Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Qupperneq 29

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Qupperneq 29
90 ÁRA: Guðmundur Hermannsson, kennari og bóndi frá Fremstuhúsum Nú er þú endar þinn níunda tug, er nautn þín sem áður að fræða. Eða er ekki svo, að þér sitji í hug um sannleikans boðskap að ræða? Barnssálin varð þér að ræktunar reit, þar raungóðu fræunum sáðir. Og það vita allir í þessari sveit, að þar vannstu farsælar dáðir. Og hvers konar málefnum lagðir þú lið, *t GÍSLI GUÐ- MUNDSSON frá Þjóðólfshaga F. 6.7. 1899 D. 20.1. 1971. Hvers vegna skildum við hrökkva við, þótt heyrum dánarfrétt? Það er nú svo að æðri sem lægri er þetta lögmál sett, við berumst upp að banaströnd hvort brautin er greið eða slétt. Uppi í sveit við angan frá góðri áttir þú lífs þíns vor. Ungur sigldir á æginn kalda. Það eflir hreysti og þor. Lengst af síðan um lagarslóðir lágu þín ævispor. Alla tíð meðan orkan leyfði aðal það reyndist þitt, að berjast af drengskap, bregðast ei, en borga hverjum sitt, að vera sá drengur, sem Verðskuldar traust svo viðskiptin séu kvitt. Þú uppskarst dýrmæt ævilaun, sem urðu með skilum heimt, þú eignaðist heimili, öruggt vé, sem ungan þig hafði dreymt, ágæta konu og óskabörn, — ekki skal þessu gleymt. er leizt þau til framfara miða. Þú barðist með rökum og baðst ei um grið, en bardaginn varð þó án sviða. Og nú eru framundan náttmálaskin í náðum hjá ástkærri dóttur. Þú veizt samt, við öllsömul eigum þó vin og af honum loks muntu sóttur. Við höfum átt margan ánægjufund og innsýn, er lífsskilning bætir. Hvers vegna skildum við hrökkva við, er hverfur þú nú á braut? Þú áttir stríð um árabil við erfiða sjúkdómsþraut. Mun ekki sælt við leiðarlok að leggjast í móðurskaut? Minningar geymast, margs er að sakna er maður í burtu fer. Enginn veit hver verður sá næsti, sem vikið héðan er. Eitt er víst, þegar kallið kemur við komum á eftir þér. B.J. Nú bíðum í rósemd unz birtist sú stund, að blessaður vinurinn mætir. . . Gísli V. Vagnsson. Vorið 1907 spurði sr. Magnús Helgason skólastjóri Flensborgar- skólans, dúxana í kennara- og gagnfræðadeild skólans, þau Stein- unni Egilsdóttur frá Spóastöðum og Guðmund Hermannssonar frá Fremstuhúsum, hvernig þau hefðu farið að þvi að klekjast upp í þeim heljarkulda veturinn 1881. „Ætli hún mamma hafi ekki átt mestan þáttinn í því“, svaraði Guð- mundur. Þessi áratugur, sá 9. nítjándu aldarinnar var sá allraversti og erf iðasti, sem yfir þetta land hefur komið, a.m.k. á síðari tímum. Má það merkilegt kallast, hvern- ig það mátti takast, að halda líf- inu í ungbörnum í óhituðum bað- stofum, þar sem eldurinn kúrði að eins í hlóðareldhúsi í framhýsi og má að líkindum komast svo að orði með Einari Benediktssyni, að hann hafi þar „skjálfandi so'fið“ En þetta tókst nú samt í æði- mörgum tilfellum o g sannarlega lögðu þessi harðindaár þjóð- inni til marga ágæta menn og konur, sem stutt hafa að gengi og velmegun þjóðarinnar á nútíma blómaskeiði hennar, og er vel ef ungbörn þau, er nú blunda í silki- fóðruðum vöggum undir dúnsæng um í kappkyntum íbúðum, reyn- ast betur en börn þessara voðaára. Guðmundur Hermannsson fædd ist í Fremstuhúsum í Neðri-Hjarð- ardal í Dýrafirði 25. marz 1881. Foreldrar hanS voru Guðbjörg Torfadóttir og var jörðin ættaróð- al hennar, og Hermann Jónsson frá Alviðru og eru rætur ætta þeirra hið næsta hjá þróttmiklu búandafólki í Dýrafirði og að lang- feðgatali m.a. frá Jóni Gissurar- syni sagnfræðingi á Núpi. Kermann var duglegur dreng- skaparmaður. Hann var svo mikil- virkur og góður vegghleðslumaður ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.