Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 14
FINNBOGI PÁLMASON
kennari
Sunnudaginn 10. desember siðastliö-
inn kom ég sem svo oft áður á heimili
vinar mins, Finnboga Pálmasonar.
Um stund ræddum við málefni, sem
okkur voru báðum hugstæð. Sizt kom
mér til hugar að þetta væru okkar sið-
ustu samverustundir. Mánudaginn 11.
desember þegar Finnbogi kom til
starfa sinna i Mýrarhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi kenndi hann sárinda fyrir
brjósti. Lét þvi flytja sig heim, lagöist
til hvildar og hugðist láta lasleikann
liða hjá, en var skömmu siðar örend-
ur.
Finnbogi var fæddur að Sauðafelli i
Dölum, 7. april 1929. Hann var elztur
þriggja sona hjónanna Pálma Finn-
bogasonar, bónda á Sauðafelli Finns-
sonar og konu hans Steinunnar Árna-
dóttur bónda á Jörfa i Haukadal Jóns-
sonar. Hafa ættmenn hans búið i Döl-
um um aldir. t bernsku fluttist Finn-
bogi með foreldrum sinum að Svarf-
hóli i Laxárdal, þar sem þau settu
saman bú. Var þar hans æskuheimili.
Hugur F'innboga beindist snemma
til náms. Eftir skólavist i Reykholti og
Flensborg settist hann i þriðja bekk
Menntaskólans á Akureyri og lauk
þaðan stúdentsprófi 1953. t mennta-
skóla eru flestir i vafa, hvaða fræði
þeir eigi að velja sér til framhalds-
náms. Þetta val var Finnboga auðvelt,
þvi þegar á þessum árum átti saga hug
hans umfram annað námsefni. Hann
stundaði nám i sagnfræði viö háskól-
ann i Vinarborg um þriggja vetra
skeið, en háskólaprófi i fræðigrein
sinni lauk hann hér heima. Hin siðari
ár vann hann jafnframt i Landsbank
anum og siðar Seðlabankanum.
Að námi loknu gerðist Finnbogi
kennari við gagnfræða- og landsprófs-
deild Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi, en fékkst einnig við stunda-
kennslu i öðrum skólum, Kennaraskól-
anum og nú siðast við Menntaskólann i
Reykjavik.
Finnbogi var með hærri mönnum,
grannvaxinn og lengst af holdskarpur,
fölleitur og röskur í hreyfingum. 1
samskiptum var hann jafnan glað-
legur og viömótshlýr, en þó skaprikur
tilfinningamaður. 1 samræðum var
hann flestum mönnum skemmtilegri.
Lét vel að segja frá og hafði lag á að
varpa hugblæ hins sérstæða á jafnvel
hin hversdagslegri mál og aðstæður.
Hann var fastheldinn á ýmsar gamlar
siðvenjur eins og vænta mátti af sagn-
fræðingi, en frjálslyndur félags-
hyggjumaður i þjóðmálum. Finnbogi
var vinmargur og vinfastur. Var hann
ekki aðeins eftirsóttur, þar sem efnt
var til gleði, heldur veit ég og, að
hann áttitrúnað margra, sem þótti,gott
til hans að leita, er á móti blés. Tók
Finnbogi á sliku með þvi samblandi
skilnings og karlmannlegrar gaman-
semi, sem geröi öðrum bjartara að
lifa.
Sjálfur var Finnbogi gæfumaður.
Hann naut góðs uppeldis, átti þess kost
að fást við þau fræði, sem honum voru
hugfólgnust og átti hamingjurik ár
sem fjölskyldufaðir. Finnbogi kvænt-
ist 1963, Rannveigu Olafsdóttur, hjúkr-
unarkonu, Ólafssonar kristniboða.
Vissu þeir bezt, sem kunnugir voru, að
sambúð þeirra varð þvi traustari sem
lengra leið. Þau eiga tvo syni, Pálma 8
ára og Ólaf 6 ára.
Kennsla, sem varð ævistarf Finn-
boga, fórst honum sérstaklega vel úr
hendi. Kom þar bæði til röggsemi, en
þó einkum sá hæfileiki hans að geta
gefið af sjálfum sér og náð til annarra.
Voru kennslustörf hans alltaf metin að
verðleikum.
Þegar Finnbogi gat þvi viö komið
dvaldi hann i sumarleyfum með fjöl-
skyldu sinni að Svarfhóli i Laxárdal,
sem hann alltaf taldi sitt annað heim-
ili. Hygg ég, að hann hafi átt sinar
beztu stundir, er hann dvaldi með sin-
um nánustu þar vestra. Veit ég og, að
honum var mjög umhugað að halda
sambandi við gamla sveitunga sina i
Dölum. Þót F’innbogi færi ungur að
heiman hélt hann áfram að vera
sveita.maður. sem naut þess að hafa
eigin jörö undir fótum.
Finnbogi var fræðimaður frá unga
aldri og alltaf varði hann miklu af
tómstundum sinum til lestrar sagn-
Iræðilegra rita. Hin siðari ár einkum
þeirra, sem fjölluðu um islenzka sögu.
Var og stórfróður i þeim greinum. Veit
ég, að hann gerði sér vonir um að geta,
á næstu árum, gefið sig meir að sagn-
fræðilegum rannsóknum og hafði þar i
huga ákveðin verkefni. Þau verk sin
tók hann með sér eins og oftast verður
hlutskipti þeirra, sem falla frá á bezta
aldri.
Kynni okkar Finnboga voru löng og
urðu nánari, er árin liðu. Leiðir okkar
lágu fyrst saman i skóla á Akureyri, er
við vorum unglingar á tvitugsaldri.
Siðar urðum við samferða til Vinar-
borgar og deildum þeirri lifsreynslu,
sem hlýtur að verða hlutskipti ungra
manna. sem koma úr islenzku fámenni
til langdvalar i erlendri stórborg.
Þegar námi beggja var lokið höguðu
atvikin þvi svo, að við vorum lengst af
nágrannar i Vesturbænum. Varð þá oft
stutt á milli húsa. Nokkrum sinnum
naut ég þess að fara með Finnboga
styttri ferðir úr bænum. Þá siðustu um
heimabyggðir hans i Dölum. Verður
sú ferð mér þvi dýrmætari, er ég veit,
að fleiri verða ekki farnar.
Það þekkti ég Finnboga, að ég veit,
að hann vill láta minnast sin með öðru
en harmatölum. 1 hugum okkar, sem
hann þekktum, verður hann sá lifs-
glaði og góði drengur, sem gott var að
vera samvistum við. Til þeirra, sem
svo mikið hafa misst er hugsað af inni-
legri samúð.
Örn Helgason.
14
islendingaþættir