Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Síða 7
mannúöarmálum, hvar sem hún eygði niöguleika á aö rétta hjálparhönd og vinna samfélaginu gagn. Umhverfis þessa góðu konu rikti jafnan mild ölýja, sem aðeins fáum er gefin. Prú Lára var Breiðfiröingur að ætt °g uppruna. Hún fæddist á Hvallátrum 26. 3. 1898. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Ólina Jóhanna Jóns- dóttir og ÓlafurAðalsteinn Bergsveins- son, bóndi og bátasmiöur. Að heima- námi loknu hélt Lára úr föðurgarði til frekara náms og starfa. Hún var á Rjómabústýruskólanum á Hvítárvöll- um 1916-17 og siðan i IV. B. Kvenna- skólanum i Reykjavik 1920—21 og lauk þaðan brottfararprófi með frábærum árangri. Allt nám rækti hún af kost- gæfni og með ágætum árangri. Hún var listhneigö að uppiagi, sögufróð og ljóðelsk. Sérstakt yndi hafði hún af söng og tónlist, og dvaldist um skeið við orgelnám hjá Dr. Páli Isólfssyni. Hún fékkst talsvert við kennslu á yngri árum og var m.a. kennari i Flatey og viðar um Breiðafjörö. Frú Lára giftist 26.7. 1924 séra Hall- dóri Eyjólfssyni Kolbeins,sem þá var nýlega orðinn sóknarprestur i Flatey: Stofnuðu þau heimili sitt þar fyrst. Frá Flatey fluttust þau tveim árum siðar að Stað i Súgandafirði og var séra Halldór prestur Súgfirðinga til ársins 1941, er hann fékk Mælifell i Skagafirði. Séra Halldór þjónaði Mæli- felli til 1945, en þá varð hann prestur Vestmannaeyinga. Settust þau hjón þá aö á Ofanleiti, hinu forna prestsetri Eyjamanna. Arið 1961 lét séra Halldór af embætti fyrir aldurs sakir. Fluttust þau hjón þá til Reykjavikur og settust að á Skeiðarvogi 157, þar sem þau áttu heima siðan. Mann sinn missti frú Lára haustiö 1964. Dvaldist hún áfram i Reykjavik i nálægð barna sinna, tengdabarna og barnabarna. Hjónaband frú Láru og séra Hall- dórs var gott og farsælt. Voru þau samhent i að gera heimili sitt að griöa- staö, þar sem ætiö rikti andi skilnings, góövildar og hlýju. Fundu það allir, sem áttu þess kost að kynnast og dveljast með þessum góðu hjónum. Heimili þeirra stóö öllum opið sakir gestrisni þeirra og höföingsskapar. Var þvi jafnan fjölmennt hjá þeim og margir áttu til þeirra erindi. Séra Halldór var frábær kennari og dvöld- ust oft mörg ungmenni hjá honum og sagði hann þeim til undir skóla. Reyndi þvi oft á þrek og dug húsmóö- urinnar með að sjá öllu borgið. En frú Lára sýndi alltaf áræöi og hetjulund og komst vel fram úr hverjum vanda. Greiddu þau hjón þannig götu margra, sem fárra kosta áttu völ um menntun. Standa siðan margir i ævarandi þakk- arskuid við þau hjón og minnast þeirra með sérstakri virðingu. Börn frú Láru og séra Halldórs Kol- beins eru: Ingveldur Aðalheiður Kol- beins, gift Sæmundi Kristjánssyni, verkstj. Patreksfirði Gisli H. Kolbeins, sóknarprestur á Melstað i Miðfirði, kvæntur Sigriði B. Kolbeins, Erna Kol- beins, gift Torfa Magnússyni, skrif- stofumanni i Reykjavik, Eyjólfur Kol- beins, menntamaður i Kaupmanna- höfn, kvæntur Ragnhildi H. Kolbeins, Þórey Kolbeins, gift Baldri Ragnars- syni, kennara i Reykjavik, Lára Agústa Kolbeins, gift Snorra Gunn- laugssyni, verzlunarmanni á Patreks- firöi. Fósturbörn þeirra eru: Guðrún Guðmundsdóttir, gift Jóni Scheving, forstjóra i Reykjavik, Ólafur V. Valdi- marsson, bóndi á Uppsölum i Miðfirði, kvæntur Onnu Jörgensdóttur. í fátæklegum kveðjuorðum sem þessum er þess ekki kostur að rekja hið mikla og gagnmerka dagsverk frú Láru Kolbeins. En margir munu nú á kveðjustund minnast hennar fyrir mannkostihennar, góðvild og fórnfýsi. Að leiðarlokum þakka ég henni