Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 5
A A Lára Agústa Olafsdóttir Kolbeins Fædd 26/3 1898. Dáin 18/3 1973. Ég lit yfir liðnu árin langt er siðan það var. Um þig i æskublóma á ég ylhlýjar minningar. Sem barn, ég man svo margar mætar stundir hjá þér, i kring um þig kært var að una, þií kenndir og leiðbeindir mér. Ég þakka af heilum huga þær hlýju stundir meö þér, i dagsins önn, ortir þú sögur og ævintýr handa mér. Nú ert þú lögð upp i langferð lifsins á æðra stig. Almáttkur guð þig annist og englar hans leiði þig. Margrét Eyjólfsdóttir. f Frú Lára Agústa ólafsdóttir Kol- beins, Skeiðarvogi 157, Reykjavík, til grafar borin 26. marz 1973, var fædd að Hvallátrum á Breiðafirði 26. marz 1898, fyrir réttum 75 árum siðan. Foreldrar hennar voru Ólafur Aðal- steinn Bergsveinsson, bóndi og báta- smiður og kona hans Ólina Jóhanna Jónsdóttir. Einn sumardag, er Lára var að mjólka i kvium i Hvallátrum, kom nýi presturinn i Flatey, séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins á kvia- vegginn. Þau kynni, sem þá tókust með hinum unga sóknarpresti og heimasætunni i Hvallátrum, leiddu til giftingar þeirra 26. júli 1924 og bjuggu þau fyrst i Flatey, þar til Halldór fékk brauðið i Súgandafirði 1926. Siðan fluttu þau að Mælifelli i Skagafirði 1941 og að Ofanleiti i Vestmannaeyjum 1945, þar til þau fluttu til Reykjavíkur I fardögum 1961. Halldór þjónaði Nes- kaupstaðarprestakalli siðar, eða apríl til desember 1963. Entust samvistirnar sem hófust i kjölfar fyrstu kynna á kviaveggnun i Hvallátrum, unz Halld- or andaðist 9. nóvember 1964. Þegar sá, er þetta ritar, flutti til Vestmannaeyja haustið 1949, var það ekki litils virði aö kynnast heimilinu að Ofanleiti. Þar bjuggu þá séra Halldór og kona hans, Lára, með börnum sinum á æskuskeiði á leið til mann- dómsára. Allt andaði af mannkær- leika og græskulausu gamni. Heimilis- faðirinn, Halldór, var einhver stór- brotnasti menningarfrömuður. Spor hans lágu daglega milli sóknarbarn- anna, og með glaðværð sinni, bjartsýni og hvatningum til dáða hafði hann áhrif, sem seint fyrnist yfir. Skipti engu, hvort hann ræddiviöNóbelsskáld og fyrirmenn eða litt mótuð ungmenni. En kona hans, Lára, átti ekki siður hlut að og lagði ekki siður hönd á plóginn. í preststarfinu, sem sinnt var af svo mikilli reisn og myndarskap, sem séra Halldór gerði, mæddi ekki siöurá eiginkonunni. Lára skaraði þar og fram úr. Hún var einstaklega gestrisin og veitti gestum beina eins og enginn hlutur væri sjálfsagðari og allir fundu sig velkomna. Hún söng við skirnir og brúðkaup, jafnt heima fyrir og i kirkju. Þótt Lára væri i framkomu hógvær og léti litið yfir sér, var hún gædd sérstökum gáfum, átti létt með að tjá hugsanir sinar skýrt, bæði i rituðu máli og ræðu. Hún hafði sérstakan áhuga á lfknar- , og menningarmálum. Tók þátt i kven- félögum og góðtemplarareglunni. Lára var einstaklega vel liðin og vin- mörg og trölltrygg. Erfiða sjúkdóms- legu hefur hún borið til hinztu stundar meö sama æðruleysinu og létta hugar- fari sem áður. Lára hefur reist sér óbrotgjarnastan minnisvarða með uppeldi barna sinna og fósturbarna, sem öll eru framúr- skarandi menningarfólk, en þau eru: Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, sem gift er Sæmundi Kristjánssyni verkstjóra, Patreksfirði, Gisli H. Kol beins, sóknarprestur á Melstað i Mið- firði, kvæntur Sigriði Bjarnadóttur frá^, Brekkubæ, Hornafirði, Erna Kolbeins, gift Torfa Magnússyni, skrifstofu- manni, Skeiðarvogi 157, Reykjavfk, Eyjólfur H. Kolbeins, Kaup- mannahöfn, kvæntur Ragnhildi Hannesdóttur frá Sarpi i Skorradal, Þórey Kolbeins, gift Baldri Ragnars- syni, kennara, Sogavegi 170, Reykja- vík, Lára Ágústa Kolbeins, gift Snorra Gunnlaugssyni, verzlunarmanni, Patreksfirði, Guðrún Guðmundsdóttir, fósturdóttir, gift Jóni G. Scheving, þvottahúseiganda, Oldugötu 29, Reykjavik og Olafur Valdemar Valdemarsson, fóstursonur, bóndi að Uppsölum i Miðfirði, kvæntur Onnu Jörgensdóttur. Þau hjónin, Halldór og Lára, voru bæði aufúsugestir og heimilisvinir okkar hjóna alla tiö, sem þau bjuggu i Vestmannaeyjum. Fyrir þann menningarskerf, sem þau deildu okkur, verður aldrei fullþakkað. Það var ekki bara þær stundirnar, er séra Halldór gaf okkur saman I Landa- kirkju og frú Lára söng undir, eða þegar börnin voru skirð né heldur á hátiðum og tyllidögum, sem hér verða þakkaðar. Heldur ekki siður hvers- dagskynnin. Og frú Láru er hér sérstaklega þökkuð órofa vinátta og tryggð til hinztu stundar. Blessuð sé hennar minning. Jón Hjaltason. islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.