjó ég í næsta nágrenni við Hrafna gilsstræti 6 og kom dögum oftar í heimsókn. Brugðust aldrei mót- tökurnar og átti ég innan veggja þessa húss fjölmargar ánægju- stundir, er ég hlýddi á slaghörpu- leik og söng og naut skemmtilegra viðræðna. skilnings og alúðar Fyrir það er mér bæði skylt og ljúft að þakka. Heimilin tvö í Hrafnagilsstræti 6 stóðu opin fyrir menningu mennta og lista. Þar ómaði söngur, þar var harpa slegin og þar léku um ferskir straumar leiklistar, íþrótta- félags- og menntamála. En bak- grunnur þessa var trú á höfund tilverunnar og lotning fyrir fegurð lífsins. Mjög var gestkvæmt þarna tíð- um. Kvöddu þar dyra margir unn- endur og iðkendur lista — einkum söngs og leiks. Heimilisfeðurnir störfuðu báð- ir í kórnum og Steingrímur auk þess í Lúðrasveit sín fyrri ár á Akureyri. Börn þeirra Steingríms og Tómasínu stunduðu öll söng- og leikstarfsemi, meira eða minna eftir ástæðum og tóku þannig virk- an þátt í hinu gróandi lífi bæjar- ins. Þau hlutu öll góða menntun — sum langt fram yfir það, sem venjulegt var, á þeirri tíð, er þau voru að vaxa til þroska, því að þá stóðu leiðir að menntalindum um- heimsins ekki eins opnar og nú á síðustu árum. Dæturnar fóru utan til að afla sér menntunar og tvær þeirra, Ingibjörg og Ragnhildur, dvöldust úti svo skipti árum við framhalds- nám í þeim greinum, sem hugur þeirra stóð mest til og þær óskuðu að helga líf sitt. Ingibjörg stundaði nám í tón- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.