ómet- anleg kynni og hjálpsemi, er ég naut á heimili hennar i eina tið. Árna ég henni fararheilla yfir móöuna miklu og biö henni blessunar Guös á eilifðarvegum. Börnum hennar, fósturbörnum og öllu vandafólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þau hafa mikils að sakna, en fögur minning um góða og mikilhæfa konu og móöur mildar harminn. Jón R. Hjálmarsson. f Mánudaginn 26. marz var gerö útför mágkonu minnar, Láru Kolbeins, sem andaðist á Landakotsspitala sunnu- dagsmorguninn þann 18. marz s.l. Hún var fædd i Hvallátrum á Breiðafirði 26. marz 1898, dóttir hjón- anna ólinu Jónsdóttur og Óafs Berg- sveinssonar, sem bjuggu þar viö mikla rausn, eins og allir Breiðfiröingar, sem komnir eru til fullorðins ára kannast við. Lára ólst upp á stóru heimili i stór- um systkinahópi við mikið umstang og annir. Þeirsem þekkja til breiðfirzks eyja- búskapar vita, að þar var i mörgu að snúast, bæöi á sjó og landi. Sá sem þetta ritar var kaupamaður i Hval- látrum þegar hann var á átjánda ár- inu, og vöru þá yfir 20 manns I heimili og munu þær stundir frá hinum viða sjóndeildarhring Breiðafjarðar seint úr minni liöa. Skólaganga Láru mágkonu var ekki löng, en þeim mun hagnýtari. Hún stundaði nám einn vetrartima i Rjómabústýruskólanum að Hvitár- völlum, hlaut þar mjög hagnýta menntun, á þeirrar tiöar mælikvarða, siðan stundaði hún nám annan vetur við Kvennaskólann i Reykjavik. IV. b. Á yngri árum fékkst hún nokkuö við kennslu, og brá þvi oft fyrir sig siðar á lifsleiðinni, þegar svo bar undir. Sumarið 1921 urðu straumhvörf i lifi Láru. Það vor vigðist til Flateyjar- sóknar sira Halldór Kolbeins. Þaö var blómlegt i Breiðafjaröareyjum i þá daga, mikiö atvinnulif, bæöi til sjávar og sveita, og almenn velmegun. Ungi presturinn hóf húsvitjanir i prestakalli sinu. Kom að sjálfsögðu á stórbýliö Hvallátur, og það var eins og við manninn mælt „Ast við fyrstu sýn”, sem entist þar til dauöinn að- skildi þau þ. 9. nóvember 1964. Hinn 26. júli verður mér minnisstæö- ur meðan ég lifi, en þann dag vigði prófasturinn, sira Bjarni Simonarson á Brjánslæk, bróður minn og mágkonu i heilagt hjónaband, og fór vigslan fram i Flateyjarkirkju. Fluttist þá mágkona min inn á heimili okkar bræðra, og fóru þá i hönd mjög minnis- verðir dagar. Var þaö mikil breyting að koma frá svo stóru heimili og taka að sér að leiðbeina táningi, en heimili bróður mins var heimili mitt I áraraðir allt frá fermingu. Lifsstarf Láru sem prestskonu hófst i Eyjólfshúsinu i Flatey og stóö i rúm 40 ár, og er óhætt að segja að hún hafi fyllt þann sess með sóma. Það hefi ég heyrt á sóknarfólki i öllum þeins prestaköllum, sem þau hjónin störfuðu i, en þaö voru, auk Flateyjarpresta- kalls, Staður i Súgandafirði 1926—41, Mælifell i Skagafiröi 1941—45, Vest- mannaeyjar 1945—61, en þá fluttu þau til Reykjavikur og svo i Neskaupstaö mars—desember 1963. Þau hjónin eignuðust 6 mannvænleg börn, sem öll hafa stofnað sin eigin heimili: Ingveldur Aöalheiöur, ljós- móðir á Patreksfiröi, gift Sæmundi Kristjánssyni, vélsmið , Gisli sóknar- prestur á Melstað i Miðfiröi, þar sem faöir hans var fæddur og uppalinn, kvæntur Sigriði Ingibjörgu Bjarna- dóttur, Erna kennari hér i Reykjavik, gift Torfa Magnússyni, skrifstofu- manni, Eyjólfur stud.mag. búsettur i Kaupmannahöfn, kvæntur Ragnhildi Hannesdóttur, hjúkrunarkonu, Þórey Mjallhvit, kennari Reykjavik, gift Baldri Ragnarssyni, sem einnig er kennari og Lára Ágústa kennari á Patreksfiröi, gift Snorra Gunnlaugs- íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.